Þórður Snær Júlíusson

Fréttamynd

Þrýstihópar

Hópur lögmanna ýmissa sakborninga sem eru til rannsóknar vegna ætlaðra efnahagsbrota skrifuðu grein skömmu fyrir jól. Þar hvöttu þeir fjölmiðla landsins til "að sýna þann siðferðisstyrk að leyfa mönnum að njóta sjálfsagðra mannréttinda þar til leyst hefur verið úr ágreiningi um sekt þeirra fyrir dómstólum“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spilling og græðgi

Björn Jón Bragason skrifaði nýverið grein um einkavæðingu Búnaðarbankans í tímaritið Sögu. Þar rekur hann gamalkunnan sannleik um þá fordæmalausu spillingu sem fylgdi þeim gjörningi af nokkurri dýpt. Tvennt í grein Björns vekur mikla athygli: samantekt hans á því hvað hinir ýmsu menn sem tengdust S-hópnum högnuðust gríðarlega í kjölfar einkavæðingarinnar og fullyrðingar um að sameining bankans og Kaupþings hafi verið skipulögð nokkrum mánuðum áður en ríkið seldi hlut sinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stéttaskipting

Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi á undanförnum árum er nokkurs konar vítahringur. Fyrst var lánað takmarkalaust til allra sem vildu og blásin upp fordæmalaus fasteignabóla. Síðan hrundi efnahagslífið, fasteignaverð féll, öll lán hækkuðu og margir sátu fastir með neikvæða eiginfjárstöðu í íbúðum sínum eða voru keyrðir í gegnum alls kyns afskriftarleiðir. Í kjölfarið fengu lánastofnanir á þriðja þúsund fasteignir í fangið sem þær þora ekki að setja á markað. Vegna þess að þá lækkar fasteignaverð. Og þá þarf að taka annan snúning í afskriftum á þeim sem þegar er búið að afskrifa hjá. Þetta ástand hefur blásið upp nýja bólu, en nú á leigumarkaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sýndargerningar

Seint í mars 2009 samþykkti þá glænýr fjármálaráðherra að breyta ónýtum skammtímaskuldum nokkurra fjárfestingarbanka í langtímaskuldir á hlægilega lágum vöxtum. Bankarnir hétu VBS, Saga og Askar. Samtals var um að ræða lán upp á 52 milljarða króna. Lög heimiluðu þeim að eignfæra mismuninn á gjafarvöxtunum og markaðsvöxtum, sem voru tíu prósentustigum hærri. Eins og hendi væri veifað var eigið fé þeirra orðið jákvætt. Á pappír.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samkeppni um fé

Fréttablaðið hefur á undanförnum vikum greint ítarlega frá áhrifum íslensku bankanna á innlenda samkeppnismarkaði með eignarhaldi þeirra á fyrirtækjum. Samkvæmt úttekt Fjármálaeftirlitsins (FME) voru fyrirtækin sem þeir eiga í 132 talsins í byrjun nóvember. Bankarnir hafa brugðist ókvæða við þessari talningu og birtu í kjölfarið upplýsingar um eðli þessara fyrirtækja. Með hafa fylgt skýringar um að flest fyrirtækjanna séu annaðhvort í minnihlutaeigu bankanna, geymd í dótturfélögum eða séu ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki á neytendamarkaði. Þess vegna sé skakkt að setja eignarhaldið fram með þeim hætti sem FME gerði. Þessar skýringar halda ekki að öllu leyti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rangfærslur

Nokkrir þingmenn og áberandi álitsgjafar hafa farið mikinn í gagnrýni á að hluti af auknum innheimtum Arion og Íslandsbanka renni til þrotabúa Kaupþings og Glitnis. Undirtónninn er sá að ríkið hafi glutrað niður tækifæri til að færa niður skuldir heimila og þess í stað gert vogunarsjóði sem keypt hafi 60% allra krafna á slikk stjarnfræðilega ríka. Þetta eru rangfærslur. Annaðhvort eru þær settar fram meðvitað eða af fullkominni vanþekkingu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tveir kostir

Sá tónn hefur verið sleginn í formannsbaráttu Sjálfstæðisflokksins að eini blæbrigðamunurinn á pólitískum áherslum frambjóðendanna tveggja sé að annar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, vill afskrifa meira af skuldum almennings enn hinn, Bjarni Benediktsson, án þess að útskýra hvaðan peningar til þess eigi að koma. Bæði telja þetta samræmi eðlilegt, enda séu þau pólitískir bandamenn sem starfi í sama flokki. Það er þó gríðarleg einföldun á þeim suðupotti pólitískra stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Innan hans finnast örgustu sósíalistar og róttækir

Fastir pennar
Fréttamynd

Tiltektariðnaður

Eftir bankahrun þurfti að ráðast í stórkostlega tiltekt á Íslandi. Það þurfti að endurskipuleggja efnahagsstjórnina, fjármálakerfið, atvinnulífið og heimilin. Margir hafa unnið við þessa tiltekt. Til varð nokkurs konar tiltektariðnaður. Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að koma föllnu kerfi aftur á fætur. Margir hafa hins vegar efast um að þeir sem sinna endurskipulagningunni hafi einhvern hvata til að ljúka henni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósjálfbært plan

Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu í vikunni fram tillögur í efnahagsmálum. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn halda því fram að tillögurnar eigi á trúverðugan hátt að tryggja sjálfbærni í ríkisrekstri. Af lestri þeirra er vandséð að svo verði.

Fastir pennar