Stangveiði Stórlax á land á land á urriðasvæðinu neðan virkjunar Þeir sem að egna fyrir urriðann á vorin í Laxá í Aðaldal neðan virkjunnar hafa eitt fram yfir félaga sína sem veiða þar fyrir ofan. Þeir geta sett í stórlaxa og það gerðist einmitt í dag. Veiði 9.6.2011 10:00 Gott vatnsár framundan í Langá Síðastliðinn föstudag varð vart við talsverða aukningu í vatnsmagni Langár á Mýrum. Ástæðan var sú að vatnsmiðlunin var orðin yfirfull. Útlitið er því gott fyrir sumarið. Veiði 9.6.2011 09:45 Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Í gær snjóaði á urriðasvæðunum fyrir norðan, og þegar að þetta var skrifað er hiti við frostmark. Ótrúlegt er hversu vel veiðist miðað við aðstæður. Menn eru daglega að lenda í skotum, og sem dæmi var ein seinniparts stöngin í Mývantssveit með átján urriða í gærkveldi. Veiði 9.6.2011 09:41 Laxar að stökkva við ósa Leirvogsár og Elliðaánna Þeir sem taka sér göngutúr á Geirsnefi eða við ósa Leirvogsá eiga líklega eftir að sjá laxa á lofti af og til þegar það fer að falla að. Á seinna flóðinu í gær sáust laxar stökkva við útfall Elliðaánna án þess að renna sér alla leið upp í ánna. Það var hægt að fylgjast með þegar þeir syntu áleiðis upp að neðsta veiðistaðnum og dóla þar fram og til baka í smá stund, en þegar það fór að falla frá létu þeir sig hverfa án þess að ganga upp í ánna. Það má þó vel vera að einhverjir hafi sloppið frá hjá vökulum augum þeirra sem horfðu á þetta, en þegar Breiðan var skimuð virtist ekkert hafa gengið upp í þetta sinn. Veiði 8.6.2011 15:13 Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Helgina 11 til 13 júní verður haldið veiðikeppni í Hvammsvík í Kjós. Frábærir vinningar eru í boði fyrir stærstu fiskana. Það fer þannig fram að veiðimaður kaupir dagsleyfi fyrir 2.500,- krónur og má veiða allt að 5 fiska. Kaupa má fleiri en 1 dagsleyfi. Keppnin stendur á milli 10:00 og 22:00 dagana 3 sem keppnin stendur yfir og þar á loknu verður vinningshafar nefndir. Veiði 8.6.2011 14:28 Opnunarhollið í Blöndu með 11 laxa Opnunin í Blöndu endaði í 11 löxum, 10 þeirra voru á bilinu 10 - 14 pund en eitt örverpi var í hópnum. Auk þessara 11 settu menn í og misstu svipaðan fjölda við erfið skilyrði. Engu að síður eru menn sáttir við opnunina, enda einungis veitt á 4 stangir. Veiði 7.6.2011 16:44 Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. Veiði 7.6.2011 15:38 Opnunarhollið í Norðurá hefur tekið saman stangirnar Opnunarhollið í Norðurá endaði í tólf löxum. Einn lax fékkst í morgun á svæðinu Norðurá II, grálúsugur 80 cm fiskur í Skeifunni að austanverðu. Veiði 7.6.2011 15:32 Dunká komin til SVFR Tilboð voru opnuð fyrir fáum dögum í tilboð í Dunká. Alls bárust tilboð frá um 10 aðilum í Dunká sem er tveggja stanga perla þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfur en mikil eftirspurn hefur verið eftir leyfum í ár þar sem ekki er skylda á fæði og gistingu. Veiði 7.6.2011 11:27 Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Hún Helga Kristín sendi okkur eftirfarandi veiðifrétt og mynd af ungum veiðimanni sem má klárlega kalla aflakló. Veiði 6.6.2011 17:00 Veiði að glæðast í Meðalfellsvatni Við fengum þær fréttir frá Einari Sigurðssyni sem var við veiðar á laugardaginn við Meðalfellsvatn að veiðin væri loksins að glæðast. Einar var við veiðar ásamt syni sínum og lönduðu þeir 12 fiskum fyrir hádegið en urðu lítið varir eftir hádegi. Veiði 6.6.2011 16:23 Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Líkt og í fyrra, þá leggur Veiðimálastofnun til algjört bann við drápi á stórlaxi í sumar. Stangaveiðimenn og veiðifélög eru hvött til að fylgja þessum tillögum. Á heimasíðu stofnunarinnar segir; Veiði 6.6.2011 16:13 Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Hin árlega hreinsun Elliðaánna fer fram miðvikudaginn 8. júní, en það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem stendur fyrir hreinsun ánna eins og mörg undanfarin ár. Veiði 6.6.2011 13:55 5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn Stjórn SVFR hóf veiðitímabilið 2011 með því að taka fyrstu köstin í Norðurá í gærmorgun. Kalt var í veðri en gott vatn í ánni og ágætis aðstæður. Bjarni Júlíusson formaður tók fyrstu köstin á Brotið og varð var við lax en náði ekki að setja í hann. Það var síðan Ásmundur Helgason sem landaði fyrsta laxinum á Stokkhylsbrotinu. Það var falleg 84 cm hrygna sem tók Glaða tvíburann. Veiði 6.6.2011 13:48 Góð opnun í Blöndu Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Veiði 6.6.2011 09:50 Lokadagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum í dag Í dag er síðasti dagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum á Langholtsvegi 111. Það hefur verið mikil umferð af fólki í búðina í dag að sögn Hilla enda dagskráin þétt af kynningum fyrir veiðimenn. Guideline línurnar hafa til dæmis verið á tilboði með 20% afsætti í allann dag og Tommi Za, sem tók 23 punda urriða í Þingvallavatni um daginn gefur mönnum góð ráð við val á flugum fyrir vötnin í sumar. Boðið verður uppá grillaðar pylsur í dag og krakkarnir fá Svala með. Veiðimessan stendur yfir til klukkan 17:00 í dag. Veiði 5.6.2011 12:15 Fyrstu laxarnir komnir á land Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Veiði 5.6.2011 11:41 Norðurá opnar í fyrramálið Á sunnudagsmorgun á slaginu 7:00 mun formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, taka fyrstu köstin á Brotið.Stjórnarmenn fóru í leiðangur meðfram ánni í dag og sáu laxa bæði á Brotinu og á Stokkhylsbroti. Það var mat manna að Eyrin væri í afbragðsvatni og þó ekki hafi sést fiskur þar, þá telja stjórnarmenn að hún sé smekkfull af laxi. Veiði 4.6.2011 21:29 Boltar í Baugstaðarós Það er sjaldan að fréttir berast úr Volanum eða úr Baugstaðaósi. Það þarf alls ekki að þýða að þar sé slök veiði, frekar að menn vilji ekki láta allt of mikið bera á svæðinu! Veiði 4.6.2011 14:44 Hítará áfram hjá SVFR Hítará hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá félagsmönnum, enda umhverfi árinnar stórfenglegt, sérlega fallegir veiðistaðir og gamla veiðihús Jóhannesar á Borg, Lundur, á sér engan líka.Veiðin hefur verið mjög góð síðastliðin ár og vonir standa til að göngur í ánna verði með besta móti í sumar. Vatnsmiðlunin í Hítarvatni hefur verið virkjuð að hluta, þannig að ef til mikilla þurka kemur í sumar, þá verður smávegis forði þar til hjálpar. Reyndar segir "Sigga á Brúarfossi“ að öll vortungl hafi kveiknað í vestri og það veit á rigningarsumar á Mýrunum og jafnvel líkur á að það rigni upp í Norðurárdal. Veiði 4.6.2011 14:42 Veiðitölur úr Veiðivötnum 2010, það styttist í opnun Nú styttist í opnun veiðivatna og það er þess vegna gaman að rýna í veiðitölur frá síðasta sumri og telja niður dana í opnun sem verður 17. júní næstkomandi. Veiði 3.6.2011 14:45 Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Nú eru verslanirnar að kynna nýju vörurnar fyrir sumarið og það er spennandi að sjá allar þær nýjungar sem framleiðendur eru að koma með á markað. Veiði 3.6.2011 14:35 Veiðifréttaleikurinn heldur áfram í júní Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu okkur veiðifréttir og veiðimyndir í júní mánuði. Við ætlum að halda áfram með leikinn núna í júní og hvetjum ykkur veiðimenn og veiðikonur að senda okkur veiðifréttirnar ykkar. Það verður dregið úr innsendum fréttum 1. júlí og í boði verður glæsilegt veiðileyfi. það var Ólafur Daði sem var dreginn út fyrir maí og hann er að fara skella sér ásamt félaga í Baugstaðarós í boði SVFR. Veiði 3.6.2011 13:37 Nýi Scierra bæklingurinn kominn í Veiðihornið Nýi Scierra bæklingurinn er nú kominn í Veiðihornið. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það hve mikinn áhuga Scierra menn sýna Íslandi enn á ný. Veiði 3.6.2011 09:22 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Opnunarhollin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal gerðu ágæta veiði. Í Mývatnssveitinni komu 310 urriðar en um hundrað fiskar í Laxárdalnum. Veitt er á 24 stangir. Veiði 3.6.2011 08:09 Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Laxarnir eru byrjaðir að bylta sér í Blöndu. Meira vatn er í Norðurá en á sama tíma í fyrra. Talsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Lax-á eru bjartsýnir og Veiðimálastofnun býst við góðri laxveiði í sumar. Veiði 3.6.2011 08:04 Góð opnun í Laxárdalnum Opnunardagarnir voru góðir í Laxárdalnum, og í raun merkilegt hvað veiddist miðað við aðstæður. Mál manna er að mun meira sé af fiski en síðustu sumur. Veiði 1.6.2011 20:32 Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Föstudaginn 27. maí var farin vettvangsferð og ár kannaðar á öskufallssvæðinu frá Grímsvatnagosinu. Vatnsföll voru skoðuð í Landbroti, á Síðu og í Fljótshverfi í Skaftárhreppi. Aska var alls staðar greinileg á jörðu, en fór mikið vaxandi þegar komið var austur fyrir Fossála og austur í Fljótshverfi, en þar varð öskufallið mest. Gert hafði úrkomu og vatn vaxið í ám, allar bergvatnsár voru litaðar af öskuframburði, misjafnlega þó. Leiðni og sýrustig (pH) árvatnsins voru mæld, seiði rafveidd og vatnsýni tekin til nánari greiningar á efnainnihaldi. Veiði 1.6.2011 14:23 Með Veiðikortið í vasanum Hann Einar sendi okkur frásögn af því þegar hann skaust til veiða í Kringluvatn fyrir norðan. Það hefur eitthvað látið bíða eftir sér sumarið fyrir norðan en við látum frásögnina tala sínu máli, Veiði 1.6.2011 13:27 Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Verslunin Veiðiflugur fagnar veiðisumrinu 2011 og býður til veiðisýningar í verslun Veiðiflugna á Langholtsvegi 111 4 og 5 Júní. Húsið opnar kl 10.00 á laugard og verðum til kl. 18.00 og á sunnudginn opnum við kl. 11.00 og verðum til kl. 17.00 Veiði 1.6.2011 13:06 « ‹ 88 89 90 91 92 93 94 … 94 ›
Stórlax á land á land á urriðasvæðinu neðan virkjunar Þeir sem að egna fyrir urriðann á vorin í Laxá í Aðaldal neðan virkjunnar hafa eitt fram yfir félaga sína sem veiða þar fyrir ofan. Þeir geta sett í stórlaxa og það gerðist einmitt í dag. Veiði 9.6.2011 10:00
Gott vatnsár framundan í Langá Síðastliðinn föstudag varð vart við talsverða aukningu í vatnsmagni Langár á Mýrum. Ástæðan var sú að vatnsmiðlunin var orðin yfirfull. Útlitið er því gott fyrir sumarið. Veiði 9.6.2011 09:45
Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Í gær snjóaði á urriðasvæðunum fyrir norðan, og þegar að þetta var skrifað er hiti við frostmark. Ótrúlegt er hversu vel veiðist miðað við aðstæður. Menn eru daglega að lenda í skotum, og sem dæmi var ein seinniparts stöngin í Mývantssveit með átján urriða í gærkveldi. Veiði 9.6.2011 09:41
Laxar að stökkva við ósa Leirvogsár og Elliðaánna Þeir sem taka sér göngutúr á Geirsnefi eða við ósa Leirvogsá eiga líklega eftir að sjá laxa á lofti af og til þegar það fer að falla að. Á seinna flóðinu í gær sáust laxar stökkva við útfall Elliðaánna án þess að renna sér alla leið upp í ánna. Það var hægt að fylgjast með þegar þeir syntu áleiðis upp að neðsta veiðistaðnum og dóla þar fram og til baka í smá stund, en þegar það fór að falla frá létu þeir sig hverfa án þess að ganga upp í ánna. Það má þó vel vera að einhverjir hafi sloppið frá hjá vökulum augum þeirra sem horfðu á þetta, en þegar Breiðan var skimuð virtist ekkert hafa gengið upp í þetta sinn. Veiði 8.6.2011 15:13
Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Helgina 11 til 13 júní verður haldið veiðikeppni í Hvammsvík í Kjós. Frábærir vinningar eru í boði fyrir stærstu fiskana. Það fer þannig fram að veiðimaður kaupir dagsleyfi fyrir 2.500,- krónur og má veiða allt að 5 fiska. Kaupa má fleiri en 1 dagsleyfi. Keppnin stendur á milli 10:00 og 22:00 dagana 3 sem keppnin stendur yfir og þar á loknu verður vinningshafar nefndir. Veiði 8.6.2011 14:28
Opnunarhollið í Blöndu með 11 laxa Opnunin í Blöndu endaði í 11 löxum, 10 þeirra voru á bilinu 10 - 14 pund en eitt örverpi var í hópnum. Auk þessara 11 settu menn í og misstu svipaðan fjölda við erfið skilyrði. Engu að síður eru menn sáttir við opnunina, enda einungis veitt á 4 stangir. Veiði 7.6.2011 16:44
Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. Veiði 7.6.2011 15:38
Opnunarhollið í Norðurá hefur tekið saman stangirnar Opnunarhollið í Norðurá endaði í tólf löxum. Einn lax fékkst í morgun á svæðinu Norðurá II, grálúsugur 80 cm fiskur í Skeifunni að austanverðu. Veiði 7.6.2011 15:32
Dunká komin til SVFR Tilboð voru opnuð fyrir fáum dögum í tilboð í Dunká. Alls bárust tilboð frá um 10 aðilum í Dunká sem er tveggja stanga perla þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfur en mikil eftirspurn hefur verið eftir leyfum í ár þar sem ekki er skylda á fæði og gistingu. Veiði 7.6.2011 11:27
Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Hún Helga Kristín sendi okkur eftirfarandi veiðifrétt og mynd af ungum veiðimanni sem má klárlega kalla aflakló. Veiði 6.6.2011 17:00
Veiði að glæðast í Meðalfellsvatni Við fengum þær fréttir frá Einari Sigurðssyni sem var við veiðar á laugardaginn við Meðalfellsvatn að veiðin væri loksins að glæðast. Einar var við veiðar ásamt syni sínum og lönduðu þeir 12 fiskum fyrir hádegið en urðu lítið varir eftir hádegi. Veiði 6.6.2011 16:23
Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Líkt og í fyrra, þá leggur Veiðimálastofnun til algjört bann við drápi á stórlaxi í sumar. Stangaveiðimenn og veiðifélög eru hvött til að fylgja þessum tillögum. Á heimasíðu stofnunarinnar segir; Veiði 6.6.2011 16:13
Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Hin árlega hreinsun Elliðaánna fer fram miðvikudaginn 8. júní, en það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem stendur fyrir hreinsun ánna eins og mörg undanfarin ár. Veiði 6.6.2011 13:55
5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn Stjórn SVFR hóf veiðitímabilið 2011 með því að taka fyrstu köstin í Norðurá í gærmorgun. Kalt var í veðri en gott vatn í ánni og ágætis aðstæður. Bjarni Júlíusson formaður tók fyrstu köstin á Brotið og varð var við lax en náði ekki að setja í hann. Það var síðan Ásmundur Helgason sem landaði fyrsta laxinum á Stokkhylsbrotinu. Það var falleg 84 cm hrygna sem tók Glaða tvíburann. Veiði 6.6.2011 13:48
Góð opnun í Blöndu Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Veiði 6.6.2011 09:50
Lokadagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum í dag Í dag er síðasti dagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum á Langholtsvegi 111. Það hefur verið mikil umferð af fólki í búðina í dag að sögn Hilla enda dagskráin þétt af kynningum fyrir veiðimenn. Guideline línurnar hafa til dæmis verið á tilboði með 20% afsætti í allann dag og Tommi Za, sem tók 23 punda urriða í Þingvallavatni um daginn gefur mönnum góð ráð við val á flugum fyrir vötnin í sumar. Boðið verður uppá grillaðar pylsur í dag og krakkarnir fá Svala með. Veiðimessan stendur yfir til klukkan 17:00 í dag. Veiði 5.6.2011 12:15
Fyrstu laxarnir komnir á land Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Veiði 5.6.2011 11:41
Norðurá opnar í fyrramálið Á sunnudagsmorgun á slaginu 7:00 mun formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, taka fyrstu köstin á Brotið.Stjórnarmenn fóru í leiðangur meðfram ánni í dag og sáu laxa bæði á Brotinu og á Stokkhylsbroti. Það var mat manna að Eyrin væri í afbragðsvatni og þó ekki hafi sést fiskur þar, þá telja stjórnarmenn að hún sé smekkfull af laxi. Veiði 4.6.2011 21:29
Boltar í Baugstaðarós Það er sjaldan að fréttir berast úr Volanum eða úr Baugstaðaósi. Það þarf alls ekki að þýða að þar sé slök veiði, frekar að menn vilji ekki láta allt of mikið bera á svæðinu! Veiði 4.6.2011 14:44
Hítará áfram hjá SVFR Hítará hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá félagsmönnum, enda umhverfi árinnar stórfenglegt, sérlega fallegir veiðistaðir og gamla veiðihús Jóhannesar á Borg, Lundur, á sér engan líka.Veiðin hefur verið mjög góð síðastliðin ár og vonir standa til að göngur í ánna verði með besta móti í sumar. Vatnsmiðlunin í Hítarvatni hefur verið virkjuð að hluta, þannig að ef til mikilla þurka kemur í sumar, þá verður smávegis forði þar til hjálpar. Reyndar segir "Sigga á Brúarfossi“ að öll vortungl hafi kveiknað í vestri og það veit á rigningarsumar á Mýrunum og jafnvel líkur á að það rigni upp í Norðurárdal. Veiði 4.6.2011 14:42
Veiðitölur úr Veiðivötnum 2010, það styttist í opnun Nú styttist í opnun veiðivatna og það er þess vegna gaman að rýna í veiðitölur frá síðasta sumri og telja niður dana í opnun sem verður 17. júní næstkomandi. Veiði 3.6.2011 14:45
Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Nú eru verslanirnar að kynna nýju vörurnar fyrir sumarið og það er spennandi að sjá allar þær nýjungar sem framleiðendur eru að koma með á markað. Veiði 3.6.2011 14:35
Veiðifréttaleikurinn heldur áfram í júní Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu okkur veiðifréttir og veiðimyndir í júní mánuði. Við ætlum að halda áfram með leikinn núna í júní og hvetjum ykkur veiðimenn og veiðikonur að senda okkur veiðifréttirnar ykkar. Það verður dregið úr innsendum fréttum 1. júlí og í boði verður glæsilegt veiðileyfi. það var Ólafur Daði sem var dreginn út fyrir maí og hann er að fara skella sér ásamt félaga í Baugstaðarós í boði SVFR. Veiði 3.6.2011 13:37
Nýi Scierra bæklingurinn kominn í Veiðihornið Nýi Scierra bæklingurinn er nú kominn í Veiðihornið. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það hve mikinn áhuga Scierra menn sýna Íslandi enn á ný. Veiði 3.6.2011 09:22
400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Opnunarhollin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal gerðu ágæta veiði. Í Mývatnssveitinni komu 310 urriðar en um hundrað fiskar í Laxárdalnum. Veitt er á 24 stangir. Veiði 3.6.2011 08:09
Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Laxarnir eru byrjaðir að bylta sér í Blöndu. Meira vatn er í Norðurá en á sama tíma í fyrra. Talsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Lax-á eru bjartsýnir og Veiðimálastofnun býst við góðri laxveiði í sumar. Veiði 3.6.2011 08:04
Góð opnun í Laxárdalnum Opnunardagarnir voru góðir í Laxárdalnum, og í raun merkilegt hvað veiddist miðað við aðstæður. Mál manna er að mun meira sé af fiski en síðustu sumur. Veiði 1.6.2011 20:32
Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Föstudaginn 27. maí var farin vettvangsferð og ár kannaðar á öskufallssvæðinu frá Grímsvatnagosinu. Vatnsföll voru skoðuð í Landbroti, á Síðu og í Fljótshverfi í Skaftárhreppi. Aska var alls staðar greinileg á jörðu, en fór mikið vaxandi þegar komið var austur fyrir Fossála og austur í Fljótshverfi, en þar varð öskufallið mest. Gert hafði úrkomu og vatn vaxið í ám, allar bergvatnsár voru litaðar af öskuframburði, misjafnlega þó. Leiðni og sýrustig (pH) árvatnsins voru mæld, seiði rafveidd og vatnsýni tekin til nánari greiningar á efnainnihaldi. Veiði 1.6.2011 14:23
Með Veiðikortið í vasanum Hann Einar sendi okkur frásögn af því þegar hann skaust til veiða í Kringluvatn fyrir norðan. Það hefur eitthvað látið bíða eftir sér sumarið fyrir norðan en við látum frásögnina tala sínu máli, Veiði 1.6.2011 13:27
Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Verslunin Veiðiflugur fagnar veiðisumrinu 2011 og býður til veiðisýningar í verslun Veiðiflugna á Langholtsvegi 111 4 og 5 Júní. Húsið opnar kl 10.00 á laugard og verðum til kl. 18.00 og á sunnudginn opnum við kl. 11.00 og verðum til kl. 17.00 Veiði 1.6.2011 13:06
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent