Stangveiði

Fréttamynd

Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá

Hinn tíu ára gamli Daníel Þorri veiddi sinn fyrsta lax í Flókadalsá í Borgarfirði í fyrradag. Faðir hans og afi voru með í för. Krökt er af fiski í ánni.

Veiði
Fréttamynd

Föðurbetrungurinn Bergmann

"Við sem sagt náðum fyrstu 2 flugulöxunum á Breiðunni að norðan og var sú ákvörðun sem tekinn var í skyndi svo sannarlega ferð til fjár," segir Heiðar Valur Bergmann sem sannarlega gerði góða ferð í Blöndu á dögunum.

Veiði
Fréttamynd

Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel

Fjölskyldan á Finnsstöðum við Lagarfljót heldur í gamlar hefðir og veiðir urriða sem leitar í skurði í heimatúnum bæjarins í vorleysingum. Vel veiddist í þetta sinn. Sonur hjónanna á bænum skipti silungi fyrir hamborgara á hóteli á Seyðisfirði á árum áður.

Veiði
Fréttamynd

Eins og í lygasögu

Fyrsti lax sumarsins tók í þriðja kasti og var það Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem veiddi fiskinn í Norðurá í gærmorgun.

Veiði
Fréttamynd

Erfiðar aðstæður í Blöndu

Veiðin í Blöndu var dræm í gær enda aðstæður slæmar. Hermanni Svendsen tókst þó að landa tveimur vænum tveggja ára löxum. Fyrsta fisknum var landað fyrir hádegi og var hann á bilinu 10 til 12 pund. Í gærkvöldi veiddi hann síðan 14 punda hrygnu. Báðir laxarnir veiddust á veiðistað sem kallaður er Dammurinn.

Veiði
Fréttamynd

Spáir um 1.900 laxa veiði í Norðurá

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur mun opna Norðurá á miðvikudaginn. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, spáir því að veiðin taki stökk frá því í fyrra en þá veiddust 950 laxar í ánni.

Veiði
Fréttamynd

Enn veiða Drangsnesingar í Bjarnarfjarðará

Allir sem áttu lögheimili í Kaldraneshreppi 1. maí fá úthlutað veiðidegi í sjóbleikjuánni Bjarnarfjarðará. Undir jarðir sveitarfélagins heyrir um fjórðungur veiðiréttarins í ánni.

Veiði
Fréttamynd

Lækka um fjórðung í Andakíl

Stangaveiðifélag Akraness hefur lækkað verð á þeim leyfum sem félagið selur í Andakílsá um fjórðung. Þeir sem höfðu keypt leyfi fá mismuninn endurgreiddan.

Veiði
Fréttamynd

Kastkeppni á skemmtileikum

Keppni í fluguköstum verður á skemmtileikum bak við Skautahöllina í Laugardal í fyrramálið. Nóg að koma með góða skapið.

Veiði
Fréttamynd

Helminga verðið í Alviðru

Alviðrustofnunin og Stangaveiðifélag Reykjavíkur ætla að lækka verð veiðileyfa í Alviðru í Sogi um allt að helming í sumar.

Veiði
Fréttamynd

Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina

Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, undrast neyðarkall veiðileyfasala. Hann segir sjálfsagt að einstaka veiðleyfasalar reyni að endursemja við sína leigusala. Heildarsamkomulag komi hins vegar ekki til greina enda stangist það á við lög.

Veiði
Fréttamynd

Stangaveiðifélag Akureyrar tíu ára

Stangaveiðifélag Akureyrar heldur upp á tíu ára afmæli á laugardaginn og hyggst þá kynna starfsemina fyrir almenningi og bjóða í grillveislu auk þess að veita tíundu bekkingum ókeypis leiðsögn í fluguköstum.

Veiði
Fréttamynd

Laxá opnuð í ófærð og tvöföldu vatni

"Það kom á þriðja tug fiska á morgunvaktinni," segir Guðmundur Stefán Maríasson, einn þeirra sem var í miklum vatnsflaumi við opnun urrriðasvæðanna í Laxá í Mývatnssveit í gær.

Veiði
Fréttamynd

Risalækkun á Tannastaðatanga

Verð veiðileyfa á Tannastaðatanga á mótum Sogs og Hvítár hefur verið lækka um 40 prósent. Leigutakinn þakkar lækkunina frumkvæði landeigenda.

Veiði
Fréttamynd

Lagarfljótsormurinn á Animal Planet

Lagarfljótsormurinn, Þingvallaurriðinn og Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur eru meðal efnis í lokaþætti af River Monsters á sjónvarpsstöðinni Animal Planet.

Veiði
Fréttamynd

Klaus Frimor kennir fluguköst

Hinn kunni danski atvinnuveiðimaðurinn Klaus Frimor verður með kastnámskeið þar sem hann kennir grunnatriði og leiðréttir villur hjá lengra komnum.

Veiði
Fréttamynd

Allt um veiðihnúta

Stangaveiðimenn þurfa nauðsynlega að kunna nokkra veiðihnúta. Í raun er fásinna að halda til veiði án þess að búa yfir grunnþekkingu á því hvernig festa eigi taum og línu og flugu eða spún á taum eða girni. Ómögulegt er að þurfa að treysta á veiðifélagana ef fluga slitnar af taum nú eða taumur af línu.

Veiði