Kosningar 2013 Ný ríkisstjórn þarf að horfa til framtíðar Formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir nýja ríkisstjórn þurfa að hafa breiða skírskotun og horfa til framtíðar. Hún segir áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á skattalækkanir og niðurfellingu skulda ekki til þess fallnar að til að tryggja félagslegt réttlæti á Íslandi. Innlent 5.5.2013 18:57 Fengu sér vöfflur með kaffinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, borðuðu vöfflur með kaffinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þ. Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs. Innlent 5.5.2013 18:51 Skora á félagana að skoða strimilinn Samtök verslunar og þjónustu skora á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, að skoða strimilinn sem þeir fengu við matarinnkaupin í Krónunni í Mosfellsbæ í morgun. Innlent 5.5.2013 17:24 Gerir ekki kröfu um að verða forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Innlent 5.5.2013 12:02 Keyptu saman í matinn í morgun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sáust í Krónunni í Mosfellsbæ snemma í morgun. Innlent 5.5.2013 11:25 Sigmundur ekki byrjaður í stjórnarmyndunarviðræðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé hægt að tala um það að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann og Bjarni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hist í annað sinn í dag. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að aðalmálið væri að ná samstöðu um skuldamál heimilanna. Innlent 2.5.2013 17:51 Bjarni og Sigmundur hittast aftur í dag Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætla að hittast aftur í dag til að fara yfir stöðu mála. Þeir hittust í gær til að ræða málin og mun fundur þeirra hafa staðið yfir langt fram á kvöld. Eins og fram hefur komið er eini möguleikinn á tveggja flokka ríkisstjórn, stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en flokkarnir fengu kjörna nítján þingmenn hvor. Innlent 2.5.2013 13:36 FT: Kröfuhafar tilbúnir til samninga við íslensk stjórnvöld Financial Times greinir frá því í dag að erlendir kröfuhafar þrotabúa gömlu bankanna hafi vaxandi áhuga á því að ganga til samninga við íslensk stjórnvöld. Þeir séu jafnframt viðbúnir því að þurfa að gefa afslátt af kröfum sínum. Viðskipti innlent 2.5.2013 13:22 Bið eftir stjórnarmyndun reynir á taugarnar Biðin eftir stjórnarmyndun reynir á taugar margra þessa dagana og þótt flestir virðist telja að stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks taki við að lokum eru ýmsir möguleikar ræddir. Margar Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Innlent 2.5.2013 12:02 Mesta tap beggja stjórnarflokkanna í Suðurkjördæmi Fylgistap Vinstri grænna í Suðurkjördæmi reyndist mesta afhroð alþingiskosninganna um síðustu helgi. Innlent 2.5.2013 11:30 Fréttaskýring: Einlægni eða lævís leikur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri Innlent 1.5.2013 22:12 Aðferðir Sigmundar umdeildar Málefnin eru ekki í stafrófsröð og undarlegt að formaður Framsóknar hafi valið þá leið til stjórnarmyndunarviðræðna, málefni séu með þessu sett á tilboðsmarkað. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir hins vegar að með þessu séu öllum sýnd virðing. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður fráfarandi velferðarráðherra, segir atburðarásina minna sig á Dallas. Innlent 1.5.2013 18:43 Bjarni og Sigmundur ætla að funda í dag Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætla að hittast síðar í dag, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur úr herbúðum framsóknarmanna. Innlent 1.5.2013 16:21 Allt tal um minnihlutastjórn brandari Allt tal um minnihlutastjórn hljómar eins og brandari. Þetta segir sagnfræðingur sem rannsakað hefur stjórnarmyndarnir og stjórnarslit á Íslandi. Stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé langlíklegasta niðurstaðan þegar menn séu búnir að sýna skrautfjaðrirnar og dansa stríðsdansa. Innlent 1.5.2013 12:09 Fundurinn haldinn til að skýra myndina "Þetta var ágætur fundur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, eftir að hún hitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Fundarefnið var stjórnarmyndun, en Sigmundur Davíð sagði í gær, þegar hann fékk stjórnarmyndunarumboð, að hann hygðist ræða við forystumenn allra flokka á Alþingi. Katrín sagði við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis að engin niðurstaða hefði orðið af fundinum, en farið hefði verið yfir þau stefnumál sem VG og Framsóknarflokkurinn myndu leggja áherslu á ef til stjórnarmyndunar kæmi. Innlent 1.5.2013 11:31 Fundir forystumanna halda áfram Fundir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, með forystumönnum annarra flokka sem eiga kjörna þingmenn halda áfram. Hann átti fund með Katrínu Jakobsdóttur í bítið og mun funda með forystumönnum Bjartrar Framtíðar klukkan ellefu. Hann fundaði með Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og Birgittu Jónsdóttur, kapteini Pírata, í gær. Innlent 1.5.2013 10:16 Telur minnihlutastjórn vera góðan kost "Ég held að það sé mögulegt að útkoma stjórnarmyndunar muni koma öllum á óvart," segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, sem fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, í gær um stjórnarmyndun. Sigmundur Davíð fundaði einnig með Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og hyggst funda með fleirum í dag. Innlent 1.5.2013 09:18 Ekki hægt að sakast við Árna Pál Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Innlent 30.4.2013 19:06 Sigmundur Davíð búinn að hitta Árna Pál og Birgittu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er byrjaður að hitta formenn annarra flokka sem fengu kjörna þingmenn í nýliðnum kosningum. Innlent 30.4.2013 18:19 Frétt um útstrikanir reyndist röng Frétt um útstrikanir oddvita frambjóðenda í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, er röng. Vísir greindi þar frá því að Björt Ólafsdóttir hefði verið með hæsta hlutfall útstrikana og að Illugi Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefði verið oftast strikaður út. Innlent 30.4.2013 16:20 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu saman Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll, klukkan tvö í dag. Þar fer þingflokkurinn saman yfir niðurstöður nýafstaðnar kosningar og tíðindi dagsins þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, stjórnarmyndunarumboð. Innlent 30.4.2013 14:24 Eðlilegt að Sigmundur fengi umboðið "Ég var búin að lýsa því yfir strax eftir kosningar að líklegast væri eðlilegast að Sigmundur fengi umboðið," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, um atburði morgunsins. Annars vegar sé Framsóknarflokkurinn annar af stærstu flokkunum og hins vegar sé flokkurinn stærsti sigurvegarinn í kosningunum. Innlent 30.4.2013 14:04 Guðmundur Steingrímsson setur skýr skilyrði fyrir stjórnarþátttöku Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hann myndi mæta til fundar við Sigmund Davíð um stjórnarmyndun ef hann fengi símtal frá honum. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann myndi tala við formenn allra flokka sem fengu kjörna menn á þing í stafrófsröð. Innlent 30.4.2013 13:24 Sigmundur ætlar að funda með öllum flokkum - skuldamál heimilanna forsenda samstarfs Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Engin tímamörk eru á viðræðunum. Ólafur Ragnar segir að þrennt hafi komið til þess að hann tók þessa ákvörðun. Innlent 30.4.2013 12:19 Píratar vilja ekki fara í ríkisstjórn "Við viljum ekki taka þátt í ríkisstjórn," segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, sem rétt í þessu gekk út af fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Þar með lauk fundahrinu forsetans, sem hefur tekið á móti formönnum stjórnmálaflokka á Bessastöðum frá því í morgun. Innlent 29.4.2013 19:24 Heiða: "Við erum í símaskránni" "Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. Innlent 29.4.2013 18:21 Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. Innlent 29.4.2013 17:07 Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. Innlent 29.4.2013 16:30 Sigmundur Davíð kominn á Bessastaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins er komin til fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni. Innlent 29.4.2013 13:44 Árni Páll umdeildur í eigin flokki Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Innlent 29.4.2013 13:35 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 10 ›
Ný ríkisstjórn þarf að horfa til framtíðar Formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir nýja ríkisstjórn þurfa að hafa breiða skírskotun og horfa til framtíðar. Hún segir áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á skattalækkanir og niðurfellingu skulda ekki til þess fallnar að til að tryggja félagslegt réttlæti á Íslandi. Innlent 5.5.2013 18:57
Fengu sér vöfflur með kaffinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, borðuðu vöfflur með kaffinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þ. Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs. Innlent 5.5.2013 18:51
Skora á félagana að skoða strimilinn Samtök verslunar og þjónustu skora á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, að skoða strimilinn sem þeir fengu við matarinnkaupin í Krónunni í Mosfellsbæ í morgun. Innlent 5.5.2013 17:24
Gerir ekki kröfu um að verða forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Innlent 5.5.2013 12:02
Keyptu saman í matinn í morgun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sáust í Krónunni í Mosfellsbæ snemma í morgun. Innlent 5.5.2013 11:25
Sigmundur ekki byrjaður í stjórnarmyndunarviðræðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé hægt að tala um það að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann og Bjarni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hist í annað sinn í dag. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að aðalmálið væri að ná samstöðu um skuldamál heimilanna. Innlent 2.5.2013 17:51
Bjarni og Sigmundur hittast aftur í dag Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætla að hittast aftur í dag til að fara yfir stöðu mála. Þeir hittust í gær til að ræða málin og mun fundur þeirra hafa staðið yfir langt fram á kvöld. Eins og fram hefur komið er eini möguleikinn á tveggja flokka ríkisstjórn, stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en flokkarnir fengu kjörna nítján þingmenn hvor. Innlent 2.5.2013 13:36
FT: Kröfuhafar tilbúnir til samninga við íslensk stjórnvöld Financial Times greinir frá því í dag að erlendir kröfuhafar þrotabúa gömlu bankanna hafi vaxandi áhuga á því að ganga til samninga við íslensk stjórnvöld. Þeir séu jafnframt viðbúnir því að þurfa að gefa afslátt af kröfum sínum. Viðskipti innlent 2.5.2013 13:22
Bið eftir stjórnarmyndun reynir á taugarnar Biðin eftir stjórnarmyndun reynir á taugar margra þessa dagana og þótt flestir virðist telja að stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks taki við að lokum eru ýmsir möguleikar ræddir. Margar Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Innlent 2.5.2013 12:02
Mesta tap beggja stjórnarflokkanna í Suðurkjördæmi Fylgistap Vinstri grænna í Suðurkjördæmi reyndist mesta afhroð alþingiskosninganna um síðustu helgi. Innlent 2.5.2013 11:30
Fréttaskýring: Einlægni eða lævís leikur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri Innlent 1.5.2013 22:12
Aðferðir Sigmundar umdeildar Málefnin eru ekki í stafrófsröð og undarlegt að formaður Framsóknar hafi valið þá leið til stjórnarmyndunarviðræðna, málefni séu með þessu sett á tilboðsmarkað. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir hins vegar að með þessu séu öllum sýnd virðing. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður fráfarandi velferðarráðherra, segir atburðarásina minna sig á Dallas. Innlent 1.5.2013 18:43
Bjarni og Sigmundur ætla að funda í dag Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætla að hittast síðar í dag, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur úr herbúðum framsóknarmanna. Innlent 1.5.2013 16:21
Allt tal um minnihlutastjórn brandari Allt tal um minnihlutastjórn hljómar eins og brandari. Þetta segir sagnfræðingur sem rannsakað hefur stjórnarmyndarnir og stjórnarslit á Íslandi. Stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé langlíklegasta niðurstaðan þegar menn séu búnir að sýna skrautfjaðrirnar og dansa stríðsdansa. Innlent 1.5.2013 12:09
Fundurinn haldinn til að skýra myndina "Þetta var ágætur fundur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, eftir að hún hitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Fundarefnið var stjórnarmyndun, en Sigmundur Davíð sagði í gær, þegar hann fékk stjórnarmyndunarumboð, að hann hygðist ræða við forystumenn allra flokka á Alþingi. Katrín sagði við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis að engin niðurstaða hefði orðið af fundinum, en farið hefði verið yfir þau stefnumál sem VG og Framsóknarflokkurinn myndu leggja áherslu á ef til stjórnarmyndunar kæmi. Innlent 1.5.2013 11:31
Fundir forystumanna halda áfram Fundir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, með forystumönnum annarra flokka sem eiga kjörna þingmenn halda áfram. Hann átti fund með Katrínu Jakobsdóttur í bítið og mun funda með forystumönnum Bjartrar Framtíðar klukkan ellefu. Hann fundaði með Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og Birgittu Jónsdóttur, kapteini Pírata, í gær. Innlent 1.5.2013 10:16
Telur minnihlutastjórn vera góðan kost "Ég held að það sé mögulegt að útkoma stjórnarmyndunar muni koma öllum á óvart," segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, sem fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, í gær um stjórnarmyndun. Sigmundur Davíð fundaði einnig með Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og hyggst funda með fleirum í dag. Innlent 1.5.2013 09:18
Ekki hægt að sakast við Árna Pál Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Innlent 30.4.2013 19:06
Sigmundur Davíð búinn að hitta Árna Pál og Birgittu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er byrjaður að hitta formenn annarra flokka sem fengu kjörna þingmenn í nýliðnum kosningum. Innlent 30.4.2013 18:19
Frétt um útstrikanir reyndist röng Frétt um útstrikanir oddvita frambjóðenda í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, er röng. Vísir greindi þar frá því að Björt Ólafsdóttir hefði verið með hæsta hlutfall útstrikana og að Illugi Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefði verið oftast strikaður út. Innlent 30.4.2013 16:20
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu saman Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll, klukkan tvö í dag. Þar fer þingflokkurinn saman yfir niðurstöður nýafstaðnar kosningar og tíðindi dagsins þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, stjórnarmyndunarumboð. Innlent 30.4.2013 14:24
Eðlilegt að Sigmundur fengi umboðið "Ég var búin að lýsa því yfir strax eftir kosningar að líklegast væri eðlilegast að Sigmundur fengi umboðið," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, um atburði morgunsins. Annars vegar sé Framsóknarflokkurinn annar af stærstu flokkunum og hins vegar sé flokkurinn stærsti sigurvegarinn í kosningunum. Innlent 30.4.2013 14:04
Guðmundur Steingrímsson setur skýr skilyrði fyrir stjórnarþátttöku Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hann myndi mæta til fundar við Sigmund Davíð um stjórnarmyndun ef hann fengi símtal frá honum. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann myndi tala við formenn allra flokka sem fengu kjörna menn á þing í stafrófsröð. Innlent 30.4.2013 13:24
Sigmundur ætlar að funda með öllum flokkum - skuldamál heimilanna forsenda samstarfs Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Engin tímamörk eru á viðræðunum. Ólafur Ragnar segir að þrennt hafi komið til þess að hann tók þessa ákvörðun. Innlent 30.4.2013 12:19
Píratar vilja ekki fara í ríkisstjórn "Við viljum ekki taka þátt í ríkisstjórn," segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, sem rétt í þessu gekk út af fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Þar með lauk fundahrinu forsetans, sem hefur tekið á móti formönnum stjórnmálaflokka á Bessastöðum frá því í morgun. Innlent 29.4.2013 19:24
Heiða: "Við erum í símaskránni" "Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. Innlent 29.4.2013 18:21
Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. Innlent 29.4.2013 17:07
Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. Innlent 29.4.2013 16:30
Sigmundur Davíð kominn á Bessastaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins er komin til fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni. Innlent 29.4.2013 13:44
Árni Páll umdeildur í eigin flokki Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Innlent 29.4.2013 13:35
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti