Friðrika Benónýsdóttir 123.000 á mánuði Alls 123 þúsund krónum munaði á heildarmánaðarlaunum karla og kvenna hér á landi í fyrra samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar sem birt var í gær. Fastir pennar 10.4.2013 22:03 Femínistar og farísear Nauðgunardómurinn í Steubenville og fréttaflutningur af því máli hefur skekið íslenskar Facebook-síður og kommentakerfi undanfarna daga. Skiljanlega. Það er með ólíkindum að afstaða sé tekin með ofbeldismönnunum í jafnsvakalegu máli, jafnvel þótt þeir séu góðir í fótbolta. Þetta er viðbjóðslegt mál frá upphafi til enda og vandséð hvernig í Bakþankar 20.3.2013 17:12 Að selja útópíu Framsóknarflokkurinn er vinsælasti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtast hér í blaðinu í dag. Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Fastir pennar 15.3.2013 22:21 Kverúlantaframboðin blómstra Sjónvarpsþátturinn Borgen var nánast óþægilegur áhorfs á sunnudagskvöldið. Mætti ætla að handritshöfundar væru skyggnir og hefðu séð fyrir ástandið í íslenskum stjórnmálum í aðdraganda kosninga. Fastir pennar 11.3.2013 17:40 Fordómar orðanna Fyrirsögn á Vísi vakti athygli mína í gærmorgun: Samkynhneigð hjón fá hæli í Svíþjóð. Skilyrt hugsanaferli fór í gang og ég átti erfitt með að koma því heim og saman hvernig hjón gætu verið samkynhneigð. "Er hann þá hommi og hún lesbía?“ stóð ég mig að því að hugsa áður en það rann upp fyrir mér að auðvitað var verið að tala um tvo karlmenn sem eru giftir. Og, já, giftir hvor öðrum. Bakþankar 6.3.2013 17:42 Feitar og fallegar? "Þú ert að dæma þær eftir útliti þeirra,“ sagði fréttamaður Fox-sjónvarpsstöðvarinnar andaktugur við næringarfræðinginn Keren Gilbert í umræðum um tvær þybbnar Bakþankar 20.2.2013 16:58 Hefnd Kenanna Þegar ég var lítil stelpa, fyrir langa langa löngu, áttu allar stelpur Barbie. Og til þess að hún yrði nú ekki einmana þurfti maður líka að eiga kærastann hennar, hann Ken. Barbie var samt alltaf aðal. Ken var bara viðhengi, nauðsynlegur til að sinna vissu félagslegu hlutverki en annars óttalega lítils virði í leiknum. Frá því sjónarhorni séð má segja að Barbie hafi verið frumkvöðull í kvennabaráttunni þótt eflaust séu ekki allar konur sammála því, eins úthrópuð og hún hefur verið fyrir rangar áherslur í femínismanum. Bakþankar 6.2.2013 17:20 Volvo eða Citroën? Volvo er í hugum flestra tákn um sænska velferð og öryggi. Traustan bíl sem hægt er að stóla á að komi fjölskyldunni frá einum stað til annars án teljandi vesens. Hin týpíska sænska kjarnafjölskylda samanstendur gjarna af pabba, mömmu, tveimur börnum, húsi, sumarbústað, hundi og Volvo. Bakþankar 23.1.2013 17:48 Nýtt ár – sama blekking Það endurtekur sig ár eftir ár. Fyrstu dagana í janúar er varla nokkur manneskja viðræðuhæf um annað en áramótaheitin og nýja lífsstílinn sem til stendur að taka upp. Nú skal tekið á því sem aldrei fyrr og öllu sem aflaga hefur farið kippt í liðinn með trukki. Það á að borða hollari mat, mæta daglega í ræktina, hætta að reykja, drekka minna, ganga á fjöll og hlaupa maraþon. Og vei þeim sem vogar sér að minna á að þessi heit hafi nú líka verið strengd í fyrra og spyr í sakleysi hvað orðið hafi um nýja lífsstílinn sem tekinn var upp þá. Þetta er allt annað mál, núna er þetta sko í alvöru. Bakþankar 9.1.2013 16:51 Jólaandinn í flóðunum Paddington-brautarstöðin í London daginn fyrir Þorláksmessu. Mannmergðin er gríðarleg og fólk þýtur fram og aftur með tryllingsglampa í augum í leit að réttum brautarpalli, réttri lest, réttu sæti. Ég bíð óralengi eftir að komast í miðasjálfsala, kaupi miða til Exeter, finn brautarpall lestarinnar á upplýsingatöflunni og byrja að rölta í áttina. Það eru tíu mínútur í brottför og engin ástæða til að vera með æsing. Bakþankar 26.12.2012 20:59 Burt með Jesús og jólasveina Ég trúi ekki á jólasveina. Ég hef lagt mikla vinnu í að halda þeim frá börnunum mínum og mér finnst forkastanlegt að leikskólar, skólar, verslanir og félagasamtök skuli halda þessum ófögnuði að börnunum. Það hlýtur að vera sanngirniskrafa að börn foreldra sem afneita jólasveinum séu ekki jaðarsett í aðdraganda jóla þegar öll hin börnin skemmta sér á jólaböllum. Hvað hafa þessir feitu rauðklæddu karlar með jólin að gera yfirhöfuð? Bakþankar 12.12.2012 17:41 Svaraðu manneskja! Ég sendi henni skilaboð á Facebook fyrir mörgum klukkutímum og hún hefur enn ekki svarað,“ segir kollega mín öskupirruð þegar talið berst að útsiktuðum viðmælanda sem hún hefur verið að reyna að ná í. Við hin dæsum öll og hristum höfuðið yfir þessum fádæma dónaskap í konunni. Hver svarar ekki skilaboðum á Facebook um hæl? Hvurslags er þetta? Bakþankar 28.11.2012 19:41 Mannkynið og kvenkynið Það er bara ein mynd af konu á forsíðunni. Guð hjálpi okkur. Við verðum að finna fleiri.“ Upphrópanir eins og þessa er ekki óalgengt að heyra á ritstjórninni seinnipartinn á föstudögum. Helgarforsíða með tómum körlum væri nefnilega stórslys. Brot á fjölmiðlalögum og hvað veit ég. Hins vegar virðast þau lög einungis virka í aðra áttina því engar slíkar upphrópanir heyrast þegar konur einoka forsíðuna. Það er bara flott og æðislegt. Klapp á bakið móment: Vel gert hjá okkur. Við erum sko aldeilis að standa okkur. Bakþankar 14.11.2012 16:41 Vetur sjálfsánægjunnar Þessi vetur lítur út fyrir að verða óvenju harður. Ekki endilega hvað veðurfar varðar heldur eru það kosningarnar í vor sem hörkunni valda. Frambjóðendur eru nú þegar, í upphafi nóvembermánaðar, komnir í skotgrafirnar fyrir prófkjörin. Flíka sínu eigin ágæti á kostnað annarra frambjóðenda og bombardera blásaklausa kjósendur með Facebook-síðum, vefsíðum, tilkynningum, fjölskyldumyndum og innihaldslausum viðtölum í fjölmiðlum. Hver og einn reynir að sannfæra okkur um yfirburði sína fram yfir aðra valkosti til að gegna þessu fyrirlitnasta starfi á landinu. Hnútukastið er hafið og hér eru menn þó að keppa við samherja sína. Hjálpi okkur allar vættir þegar prófkjörunum lýkur og menn fara að snúa sér að því að níða skóinn af pólitískum andstæðingum. Bakþankar 31.10.2012 17:08 Klám er klám er klám Erótíska bókabylgjan sem 50 gráir skuggar hrundu af stað er sögð munu hafa áhrif á bókmenntir eftir og fyrir konur næstu árin. Sölutölur eru svimandi háar og forleggjarar jafnt sem höfundar dansa um með dollaramerki í augum við tilhugsunina um allt það fjármagn sem klámsveltar konur munu færa þeim. Setja upp kryppu ef minnst er á klám í þessu samhengi og veifa orðinu erótík – sem enginn skilur, rétti kvenna til að tjá sig út frá kynferði sínu og ég veit ekki hverju og hverju. Bakþankar 17.10.2012 17:22 Kássast upp á jússur Einelti er skelfilegt. Um það erum við öll sammála. En þrátt fyrir mikla umræðu og markvissar aðgerðir virðist ganga illa að ráða niðurlögum þess. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum kemur fram í fjölmiðlum og lýsir sárri reynslu af einelti skólafélaga, vinnufélaga eða annarra. Og við jesúsum okkur og hryllum í kór yfir þessum sögum; skiljum ekki hvaðan þessi grimmd og mannfyrirlitning kemur. Kannski við ættum að líta okkur nær. Bakþankar 3.10.2012 21:47 Vildi fá sér vænan mann Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi.“ Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snúast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáldskaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkomlega óhugsandi að kona öðlist hamingju öðruvísi en í gegnum samband við karlmann. "Þetta er bara svona.“ Bakþankar 19.9.2012 16:53 Hausthamingjan yfir mér Bezt eru vorin, ekkert elska ég heitar,“ orti Hannes Pétursson í Söngvum til jarðarinnar og eflaust taka margir sólþyrstir Íslendingar undir með skáldinu. Bakþankar 5.9.2012 18:01 "Ó, er þetta konan þín?“ Bakþankar 25.7.2012 17:07 Listin að gera ekki neitt Ætlarðu bara að sitja á þessum sófa allt sumarfríið?“ spyr vinur minn stórhneykslaður á svip. Hann hefur kíkt í kaffi í góða veðrinu eftir að hafa hjólað tuttugu kílómetra, komið við í grillveislu, pantað sér sumarbústað og drukkið latte á útikaffihúsi við Austurvöll. „Maður verður að GERA eitthvað í sumarfríinu,“ segir hann með hyldjúpri sannfæringu. Og reynir að fela geispa með hendinni. Bakþankar 11.7.2012 16:49 Af litlu bretti… Friðrik krónprins Dana hefur áhyggjur. Honum finnst landar sínir sólgnir í frægð án tillits til verðleika. Segir þá hópast í raunveruleikaþætti í sjónvarpi í þeirri einu von að öðlast umtal og athygli, minna fari fyrir raunverulegum hæfileikum. Æðsta markmiðið sé að verða frægur fyrir það eitt að vera frægur. Bakþankar 27.6.2012 17:44 Læri, læri, tækifæri Hugsum okkur að yfir standi Evrópumeistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellinum. Þetta gengur náttúrulega ekki og viðbrögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! Bakþankar 13.6.2012 17:04 Píka til sölu, kostar eina tölu Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. Bakþankar 30.5.2012 16:54 Dagur í Undralandi Með stírurnar í augunum staulast ég fram í eldhús til að búa til fyrsta dagskammtinn af kaffi. Á leiðinni pikka ég upp blaðið á dyramottunni og á forsíðunni blasir við mér mynd af konu að mata álfa á hunangi. Á bak við hana glittir í einn af þingmönnum þjóðarinnar, skelmisglottandi og áhugasaman. Konan reynist vera sjáandi í álfagarði og þingmaðurinn hefur fengið hana til liðs við sig við að flytja álfafjölskyldu til heimkynna sinna. Álfarnir eru ánægðir með flutningana að sögn sjáandans og gera ekki aðrar kröfur um nýju heimkynnin en að þar sé sjávarsýn og beitiland fyrir kindur. Bróðir utanríkisráðherra lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af þessu athæfi þingmannsins þar sem álfar kunni illa að meta flutninga og muni án efa leita leiða til að hefna sín. Bakþankar 16.5.2012 16:48 Gínurnar í glugganum Næsti biskup Íslands verður kvenkyns. Þúsund ára einokun karla á því embætti er lokið og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar eru líbó og langt komnir í jafnréttismálum. Fréttaflutningur af biskupskjörinu nánast einskorðast við kyn biskupsins tilvonandi og sú staðreynd að kjörið sýnir fyrst og fremst þann ásetning kirkjunnar manna að viðhalda status quo og slá um leið vopnin úr höndum þeirra sem gagnrýnt hafa kirkjuna fyrir kvenfyrirlitningu fellur í skuggann. Íhaldssöm kona er sjálfkrafa betri kostur en frjálslyndur karl að mati jafnréttissinna. Bakþankar 2.5.2012 22:56 Ljós, lykt og lautartúrar Í fyrradag sat ég á gangstéttarkaffihúsi í Edinborg, sötraði morgunkaffið og pírði augun upp í sólina, alsæl. Það var 8 gráðu hiti og nístingsvindur en sólin skein og það eitt skipti máli. Skotarnir, sem þó kalla ekki allt ömmu sína hvað viðvíkur kulda, hristu höfuðið yfir þessari klikkuðu konu, vöfðu úlpunum þéttar að sér og keyrðu hökur niður í bringur. Gamall maður sem átti leið fram hjá kom til mín með áhyggjusvip og sagði: „Viltu ekki fara inn, vinan, það slær að þér. Vorið ætlar að láta bíða eftir sér í ár.“ Bakþankar 18.4.2012 16:44 Gömul en alls ekki góð Þessi leikur er alltof flókinn fyrir gamalt fólk,“ sagði fjórtán ára dóttursonur minn andvarpandi eftir að hafa eytt klukkutíma í að reyna að kenna ömmu gömlu leikreglurnar í uppáhaldstölvuleiknum sínum. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann gerði sér ljóst að hann hafði hlaupið á sig, sótroðnaði og flýtti sér að bæta við: „Ég meina sko eldra en þrjátíu ára.“ Bakþankar 4.4.2012 16:39 Bókmenntafræði hversdagsins Leitið og þér munuð finna.“ Stutt og laggott svar eins kennaranna í almennri bókmenntafræði í denn við spurningu eins nemandans um það hvert viðfangsefni bókmenntafræðinnar væri. Þessi kennari taldi sem sé að túlka mætti hvaða texta sem væri út frá fyrirframgefnum hugmyndum lesandans og heimfæra hverja þá kenningu sem lesandanum væri kærust upp á alla texta sem skrifaðir hafa verið. Textinn öðlaðist ekki merkingu fyrr en í huga lesandans. Bakþankar 21.3.2012 17:54 Sætustu stelpuna á Bessastaðaballið Efnt hefur verið til nokkurs konar raunveruleikaþáttar þar sem ræddir eru kostir og lestir hugsanlegra forsetaframbjóðenda. Enginn af kandídötunum hefur reyndar skráð sig til leiks í þættinum, en þeir eru engu að síður vegnir og metnir, gefnar einkunnir og stimplaðir hæfir eða óhæfir. Helsta niðurstaða dómara þáttarins hingað til er að það sé kominn tími á að fá konu í forsetaembættið. Bakþankar 7.3.2012 16:23 Einhvern til að elska Ég hef aldrei kosið í alþingiskosningum. Hefur aldrei verið boðið upp á valkost sem ég felli mig við. Geri mér grein fyrir því að kosningarétturinn er mikils virði en finnst sú hugmynd að kjósa flokk, sem hefur alls kyns mál sem ég sætti mig ekki við á stefnuskránni, ógeðfelld. Það væri svona álíka og að deita mann sem ég væri ekkert skotin í, bara til að deita. Sú tilhugsun höfðar ekki til mín og ég sit heima. Tek ekki þátt í leitinni að þeim rétta. Bakþankar 22.2.2012 18:57 « ‹ 1 2 3 4 ›
123.000 á mánuði Alls 123 þúsund krónum munaði á heildarmánaðarlaunum karla og kvenna hér á landi í fyrra samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar sem birt var í gær. Fastir pennar 10.4.2013 22:03
Femínistar og farísear Nauðgunardómurinn í Steubenville og fréttaflutningur af því máli hefur skekið íslenskar Facebook-síður og kommentakerfi undanfarna daga. Skiljanlega. Það er með ólíkindum að afstaða sé tekin með ofbeldismönnunum í jafnsvakalegu máli, jafnvel þótt þeir séu góðir í fótbolta. Þetta er viðbjóðslegt mál frá upphafi til enda og vandséð hvernig í Bakþankar 20.3.2013 17:12
Að selja útópíu Framsóknarflokkurinn er vinsælasti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtast hér í blaðinu í dag. Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Fastir pennar 15.3.2013 22:21
Kverúlantaframboðin blómstra Sjónvarpsþátturinn Borgen var nánast óþægilegur áhorfs á sunnudagskvöldið. Mætti ætla að handritshöfundar væru skyggnir og hefðu séð fyrir ástandið í íslenskum stjórnmálum í aðdraganda kosninga. Fastir pennar 11.3.2013 17:40
Fordómar orðanna Fyrirsögn á Vísi vakti athygli mína í gærmorgun: Samkynhneigð hjón fá hæli í Svíþjóð. Skilyrt hugsanaferli fór í gang og ég átti erfitt með að koma því heim og saman hvernig hjón gætu verið samkynhneigð. "Er hann þá hommi og hún lesbía?“ stóð ég mig að því að hugsa áður en það rann upp fyrir mér að auðvitað var verið að tala um tvo karlmenn sem eru giftir. Og, já, giftir hvor öðrum. Bakþankar 6.3.2013 17:42
Feitar og fallegar? "Þú ert að dæma þær eftir útliti þeirra,“ sagði fréttamaður Fox-sjónvarpsstöðvarinnar andaktugur við næringarfræðinginn Keren Gilbert í umræðum um tvær þybbnar Bakþankar 20.2.2013 16:58
Hefnd Kenanna Þegar ég var lítil stelpa, fyrir langa langa löngu, áttu allar stelpur Barbie. Og til þess að hún yrði nú ekki einmana þurfti maður líka að eiga kærastann hennar, hann Ken. Barbie var samt alltaf aðal. Ken var bara viðhengi, nauðsynlegur til að sinna vissu félagslegu hlutverki en annars óttalega lítils virði í leiknum. Frá því sjónarhorni séð má segja að Barbie hafi verið frumkvöðull í kvennabaráttunni þótt eflaust séu ekki allar konur sammála því, eins úthrópuð og hún hefur verið fyrir rangar áherslur í femínismanum. Bakþankar 6.2.2013 17:20
Volvo eða Citroën? Volvo er í hugum flestra tákn um sænska velferð og öryggi. Traustan bíl sem hægt er að stóla á að komi fjölskyldunni frá einum stað til annars án teljandi vesens. Hin týpíska sænska kjarnafjölskylda samanstendur gjarna af pabba, mömmu, tveimur börnum, húsi, sumarbústað, hundi og Volvo. Bakþankar 23.1.2013 17:48
Nýtt ár – sama blekking Það endurtekur sig ár eftir ár. Fyrstu dagana í janúar er varla nokkur manneskja viðræðuhæf um annað en áramótaheitin og nýja lífsstílinn sem til stendur að taka upp. Nú skal tekið á því sem aldrei fyrr og öllu sem aflaga hefur farið kippt í liðinn með trukki. Það á að borða hollari mat, mæta daglega í ræktina, hætta að reykja, drekka minna, ganga á fjöll og hlaupa maraþon. Og vei þeim sem vogar sér að minna á að þessi heit hafi nú líka verið strengd í fyrra og spyr í sakleysi hvað orðið hafi um nýja lífsstílinn sem tekinn var upp þá. Þetta er allt annað mál, núna er þetta sko í alvöru. Bakþankar 9.1.2013 16:51
