Stangveiði

Fréttamynd

Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk

Staðfestar vísbendingar eru um að magn þörunga sé að aukast í Þingvallavatni. Þetta kemur fram í vöktunarskýrslu fyrir árið 2011. Með þessu minnkar tærleiki vatnsins.

Veiði
Fréttamynd

Stórlaxar á sveimi í Þverá

Þessi góða veiði samanstóð af einum ellefu punda hæng, tíu punda hrygnu auk minni laxa á bilinu fjögur til sjö pund. Ekki amarlegur haustdagur það.

Veiði
Fréttamynd

Helgarviðtal: Tíu laxa holl í Bakkaá og Gríshólsá

Andri Marteinsson og félagar fengu tíu laxa úr hinni lítt þekktu Bakkaá og Gríshólsá á Snæfellsnesi í sumar. Andri, sem er verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og góðkunnur knattspyrnumaður, er í helgarviðtali Veiðivísis.

Veiði
Fréttamynd

"Afspyrnu slakt"

Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum segir ljóst af þeim veiðitölum sem komnar séu í hús að laxveiðisumarið sé "afspyrnu slakt."

Veiði
Fréttamynd

Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti

Áfram heldur gæsaveiðin að vera góð í Gunnarsholti að því er segir á agn.is, söluvef Lax-ár. Nálega allir sem þangað hafi komið í haust hafi veitt upp í kvótann sem er tólf gæsir á byssu.

Veiði
Fréttamynd

Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin

Langá, Hítará, Straumar, Norðurá og Leirvogsá eru á meðal þeirra veiðisvæða sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur nú sett í forúthlutun fyrir sumarið 2013.

Veiði
Fréttamynd

Netaveiðiskugginn hvílir enn yfir vötnum

"Það má ekki gerast, enn eitt árið, að þið farið ekki að tilskipun Veiðimálastofnunarr, " segir í pistli á vef Lax-ár sem heldur áfram harðri gagnrýni á netaveiðibændur í Hvítá.

Veiði
Fréttamynd

Laxveiði í október

Laxveiðitímabilið er ekki búið því veitt er í þó nokkrum ám langt út október mánuð. Eru þetta allt hafbeitarár með töluverðri laxavon.

Veiði
Fréttamynd

Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi

Sumarið 1858 kom til Íslands skoskur maður að nafni James Ritchie. Fátt er að finna um þennan Skota í íslenskum heimildum annað en að hann var eigandi niðursuðuverksmiðju í Peterhead á Skotlandi og að hann settist að í Borgarnesi með það að markmiði að sjóða niður íslenskan lax.

Veiði
Fréttamynd

Veiddi flottan birting og heldur áfram í nepjunni

Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar, hefur verið að reyna fyrir sér í Hörgánni að undanförnu. Á sunnudaginn tók hjartað stóran kipp er hún landaði glæsilegum sjóbirtingi en síður gekk í fyrradag enda æði napurt við árbakkann þá.

Veiði
Fréttamynd

Langá endaði við ellefu hundruð laxa mörkin

Árnefnd Langár á Mýrum lokaði ánni í gær. Veiði sumarsins er 1.049 laxar. Fast að 50 laxar að auki veiddust á tilraunasvæðinu ofan Ármótafljóts og heildarveiðin því nálægt 1.100 löxum.

Veiði
Fréttamynd

Setbergsá: 99% á maðkinn

Setbergsá er hreinræktuð smálaxaá, og er allur aflinn frá fjórum upp í sex pund. Að sama skapi má segja að leitun sé að hærra hlutfalli maðkaveiddra laxa á landsvísu, enda hentar áin mun betur fyrir þá sem brúka það agn. Af 53 löxum veiddust einvörðungu tveir á flugu - aðrir féllu fyrir möðkum veiðimanna," segir á vef SVFR

Veiði
Fréttamynd

Sogið: Minnsta veiði um árabil

Úr Bíldsfelli eru skráðir 135 laxar, úr Ásgarði eru skráðir til bókar 49 laxar, Alviðra er með 18 slíka og Þrastalundur aðeins 4 laxa í bók.

Veiði
Fréttamynd

Rússar í hart vegna netaveiði Norðmanna á laxi

Á milli 60–70% af þeim laxi sem veiddur er í netin eru hinn verðmæti vorlax sem stendur undir meginhrygningunni í rússneskum ám á þessum slóðum, að sögn Orra. Bent hefur verið á að veiðar Norðmanna séu brot á 66. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en alþjóðleg nefnd vísindamanna hefur staðfest að laxinn sem um ræðir sé af rússneskum uppruna.

Veiði