Stangveiði

Laus leyfi í Ytri Rangá komin á vefinn
Eftir að Lax-Á hætti sem leigutaki á Ytri Rangá hafa sumir innlendir fastakúnnar verið í vandræðum með að finna út úr veiðileyfakaupum í ánna fyrir komandi sumar.

Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn
Ábúandinn á Kárastöðum tekur ekki þátt í því að urriða sé sleppt eftir að hafa verið veiddur í Þingvallavatni og lokar því fyrir veiðar í landi sínu til 1. júní. Ekki hafi verið látið vita að þjóðgarðsreglur næðu til Kárastaða.

Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum kærði rangan mann vegna dráps á urriða. Maðurinn sem veiddi fiskinn segist hafa keypt leyfi á Kárastöðum og hafnar því að þjóðgarðurinn geti sett veiðireglur fyrir landi jarðarinnar. Gott verði að skera úr um málið.

Vífilstaðavatn hrekkur í gang
Vífilstaðavatn er líklega ásamt Elliðavatni vinsælasta veiðivatn höfuðborgarbúa enda liggur vatnið í túnjaðrinum hjá Garðbæingum.

75 ára afmælisfagnaður SVFR
Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður 75 ára laugardaginn 17. maí nk. og af því tilefni verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta viðburði næstu vikur.

Uppkaup neta í Þingvallavatni möguleiki
Verði sannað að urriði í Þingvallavatni sé drepinn í stórum stíl á stöng og í net þarf að taka á því, segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs-vörður. Jóhannes Sveinbjörnsson, formaður Veiðifélags Þingvallavatns segir netaveiði bænda ábyrga og beinast fyrst og síðast að bleikju í vatninu.

Fín urriðaveiði í Þingvallavatni
Það er töluvert af veiðimönnum sem hefur gert það gott í vorveiðinni í Þingvallavatni síðustu daga og urriðinn er oft á tíðum mjög vænn.

Fín veiði í opnun Elliðavatns
Elliðavatn opnaði fyrir veiðimenn í gær á fyrsta degi sumars og nokkur fjöldi veiðimanna var við bakka vatnsins að freista þess að setja í fisk.

Það er ennþá líf í Kleifarvatni
Veiðin í Kleifarvatni var afar slök í fyrra, í það minnsta voru ansi fáar fréttirnar sem bárust frá bökkum vatnsins í fyrra.

Elliðavatn opnar á fimmtudag
Veiði hefst í Elliðavatni á fimmtudaginn og það má eins og venjulega reikna með fjölmenni við vatnið á fyrsta veiðideginum.

Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni
Páskahretið virðist ætla að gera lítið úr öllum plönum veiðimanna og spáin lítur ekki vel út nema á norðausturlandi.

11 ára 20 punda sjóbirtingur
Arnór Laxfjörð Guðmundsson var við veiðar fyrir nokkru í Staðará og landaði þar sínum stærsta fiski úr ferskvatni sem var 20 punda sjóbirtingur.

Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur
Langá á Mýrum hefur undanfarin ár verið í flokki aflahæstu laxveiðiáa landsins og miðað við nýjar rannsóknir á seiðabúskap hennar er útlitið gott fyrir komandi ár.

1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands
Nú eru ekki nema tvær vikur í að vatnaveiðin hefjist samkvæmt almanaki en útlit er fyrir að mörg vötn verði óveiðanleg eitthvað inní maí vegna íss.

Fín veiði á sjóbirtingsslóðum
Ágætis veiði hefur verið á flestum svæðum þar sem sjóbirting er að finna en það er helst að veður hafi gert veiðimönnum erfitt fyrir.

Áhyggjur af lélegri laxgengd í Dee
Áín Dee í Wales er ein af þekktustu laxveiðiám í heimi og það þykir mjög eftirsóknarvert að veiða í henni á vorin þegar fyrstu stóru göngurnar mæta í hana.

Opið Hús og Veiðikvöld hjá SVFR
Félagsstarfið hjá SVFR er á fullu þessa dagana og víst að félagsmenn SVFR eru farnir að hlakka til hlýnandi veðurs og alvöru vorkomu.

Eru víða ónýttir möguleikar í vorveiði?
Vorveiðin er nú í fullum gangi og veiðin víðast hvar mjög góð enda hefur tíðarfarið fyrir veiðina verið einstaklega gott það sem af er þessu vori.

Flott veiði og stórir fiskar í Varmá
Fín veiði hefur verið í Varmá frá opnun og veiðimenn hafa tekið vel eftir því að bæði virðist fiskurinn vera stærri og betur haldin en áður.

Ágætis veiði í Grímsá
Ágætis veiði hefur verið fyrstu dagana í vorveiðinni í Grímsá en ekki hafa samt heyrst neinar tölur en þeir sem eru þar við veiðar hafa ekki viljað láta mikið uppi um veiðina.

Glæsileg voropnun í Húseyjakvísl
Húseyjakvísl í Skagafirði opnaði 1. apríl eins og aðrar sjóbirtingsár og opnunin þar er síst glæsilegri en í þekktari ánum á suðausturlandi.

Fín skilyrði í Minnivallalæk
Kalt vor gerir það venjulega að verkum að fiskurinn sem heldur til í ánum á þessum tíma verður tregur til að eyða orku í ætisleit og bíður eftir því að það hlýni.

Vænar bleikjur í Varmá
Varmá hefur alltaf verið sterk á vorin í sjóbirtingnum en síðustu ár hafa margar vænar bleikjur komið á færi veiðimanna.

Góð opnun í Steinsmýrarvötnum
Eitt af þeim svæðum sem margir veiðimenn hafa beðið spenntir eftir fréttum af aflabrögðum eru Steinsmýrarvötn en þetta svæði hefur verið feykilega vinsælt síðustu ár.

Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá
Vorveiði hefur hingað til ekki verið stunduð í Víðidalsá sem er eiginlega furðulegt í ljósi þess að í ánna gengur nokkuð af sjóbirting.

Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi
Nú fara fréttir af veiðiskap að detta inn frá sjóbirtingssvæðunum sem opnuðu í gær og fréttir af flestum svæðum eru góðar.

Stangveiðin hófst í gær
Stangveiðitímabilið hófst í gær í nokkrum vötnum og ám á landinu en eins og búist var við var heldur rólegt með einhverjum undantekningum þó.

Veiðimenn þegar komnir af stað með stangirnar
Þrátt fyrir að hinn eiginlegi fyrsti dagur í veiði sé ekki enn runninn upp eru nokkrir veiðimenn þegar farnir að veiða í vötnum sem eru opin allt árið.

Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn
Það var pínu kvíði farinn að setjast í hjörtu veiðimanna síðustu daga þegar það hefur gengið á með úrhellisrigningu og roki og útlitið fyrir veiðiveður fyrsta veiðidaginn ekki gott.

Veiðir einhver með Devon í dag?
Þrátt fyrir að fluga, maðkur og spúnn séu þau veiðarfæri sem þekktust eru í dag þá var nú einu sinni sú tíð að menn brúkuðu lítið trésíli sem kallaðist Devon.