Jólaandinn í flóðunum Paddington-brautarstöðin í London daginn fyrir Þorláksmessu. Mannmergðin er gríðarleg og fólk þýtur fram og aftur með tryllingsglampa í augum í leit að réttum brautarpalli, réttri lest, réttu sæti. Ég bíð óralengi eftir að komast í miðasjálfsala, kaupi miða til Exeter, finn brautarpall lestarinnar á upplýsingatöflunni og byrja að rölta í áttina. Það eru tíu mínútur í brottför og engin ástæða til að vera með æsing. Bakþankar 26.12.2012 20:59
Burt með Jesús og jólasveina Ég trúi ekki á jólasveina. Ég hef lagt mikla vinnu í að halda þeim frá börnunum mínum og mér finnst forkastanlegt að leikskólar, skólar, verslanir og félagasamtök skuli halda þessum ófögnuði að börnunum. Það hlýtur að vera sanngirniskrafa að börn foreldra sem afneita jólasveinum séu ekki jaðarsett í aðdraganda jóla þegar öll hin börnin skemmta sér á jólaböllum. Hvað hafa þessir feitu rauðklæddu karlar með jólin að gera yfirhöfuð? Bakþankar 12.12.2012 17:41
Svaraðu manneskja! Ég sendi henni skilaboð á Facebook fyrir mörgum klukkutímum og hún hefur enn ekki svarað,“ segir kollega mín öskupirruð þegar talið berst að útsiktuðum viðmælanda sem hún hefur verið að reyna að ná í. Við hin dæsum öll og hristum höfuðið yfir þessum fádæma dónaskap í konunni. Hver svarar ekki skilaboðum á Facebook um hæl? Hvurslags er þetta? Bakþankar 28.11.2012 19:41
Mannkynið og kvenkynið Það er bara ein mynd af konu á forsíðunni. Guð hjálpi okkur. Við verðum að finna fleiri.“ Upphrópanir eins og þessa er ekki óalgengt að heyra á ritstjórninni seinnipartinn á föstudögum. Helgarforsíða með tómum körlum væri nefnilega stórslys. Brot á fjölmiðlalögum og hvað veit ég. Hins vegar virðast þau lög einungis virka í aðra áttina því engar slíkar upphrópanir heyrast þegar konur einoka forsíðuna. Það er bara flott og æðislegt. Klapp á bakið móment: Vel gert hjá okkur. Við erum sko aldeilis að standa okkur. Bakþankar 14.11.2012 16:41
Vetur sjálfsánægjunnar Þessi vetur lítur út fyrir að verða óvenju harður. Ekki endilega hvað veðurfar varðar heldur eru það kosningarnar í vor sem hörkunni valda. Frambjóðendur eru nú þegar, í upphafi nóvembermánaðar, komnir í skotgrafirnar fyrir prófkjörin. Flíka sínu eigin ágæti á kostnað annarra frambjóðenda og bombardera blásaklausa kjósendur með Facebook-síðum, vefsíðum, tilkynningum, fjölskyldumyndum og innihaldslausum viðtölum í fjölmiðlum. Hver og einn reynir að sannfæra okkur um yfirburði sína fram yfir aðra valkosti til að gegna þessu fyrirlitnasta starfi á landinu. Hnútukastið er hafið og hér eru menn þó að keppa við samherja sína. Hjálpi okkur allar vættir þegar prófkjörunum lýkur og menn fara að snúa sér að því að níða skóinn af pólitískum andstæðingum. Bakþankar 31.10.2012 17:08
Klám er klám er klám Erótíska bókabylgjan sem 50 gráir skuggar hrundu af stað er sögð munu hafa áhrif á bókmenntir eftir og fyrir konur næstu árin. Sölutölur eru svimandi háar og forleggjarar jafnt sem höfundar dansa um með dollaramerki í augum við tilhugsunina um allt það fjármagn sem klámsveltar konur munu færa þeim. Setja upp kryppu ef minnst er á klám í þessu samhengi og veifa orðinu erótík – sem enginn skilur, rétti kvenna til að tjá sig út frá kynferði sínu og ég veit ekki hverju og hverju. Bakþankar 17.10.2012 17:22
Kássast upp á jússur Einelti er skelfilegt. Um það erum við öll sammála. En þrátt fyrir mikla umræðu og markvissar aðgerðir virðist ganga illa að ráða niðurlögum þess. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum kemur fram í fjölmiðlum og lýsir sárri reynslu af einelti skólafélaga, vinnufélaga eða annarra. Og við jesúsum okkur og hryllum í kór yfir þessum sögum; skiljum ekki hvaðan þessi grimmd og mannfyrirlitning kemur. Kannski við ættum að líta okkur nær. Bakþankar 3.10.2012 21:47
Vildi fá sér vænan mann Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi.“ Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snúast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáldskaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkomlega óhugsandi að kona öðlist hamingju öðruvísi en í gegnum samband við karlmann. "Þetta er bara svona.“ Bakþankar 19.9.2012 16:53
Hausthamingjan yfir mér Bezt eru vorin, ekkert elska ég heitar,“ orti Hannes Pétursson í Söngvum til jarðarinnar og eflaust taka margir sólþyrstir Íslendingar undir með skáldinu. Bakþankar 5.9.2012 18:01
Listin að gera ekki neitt Ætlarðu bara að sitja á þessum sófa allt sumarfríið?“ spyr vinur minn stórhneykslaður á svip. Hann hefur kíkt í kaffi í góða veðrinu eftir að hafa hjólað tuttugu kílómetra, komið við í grillveislu, pantað sér sumarbústað og drukkið latte á útikaffihúsi við Austurvöll. „Maður verður að GERA eitthvað í sumarfríinu,“ segir hann með hyldjúpri sannfæringu. Og reynir að fela geispa með hendinni. Bakþankar 11.7.2012 16:49
Af litlu bretti… Friðrik krónprins Dana hefur áhyggjur. Honum finnst landar sínir sólgnir í frægð án tillits til verðleika. Segir þá hópast í raunveruleikaþætti í sjónvarpi í þeirri einu von að öðlast umtal og athygli, minna fari fyrir raunverulegum hæfileikum. Æðsta markmiðið sé að verða frægur fyrir það eitt að vera frægur. Bakþankar 27.6.2012 17:44
Læri, læri, tækifæri Hugsum okkur að yfir standi Evrópumeistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellinum. Þetta gengur náttúrulega ekki og viðbrögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! Bakþankar 13.6.2012 17:04
Píka til sölu, kostar eina tölu Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. Bakþankar 30.5.2012 16:54
Dagur í Undralandi Með stírurnar í augunum staulast ég fram í eldhús til að búa til fyrsta dagskammtinn af kaffi. Á leiðinni pikka ég upp blaðið á dyramottunni og á forsíðunni blasir við mér mynd af konu að mata álfa á hunangi. Á bak við hana glittir í einn af þingmönnum þjóðarinnar, skelmisglottandi og áhugasaman. Konan reynist vera sjáandi í álfagarði og þingmaðurinn hefur fengið hana til liðs við sig við að flytja álfafjölskyldu til heimkynna sinna. Álfarnir eru ánægðir með flutningana að sögn sjáandans og gera ekki aðrar kröfur um nýju heimkynnin en að þar sé sjávarsýn og beitiland fyrir kindur. Bróðir utanríkisráðherra lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af þessu athæfi þingmannsins þar sem álfar kunni illa að meta flutninga og muni án efa leita leiða til að hefna sín. Bakþankar 16.5.2012 16:48
Gínurnar í glugganum Næsti biskup Íslands verður kvenkyns. Þúsund ára einokun karla á því embætti er lokið og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar eru líbó og langt komnir í jafnréttismálum. Fréttaflutningur af biskupskjörinu nánast einskorðast við kyn biskupsins tilvonandi og sú staðreynd að kjörið sýnir fyrst og fremst þann ásetning kirkjunnar manna að viðhalda status quo og slá um leið vopnin úr höndum þeirra sem gagnrýnt hafa kirkjuna fyrir kvenfyrirlitningu fellur í skuggann. Íhaldssöm kona er sjálfkrafa betri kostur en frjálslyndur karl að mati jafnréttissinna. Bakþankar 2.5.2012 22:56
Ljós, lykt og lautartúrar Í fyrradag sat ég á gangstéttarkaffihúsi í Edinborg, sötraði morgunkaffið og pírði augun upp í sólina, alsæl. Það var 8 gráðu hiti og nístingsvindur en sólin skein og það eitt skipti máli. Skotarnir, sem þó kalla ekki allt ömmu sína hvað viðvíkur kulda, hristu höfuðið yfir þessari klikkuðu konu, vöfðu úlpunum þéttar að sér og keyrðu hökur niður í bringur. Gamall maður sem átti leið fram hjá kom til mín með áhyggjusvip og sagði: „Viltu ekki fara inn, vinan, það slær að þér. Vorið ætlar að láta bíða eftir sér í ár.“ Bakþankar 18.4.2012 16:44
Gömul en alls ekki góð Þessi leikur er alltof flókinn fyrir gamalt fólk,“ sagði fjórtán ára dóttursonur minn andvarpandi eftir að hafa eytt klukkutíma í að reyna að kenna ömmu gömlu leikreglurnar í uppáhaldstölvuleiknum sínum. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann gerði sér ljóst að hann hafði hlaupið á sig, sótroðnaði og flýtti sér að bæta við: „Ég meina sko eldra en þrjátíu ára.“ Bakþankar 4.4.2012 16:39
Bókmenntafræði hversdagsins Leitið og þér munuð finna.“ Stutt og laggott svar eins kennaranna í almennri bókmenntafræði í denn við spurningu eins nemandans um það hvert viðfangsefni bókmenntafræðinnar væri. Þessi kennari taldi sem sé að túlka mætti hvaða texta sem væri út frá fyrirframgefnum hugmyndum lesandans og heimfæra hverja þá kenningu sem lesandanum væri kærust upp á alla texta sem skrifaðir hafa verið. Textinn öðlaðist ekki merkingu fyrr en í huga lesandans. Bakþankar 21.3.2012 17:54
Sætustu stelpuna á Bessastaðaballið Efnt hefur verið til nokkurs konar raunveruleikaþáttar þar sem ræddir eru kostir og lestir hugsanlegra forsetaframbjóðenda. Enginn af kandídötunum hefur reyndar skráð sig til leiks í þættinum, en þeir eru engu að síður vegnir og metnir, gefnar einkunnir og stimplaðir hæfir eða óhæfir. Helsta niðurstaða dómara þáttarins hingað til er að það sé kominn tími á að fá konu í forsetaembættið. Bakþankar 7.3.2012 16:23
Einhvern til að elska Ég hef aldrei kosið í alþingiskosningum. Hefur aldrei verið boðið upp á valkost sem ég felli mig við. Geri mér grein fyrir því að kosningarétturinn er mikils virði en finnst sú hugmynd að kjósa flokk, sem hefur alls kyns mál sem ég sætti mig ekki við á stefnuskránni, ógeðfelld. Það væri svona álíka og að deita mann sem ég væri ekkert skotin í, bara til að deita. Sú tilhugsun höfðar ekki til mín og ég sit heima. Tek ekki þátt í leitinni að þeim rétta. Bakþankar 22.2.2012 18:57
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent