Hvað er að gerast í ánni Dee? Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2014 10:15 Afleit veiði hefur verið í Dee á þessu vori Miklar áhyggjur eru af ástandinu í ánni Dee sem er ein nafntogaðasta veiðiá Skotlands en veiðin þar á þessu vori er ekki hægt að kalla annað en algjört hrun. Þegar veiðiklær eins og Árni Baldursson fer þarna um með fríðu föruneyti og nær aðeins einum laxi er eitthvað mikið að. Engin virðist vita hvað veldur en nokkrar kenningar hafa verið á lofti, þar á meðal að selir séu að halda til í ósnum og valda því að laxinn fari hreinlega ekki upp í ánna. Það hefur verið prófað að setja niður selafælur og ósinn hefur verið vaktaður og eftir þær tilraunir virðist hægt að afskrifa selinn sem vandamálið. En hvað er þá að? Mögulegt er að mikil afföll hafi verið í seiðum sem þessi árgangur hafi átt að byggja á, bæði í ánni og í sjónum, en það er erfitt að halda þeim rökum til streitu á meðan engin gögn um seiðamælingar liggja fyrir. Staðarhaldarar við Dee halda enn í vonina að vorgöngurnar hafi seinkað sér og von sé á þeim mun stærri sumargöngum. Þetta eru vissulega slæmar fréttir fyrir veiðina í Skotlandi en góðar fréttir fyrir veiðisöluna á Íslandi því margir af þeim bresku veiðimönnum sem hafa farið fisklausir úr Dee eru þegar farnir að hafa samband við Íslenska veiðileyfasala og leita eftir heppilegum dögum í Íslenskum ám. Þeim á líklega eftir að fjölga Breskum og Skoskum veiðimönnum við bakkana í sumar. Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði
Miklar áhyggjur eru af ástandinu í ánni Dee sem er ein nafntogaðasta veiðiá Skotlands en veiðin þar á þessu vori er ekki hægt að kalla annað en algjört hrun. Þegar veiðiklær eins og Árni Baldursson fer þarna um með fríðu föruneyti og nær aðeins einum laxi er eitthvað mikið að. Engin virðist vita hvað veldur en nokkrar kenningar hafa verið á lofti, þar á meðal að selir séu að halda til í ósnum og valda því að laxinn fari hreinlega ekki upp í ánna. Það hefur verið prófað að setja niður selafælur og ósinn hefur verið vaktaður og eftir þær tilraunir virðist hægt að afskrifa selinn sem vandamálið. En hvað er þá að? Mögulegt er að mikil afföll hafi verið í seiðum sem þessi árgangur hafi átt að byggja á, bæði í ánni og í sjónum, en það er erfitt að halda þeim rökum til streitu á meðan engin gögn um seiðamælingar liggja fyrir. Staðarhaldarar við Dee halda enn í vonina að vorgöngurnar hafi seinkað sér og von sé á þeim mun stærri sumargöngum. Þetta eru vissulega slæmar fréttir fyrir veiðina í Skotlandi en góðar fréttir fyrir veiðisöluna á Íslandi því margir af þeim bresku veiðimönnum sem hafa farið fisklausir úr Dee eru þegar farnir að hafa samband við Íslenska veiðileyfasala og leita eftir heppilegum dögum í Íslenskum ám. Þeim á líklega eftir að fjölga Breskum og Skoskum veiðimönnum við bakkana í sumar.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði