Stangveiði

Fréttamynd

80 laxa dagur úr Ytri Rangá

Ytri Rangá og vesturbakki Hólsár voru í 80 löxum í gærdag þrátt fyrir leiðindarok seinnipart dags. Matti veiðivörður sagði okkur að svæði sjö væri komið í gang ásamt því að Gullfossbreiðan á svæði tíu er alltaf að gefa meira og meira.

Veiði
Fréttamynd

Veiðidónar á ferð í Blöndu

Á morgunvaktinni á svæði 1 í Blöndu veiddist lax í Damminum með þennan ófögnuð kræktan í kviðinn. Ekki leikur vafi á því að veiðiþjófar hafa verið á ferðinni þarna í nótt sem leið og notað þetta agn. Veiðiverði hefur að sjálfsögðu verið gert viðvart og má búast við aukinni veiðivörslu í framhaldi af þessu.

Veiði
Fréttamynd

Laxá í Dölum að vakna til lífsins

Eftir mikla tregðu er Laxá í Dölum vöknuð til lífsins. Að sögn Árna Friðleifssonar sem er á staðnum þá er kominn fiskur um alla á í kjölfar rigningar.

Veiði
Fréttamynd

Innsend frétt úr Korpunni

Það hefur verið fínn gangur í Korpunni í sumar, í gær miðvikudaginn 17. júlí voru komnir á land 110 laxar á land og 12 sjóbirtingar. Það eru ennþá stórar torfur af laxi sem dólar um í sjónum, hnusar af ósnum og bíður eftir réttum aðstæðum til þess að renna sér upp í ánna, það verður virkilega gaman að sjá hvað gerist núna þegar bleyta er í kortunum enda var farið að örla á vatnsleysi og ekki er áin vatnsmikil fyrir.

Veiði
Fréttamynd

Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar

Þá eru komnar nýjar tölur frá Landsambandi veiðifélaga og Norðurá heldur sínu fyrsta sæti. Þess ber að geta fyrir þá sem eru að rýna í tölurnar í fyrsta skipti að það er ekki endilega heildartalan sem skiptir máli heldur hversu margir laxar það eru sem koma á stöngina.

Veiði
Fréttamynd

Ágæt bleikjuveiði í Litluá

Ágæt bleikjuveiði hefur verið í Litlá í sumar í bland við urriðann. Eru þær margar vænar og algeng stærð 45 til 50 sm. Einnig hafa ágætir urriðar komið á land og veiddist um daginn 71 sm urriði sem áætlaður var um 11 pund.

Veiði
Fréttamynd

Góðar göngur í Mýrarkvísl

Nú er komin almennlegur kraftur í göngurnar í Mýrarkvísl og er lax í flestum hyljum á svæði 1-2 og nokkrir hrikalegir hafa sloppið.

Veiði
Fréttamynd

Enn einn stórlaxinn úr Víðidalnum

Þrátt fyrir að veiðin sé nokkuð róleg enn sem komið er í Víðidalnum eru þar þó nokkrir drekar á sveimi. Þessi sem hér sést á mynd er 100 cm langur og tók hann Green Brahan no. 14 í Harðeyrarstreng. Veiðimaðurinn er Konstantin Kravchenko og óskum við honum til lukku með þennan fallega fisk.

Veiði
Fréttamynd

Lifnar loksins yfir Stóru Lax-á

Við heyrðum góðar fréttir úr Stóru Laxá sv. I og II. Í gær komu sjö laxar á land og veiðimenn misstu annað eins. Laxinn var að taka á öllu svæðinu. Eru þetta góðar fréttir fyrir Stóru Laxá sem hefur verið eins og svo margar aðrar ár seinni í gang en undanfarin ár.

Veiði
Fréttamynd

Guð er í nótt á Þingvöllum

Atli Bergmann hefur í vor og sumar farið sannkölluðum hamförum á veiðislóð. Bleikja og urriði í hundruða tali auk vænna sjóbirtinga og stórlaxa eru á afrekaskránni. Atli fékk lax lífs síns í Svartá um daginn.

Veiði
Fréttamynd

Blanda komin yfir 1.100 laxa

Þó að laxveiðin í Blöndu hafi ekki verið eins mikil í sumar og á tveimur síðustu árum hefur veiðin verið þokkaleg. Samkvæmt upplýsingum frá Lax-á hafa veiðst um 1.100 laxar.

Veiði
Fréttamynd

Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum

"Við félagarnir vorum að veiðum í Veiðivötnum á dögunum og veiddist bara ágætlega þrátt fyrir að lenda í leiðindar veðri í tvo hálfa daga. Þrátt fyrir það er fiskurinn enn til staðar í vatninu þannig að það er um að gera að láta sig hafa það að reyna.

Veiði
Fréttamynd

Holl með 81 lax úr Hítará I

Við heyrðum af holli sem lauk veiðum nýlega í Hítará I og lokatalan er allsvakaleg! 81 lax sem er met í Hítará. Það hafa verið að detta í ánna stórar göngur eins og víðar á Mýrunum, sem skilar sér í þessari frábæru veiði.

Veiði
Fréttamynd

Skemmtilegur leikur hjá Veiðihorninu

Veiðihornið í Síðumúla hefur bryddað upp á skemmtilegum og nýstárlegum getraunaleik. Það er í sjálfu sér ekkert nýstárlegt við getraunir, en hvernig þessi leikur er settur upp er skemmtilegt nýnæmi. Og verðlaunin eru flott.

Veiði
Fréttamynd

Veiðidagbók Strengja komin í gagnið

Loksins hefur rafræna veiðidagbókin í Breiðdalsá komist í lag eins og sjá má vefnum hjá www.strengir.is . Og veiðin er komin yfir 300 laxa og að langmestu leyti vænn tveggja ára lax sem hefur veiðst enn, á bilinu 70-85 cm og í áberandi góðum holdum þetta sumarið.

Veiði
Fréttamynd

Hálendisveiðin gengur vel

Veiði hefur glæðst mjög í Veiðivötnum og er nú í góðu meðallagi eftir rólega byrjun. Þetta kemur fram á Veiðivatnavefnum sem Örn Óskarsson stýrir af myndarskap.

Veiði
Fréttamynd

144 laxar komnir úr Svalbarðsá

Á hádegi í gær 24. Júlí höfðu veiðst 144 laxar í Svalbarðsá, sem er mjög svipað og í fyrra. Fiskurinn dreifir sér vel um alla á og eru að veiðast mjög vel haldnir lúsugir fiskar jafnvel á efstu svæðum.

Veiði
Fréttamynd

Blanda komin í 1100 laxa

Blanda er ein af fáum ám landsins sem hefur verið á nokkuð góðu róli í sumar, hún hefur ekki náð sömu hæðum og undanfarin tvö sumur en er nú komin í 1100 laxa og er hlutfall stórlaxa hátt eins og vanalega.

Veiði
Fréttamynd

Veiðin í Grímsá og Kjós gengur vel

Góður viðsnúningur hefur orðið í Borgarfjarðaránum á seinustu dögum. Grímsa er búin að taka vel við sér og eru veiðimenn að landa um 25-30 löxum á dag og eru alsælir. Von er á rigningu á næstu dögum á svæðinu, þannig að gaman verður fylgjast með hvað gerist ef vatn fer vaxandi en mikið er gengið af laxi og það gæti orðið ansi fjörugt á svæðinu í kjölfarið. Svipað hefur verið að gerast í Laxá í Kjós.

Veiði
Fréttamynd

Mokveiðin heldur áfram í Elliðaánum

Það er mikið líf við Elliðaárnar og það fengum við hjá Veiðivísi að sjá í gær. Ég ásamt Jóa félaga mínum og sonum okkar áttum eina stöng eftir hádegi. Það verður að segjast að miðað við hvað ég hef oft veitt árnar man ég ekki eftir öðrum eins fjölda af laxi í ánni og það var eiginlega alveg sama við hvaða hyl þú stoppaðir. Það var alls staðar lax!

Veiði
Fréttamynd

Blanda komin í góðann gír

Blanda var í miklu fjöri um helgina. Veiðimenn á svæði 1 voru að taka dagskvótann sem eru 12 laxar á allar 4 stangir í gær sunnudag og svipuð veiði var á laugardag. Voru veiðimenn byrjaðir að sleppa laxi á sunnudeginum.

Veiði
Fréttamynd

Mikið líf í Eystri Rangá

Það var mikið fjör á laugardaginn í Eystri Rangá en alls komu um 70 laxar á land. Laxinn var að taka um alla á en þó báru svæði eitt og sex uppúr. Svæði sjö og tvö voru einnig að hrökkva í gang. Það gerðist svo sunnudagsmorgun að það hellirigndi á svæðinu og áinn varð lituð og óveiðanleg mest allan sunnudag. Það bitnaði heldur betur á veiðinni en um 12 fiskar komu á land yfir daginn.

Veiði
Fréttamynd

Helgin var góð í Ytri Rangá

Helgin var ágæt í Ytri Rangá. Það var hvasst á laugardaginn og nær ómögulegt að kasta flugu en samt náðu veiðimenn að landa 22 löxum. Sunnudagurinn var mun betri, vindinn lægði og veiðimenn gátu kastað, en alls komu 53 laxar á land. Helstu svæðin sem voru að gefa yfir helgina eru þau sömu og undanfarið, en það eru svæði eitt, fjögur og sex.

Veiði
Fréttamynd

Rólegt í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu

Fremur rólegt hefur í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu það sem af er júlí. Kalt vor hefur seinkað leysingum og árnar verið mjög vatnsmiklar nú í júlí. Engin ástæða er þó til að örvænta því þótt bleikjan hafi verið fyrr á ferðinni síðustu árin verður það að teljast fremur undantekning en regla - á árunum í kringum 2000 var bleikjan yfirleitt ekki á ferðinni fyrr en eftir 20. júlí.

Veiði
Fréttamynd

Stórlaxaveiði á Bíldsfelli

Veiðimenn í Alviðru í Sogi settu í sjö laxa í gærmorgun og lönduðu þremur. Stórlaxaveiði hefur verið í Bíldsfelli síðustu tvo daga.

Veiði
Fréttamynd

Góð veiði á Jöklusvæðinu

Góð veiði hefur verið á Jöklusvæðinu undanfarna daga og eru komnir yfir 100 laxar á land. Meira vatn hefur verið í ánum heldur en á sama tíma og í fyrra ásamt því að fiskgengd hefur verið meiri.

Veiði