Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá 29. október 2012 22:18 Krossá á Skarðsströnd í Dalasýslu. Mynd/Hreggnasi Þótt flestir stangveiðimenn séu búnir að pakka niður græjunum eftir veiðisumarið eru margir þegar byrjaðir að skoða og skipuleggja það næsta. Á þessum tíma gefst líka tími til að skoða aðrar ár en vanalega. Á Vesturlandi er að finna margar skemmtilegar ár þar á meðal Krossá á Skarðsströnd í Dalasýslu. Þessi 12,4 kílómetra langa á er með um 40 merktum veiðistöðum en alls veiddust þar 165 laxar á liðnu sumri. Það er vel yfir meðaltalsveiði ár hvert. Á vefnum Veiða.is er farið yfir veiði sumarsins í Krossá á Skarðsströnd og eru menn almennt sáttir við veiðina þar. Meðalveiði í Krossá á árunum 1974-2008 var 113 laxar en árin 2008 til 2011 veiddust frá 204 og uppí 346 laxa á sumri. Sumarið í ár hlýtur því að teljast ásættanlegt en aðeins er veitt á tvær stangir. Menn mættu hafa Krossá á Skarðsströnd í huga fyrir næsta sumar því eins og segir á vef Veiða.is: "Að teknu tilliti til þróunar annarsstaðar á vesturlandi í sumar, þá má Krossá vel við una. Laxagöngur framan af sumri slógu öll met og nú bíða menn spenntir eftir næsta sumri." Veiðileyfi fyrir sumarið 2013 eru þegar hafin hjá Hreggnasa. Sjá hér Stangveiði Mest lesið Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði
Þótt flestir stangveiðimenn séu búnir að pakka niður græjunum eftir veiðisumarið eru margir þegar byrjaðir að skoða og skipuleggja það næsta. Á þessum tíma gefst líka tími til að skoða aðrar ár en vanalega. Á Vesturlandi er að finna margar skemmtilegar ár þar á meðal Krossá á Skarðsströnd í Dalasýslu. Þessi 12,4 kílómetra langa á er með um 40 merktum veiðistöðum en alls veiddust þar 165 laxar á liðnu sumri. Það er vel yfir meðaltalsveiði ár hvert. Á vefnum Veiða.is er farið yfir veiði sumarsins í Krossá á Skarðsströnd og eru menn almennt sáttir við veiðina þar. Meðalveiði í Krossá á árunum 1974-2008 var 113 laxar en árin 2008 til 2011 veiddust frá 204 og uppí 346 laxa á sumri. Sumarið í ár hlýtur því að teljast ásættanlegt en aðeins er veitt á tvær stangir. Menn mættu hafa Krossá á Skarðsströnd í huga fyrir næsta sumar því eins og segir á vef Veiða.is: "Að teknu tilliti til þróunar annarsstaðar á vesturlandi í sumar, þá má Krossá vel við una. Laxagöngur framan af sumri slógu öll met og nú bíða menn spenntir eftir næsta sumri." Veiðileyfi fyrir sumarið 2013 eru þegar hafin hjá Hreggnasa. Sjá hér
Stangveiði Mest lesið Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði