Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2011 10:53 Kristján Sveinsson með góða veiði úr Sléttuhlíðarvatni Þrátt fyrir kulda og hvassviðri lét ég mig hafa það, ásamt tengdaföður mínum, að taka bíltúr frá Akureyri og keyra norður í Sléttuhlíðarvatn. Þetta er eitt af vötnunum sem eru inní Veiðikortinu og ég hef ekið þarna framhjá margoft á leið minni í Fljótaá og langað að prófa það. Þetta var því kærkomið tækifæri að láta á það reyna hvort veiðin þarna sé jafn góð og ég hef heyrt. Okkur snarbrá við aðkomuna því hálft vatnið var kakólitað og úfið vegna hvassviðris. Við settum engu að síður saman stangirnar og byrjuðum að kasta. Við urðum ekkert varir fyrstu 20 mínúturnar og ákváðum að ganga upp í vindinn og reyna að komast norðar í vatnið þar sem það var ekki jafn litað. Við færðum okkur í norðurbotninn og þar náðum við um 20 1-2 punda urriðum og misstum slatta á aðeins 2-3 tímum. Við vorum komnir með í kvöldmatinn og gott betur, þar með var tilgangi þessarar tilraunar náð. Ég stefni á að prófa þetta vatn aftur og vonandi í betra veðri. En af öðrum vötnum fyrir er það að frétta að veiðin í Hópinu er að glæðast og við fréttum líka af góðum skotum í Ljósavatni, Kringluvatni og Svínavatni. Þeir veiðimenn sem ég hef haft samband við og voru við veiðar í þessum vötnum um helgina fengu allir eitthvað. Mest kom þó upp í Svínavatni og Hópinu. það lítur út fyrir að þetta veiðisumar sé loksins komið í gang. Góða skemmtun við bakkana Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði
Þrátt fyrir kulda og hvassviðri lét ég mig hafa það, ásamt tengdaföður mínum, að taka bíltúr frá Akureyri og keyra norður í Sléttuhlíðarvatn. Þetta er eitt af vötnunum sem eru inní Veiðikortinu og ég hef ekið þarna framhjá margoft á leið minni í Fljótaá og langað að prófa það. Þetta var því kærkomið tækifæri að láta á það reyna hvort veiðin þarna sé jafn góð og ég hef heyrt. Okkur snarbrá við aðkomuna því hálft vatnið var kakólitað og úfið vegna hvassviðris. Við settum engu að síður saman stangirnar og byrjuðum að kasta. Við urðum ekkert varir fyrstu 20 mínúturnar og ákváðum að ganga upp í vindinn og reyna að komast norðar í vatnið þar sem það var ekki jafn litað. Við færðum okkur í norðurbotninn og þar náðum við um 20 1-2 punda urriðum og misstum slatta á aðeins 2-3 tímum. Við vorum komnir með í kvöldmatinn og gott betur, þar með var tilgangi þessarar tilraunar náð. Ég stefni á að prófa þetta vatn aftur og vonandi í betra veðri. En af öðrum vötnum fyrir er það að frétta að veiðin í Hópinu er að glæðast og við fréttum líka af góðum skotum í Ljósavatni, Kringluvatni og Svínavatni. Þeir veiðimenn sem ég hef haft samband við og voru við veiðar í þessum vötnum um helgina fengu allir eitthvað. Mest kom þó upp í Svínavatni og Hópinu. það lítur út fyrir að þetta veiðisumar sé loksins komið í gang. Góða skemmtun við bakkana
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði