Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Hvernig huggar maður sturlaða konu?
Fyrir ekki svo löngu síðan fékk ég að vita að ég bæri barn undir belti. Sem var satt best að segja mikið áfall. Fyrst var ég ringluð, síðan leið, svo pirruð og þegar ég hélt að hormónarnir mínir gætu ekki farið með mig í hærri, lengri og hraðari rússíbanareið þá varð ég glöð.

Ekki láta þau í friði!
Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að stjörnuhjónin Beyoncé og Jay Z eru á Íslandi. Fjölmiðlar keppast um að ná myndum af parinu og fylgjast með hverju fótspori þeirra enda ekki á hverjum degi sem stjörnur af þessu kaliberi heimsækja land og þjóð.

Er ég sæt?
Venjulega Barbie-dúkkan var kynnt til sögunnar í vikunni. Hún heitir Lammily. Að sögn hönnuðarins Nickolay Lamm var markmið hans að sýna hvernig konur líta út í raun og veru.

Þegar ég fríkaði út í ljósabekk
Ég fórí ljós í gær. Í fyrsta sinn í mörg, mörg, mörg ár. Er ég lét marinera mig í unaðslegum flúorperunum rifjaðist upp fyrir mér fyrsta skiptið sem ég fór í ljós.

Koss og knús eru ekki gjafir!
Þegar ég var lítil man ég hvað ég varð alltaf pirruð þegar ég spurði móður mína hvað ég ætti að gefa henni í jóla- og afmælisgjafir. "Bara koss og faðmlag, elskan mín,“ sagði hún iðulega.

Ekki eyðileggja "góðu stundirnar“
"Heyrðu, hvernig gekk með þessa píu í gær?“ "Æi, ég tók eitthvað í hana og reyndi að kyssa hana. Þá bara brjálaðist hún og sagðist ætla að hringja á lögguna ef ég hætti ekki!“ "Oh, alltaf þarf löggan að eyðileggja góðu stundirnar.“

Hvíl í friði, unga Lilja
Þegar ég var yngri fylgdist ég með fullorðna fólkinu í kringum mig og myndaði mér afar fastmótaðar hugmyndir um hvernig lífið yrði þegar maður yrði gamall (lesist: skriði yfir þrítugt).

Mér var ekki nauðgað
Kunningjakona mín birti mjög áhrifamikinn pistil á Facebook í vikunni. Í pistlinum lýsti hún því hvernig henni var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Reykjavík. Hve heppin hún hefði verið að lenda ekki í klóm þess sem sá sér leik á borði þegar hann setti lyfið í drykkinn hennar.

Hvar er Útvegsspilið?
Ég og minn heittelskaði ástmaður höfum leitað að Útvegsspilinu logandi ljósi út um allt síðustu vikur og mánuði.

Þú manst að þú elskar mig ef ég dey
Ég fékk mér tattú um daginn. Tattú sem mig er búið að langa lengi í. Ég lét flúra nafn dóttur minnar á líkama minn. Það var afar sársaukafullt en fyllilega þess virði.

Konurnar sem sigruðu heiminn
Eitt kvöld í vikunni var ég staðráðin í því að fara snemma að sofa. Svo gerðist það. Ég fann heimildarmynd sem ég þurfti að horfa á. Helst strax í gær. Heimildarmynd um konur sem mótuðu æsku mína.

Hvernig get ég fengið að ríða?
Ég las pistil í Kjarnanum í vikunni þar sem Margrét Erla Maack skrifar um svokallaða "Dirty Weekend“-túrista og að þeir ferðist enn til landsins í stríðum straumum.

Framsókn, moska, súkkulaði, kynferðisbrot
Ég elska súkkulaði. Það er minn helsti veikleiki. Það skiptir í raun engu máli hvaðan það kemur. Svo lengi sem það er gott á bragðið spæni ég það í mig líkt og um kappát væri að ræða.

Hausinn á mér sagði mér að gera það
Dóttir mín kyssti strák í fyrsta sinn um daginn. Hún er fjögurra ára, hann er sjö ára.

Skrýtla = fordómar = kjaftæði
Mér finnst fordómar æðislegir. Jebb, ég sagði það. Mér finnst að heimurinn væri verri staður ef fólk væri ekki sett í sérstök box og sum boxin væru talin verðugri en önnur.

Mr. Big er dauður
Eins og margar ungar konur á mínum aldri horfði ég á alla Sex and the City-þættina. Og fyrstu bíómyndina. Og píndi mig meira að segja í gegnum horbjóðinn sem seinni bíómyndin var.

Gengur ekkert í leiklistinni?
Ég lærði leiklist úti í Danmörku. Fjögur ár af ævi minni fóru í nám sem ég hefði aldrei getað ímyndað að myndi reynast mér svona vel í lífinu.

Er laust pláss á HM 2018?
Ég æfði aldrei íþróttir þegar ég var yngri. Mér bauð eiginlega við þeim.

Af hverju má ég ekki giftast Evu?
Um daginn sat ég í sófanum með dóttur minni. Við lékum okkur í tölvuleik sem gengur út á það að klæða brúðhjón í mannsæmandi föt fyrir stóra daginn.

Ísland klæðir mig illa
Hjarta mitt slær fyrir Manchester United í enska boltanum.

Með upphandleggi á stærð við gulrót
Nýr sigurvegari var krýndur í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaseríu heims í vikunni.

1-0 fyrir mig
Það breytist margt við það að eignast barn. Helsta breytingin felst í tímaskipulagningu því við skulum bara segja það eins og er – það er ofboðslega erfitt að fara allt í einu að hugsa um eitthvað annað en rassgatið á sjálfum sér.

Konur vilja láta koma illa fram við sig
Ég sat á fjölsóttum skyndibitastað á dögunum með dóttur minni. Á næsta borði sátu þrír ungir karlmenn. Án þess að reyna það heyrði ég hvert einasta orð sem þeir sögðu.

Ég er föst í amerískri klisjumynd
Ég er ein af þeim sem verða alltaf mjög meyrir á gamlárskvöld.

Sorrí, Jón Gnarr
Ég varð fyrst ástfangin þegar ég var fimm ára.

Takk fyrir árin tíu, tussan þín
Í ár eru akkúrat tíu ár síðan ég byrjaði að vinna á símanum á Fréttablaðinu. Ég var nýkomin heim úr reisu um Evrópu og vantaði vinnu. Tók í rauninni það fyrsta sem bauðst. Fékk svo lítið útborgað að það myndi varla duga fyrir einum poka í Bónus í dag.

Ég átti aldrei séns
Ég er fædd og uppalin í Breiðholtinu. Þegar ég var krakki byrjaði ég að fitna. Og fitna. Og fitna. Síðan fékk ég gleraugu. Ekki krúttleg og pen dúllugleraugu heldur flöskubotna. Ég var líka góð í skóla.

Ástarsorg í annarri hverri viku
Í næstu viku verða níu mánuðir síðan ég og barnsfaðir minn slitum samvistum. Í þessa níu mánuði hef ég deilt forræði yfir þriggja ára dóttur minni. Ég fór frá því að sjá hana á hverjum einasta degi yfir í það að sjá hana aðra hverja viku.

Á hvaða tímum lifum við?
Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Er til austur-evrópsk mafía?
Lilja Katrín Gunnarsdóttir