Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2013 11:53 Harry prins er laxveiðimaður líkt og karl faðir hans Karl ríkisarfi. Harry Bretaprins var hér staddur á dögunum og ef marka má fréttavefinn Vötn og veiði, þá var hann við veiðar í Langá í tvo daga og landaði nokkrum löxum. Ekkert nýtt er í því að breskt kóngafólk standi við bakka íslenskra laxveiðiáa. Þannig kom Karl ríkisarfi, faðir Harrys, nokkrum sinnum til Íslands sérstaklega til að renna fyrir lax. Á vef Vatna og veiða kemur fram að Harry var ekki aðeins hér til að veiða lax í Langá heldur kom hann hingað til að styðja góðgerðarsamtökin „Walking With the Wounded" sem eru í samvinnu við "South Pole Allied challenge" að undirbúa göngu á Suður Pólinn í nóvember. Einhverjir úr hópnum hafa verið við æfingar á Langjökli í sumar. Umrædd samtök sérhæfa sig í endurmenntum fyrrum hermanna. Stangveiði Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Sleppa hátt í 600.000 seiðum á næsta ári Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði
Harry Bretaprins var hér staddur á dögunum og ef marka má fréttavefinn Vötn og veiði, þá var hann við veiðar í Langá í tvo daga og landaði nokkrum löxum. Ekkert nýtt er í því að breskt kóngafólk standi við bakka íslenskra laxveiðiáa. Þannig kom Karl ríkisarfi, faðir Harrys, nokkrum sinnum til Íslands sérstaklega til að renna fyrir lax. Á vef Vatna og veiða kemur fram að Harry var ekki aðeins hér til að veiða lax í Langá heldur kom hann hingað til að styðja góðgerðarsamtökin „Walking With the Wounded" sem eru í samvinnu við "South Pole Allied challenge" að undirbúa göngu á Suður Pólinn í nóvember. Einhverjir úr hópnum hafa verið við æfingar á Langjökli í sumar. Umrædd samtök sérhæfa sig í endurmenntum fyrrum hermanna.
Stangveiði Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Sleppa hátt í 600.000 seiðum á næsta ári Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði