Lífeyrissjóðirnir plataðir Bankahólfið - Þórður Snær Júlíusson skrifar 8. febrúar 2012 14:00 Forsvarsmenn lífeyrissjóða keppast nú um að túlka niðurstöðu nefndar sem gerði úttekt á starfsemi sjóðanna fyrir hrun sér í hag eða segja hana fulla af rangfærslum. Þeir virðast ekki ætla að taka helstu niðurstöðu skýrslunnar til sín. Þá að þeir voru, allt of oft, plataðir til að fjárfesta í vafasömum gerningum. Þeir juku til dæmis gjaldmiðlavarnir sínar um rúmlega helming frá miðju ári 2007 og fram að bankahruni. Þetta gerðist á sama tíma og krónan var að veikjast og mikil umræða var í gangi í fjölmiðlum um að bankarnir væru sjálfir að fella krónuna. Ein helsta röksemd lífeyrissjóðanna í deilum þeirra um uppgjör þessara samninga nú er sú að þeir hafi verið plataðir. Að sumir bankarnir hafi verið að gera nákvæmlega það sem allir voru að tala um í aðdraganda hrunsins, að fella vísvitandi krónuna til að auka hagnað sinn og vildarviðskipta sinna. Þessir samningar munu kosta sjóðina að minnsta kosti vel á fjórða tug milljarða. Þá er ljóst að skilmálar óveðtryggðra fyrirtækjaskuldabréfa voru almennt of veikir, en lífeyrissjóðirnir hafa þegar tapað rúmlega 90 milljörðum króna á slíkum bréfum. Í skýrslunni segir að það megi „sjá að þeir sem náðu undirtökum í hlutafélagi, náðu ekki aðeins tangarhaldi á sjóðum félagsins, heldur gátu þeir einnig gefið út skuldabréf í nafni félagsins væri það í góðu áliti. Síðan mátti færa sjóðina og lánsféð í annað félag (eignarhaldsfélag) og skilja skelina eina eftir handa kröfuhöfunum til að bítast um". Með öðrum orðum þá var hlutafélögum sem voru „í góðu áliti" gert kleift að gefa út skuldabréf, selja lífeyrissjóðunum, færa síðan allar eignir frá útgefandanum og skilja ekkert eftir handa sjóðunum. Engir skilmálar voru settir til að koma í veg fyrir þetta. Séðir menn plötuðu sjóðina til að kaupa verðlausa pappíra. Sjóðirnir virðast líka hafa verið plataðir til að taka þátt í hlutabréfaviðskiptum sem virtust byggð á vafasömum grunni. Í skýrslunni er til að mynda rakið hvernig sjóðirnir ákváðu að taka þátt í hlutabréfaútboði FL Group í desember 2007 þrátt fyrir að virði bréfa í félaginu hefði fallið mikið í aðdraganda þess. Tveimur mánuðum eftir hlutabréfaútboðið var tilkynnt um að tap FL Group á árinu 2007 hefði numið 67,3 milljörðum króna. Það getur varla verið að stjórnendur lífeyrissjóðanna hafi haft vitneskju um raunverulega stöðu FL Group á þessum tíma. Þeir hljóta að hafa verið plataðir. Það skiptir ekki öllu máli hver krónutala taps sjóðanna var. Það skiptir ekki máli frá hvaða degi það er reiknað eða miðað við hvaða gengisvísitölu. Það sem skiptir máli er að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna kynntu sér fjárfestingarnar oft á tíðum ekki nægilega vel. Þeir stóðu ekki nægilegan vörð um peningana okkar. Það var of auðvelt að plata þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Forsvarsmenn lífeyrissjóða keppast nú um að túlka niðurstöðu nefndar sem gerði úttekt á starfsemi sjóðanna fyrir hrun sér í hag eða segja hana fulla af rangfærslum. Þeir virðast ekki ætla að taka helstu niðurstöðu skýrslunnar til sín. Þá að þeir voru, allt of oft, plataðir til að fjárfesta í vafasömum gerningum. Þeir juku til dæmis gjaldmiðlavarnir sínar um rúmlega helming frá miðju ári 2007 og fram að bankahruni. Þetta gerðist á sama tíma og krónan var að veikjast og mikil umræða var í gangi í fjölmiðlum um að bankarnir væru sjálfir að fella krónuna. Ein helsta röksemd lífeyrissjóðanna í deilum þeirra um uppgjör þessara samninga nú er sú að þeir hafi verið plataðir. Að sumir bankarnir hafi verið að gera nákvæmlega það sem allir voru að tala um í aðdraganda hrunsins, að fella vísvitandi krónuna til að auka hagnað sinn og vildarviðskipta sinna. Þessir samningar munu kosta sjóðina að minnsta kosti vel á fjórða tug milljarða. Þá er ljóst að skilmálar óveðtryggðra fyrirtækjaskuldabréfa voru almennt of veikir, en lífeyrissjóðirnir hafa þegar tapað rúmlega 90 milljörðum króna á slíkum bréfum. Í skýrslunni segir að það megi „sjá að þeir sem náðu undirtökum í hlutafélagi, náðu ekki aðeins tangarhaldi á sjóðum félagsins, heldur gátu þeir einnig gefið út skuldabréf í nafni félagsins væri það í góðu áliti. Síðan mátti færa sjóðina og lánsféð í annað félag (eignarhaldsfélag) og skilja skelina eina eftir handa kröfuhöfunum til að bítast um". Með öðrum orðum þá var hlutafélögum sem voru „í góðu áliti" gert kleift að gefa út skuldabréf, selja lífeyrissjóðunum, færa síðan allar eignir frá útgefandanum og skilja ekkert eftir handa sjóðunum. Engir skilmálar voru settir til að koma í veg fyrir þetta. Séðir menn plötuðu sjóðina til að kaupa verðlausa pappíra. Sjóðirnir virðast líka hafa verið plataðir til að taka þátt í hlutabréfaviðskiptum sem virtust byggð á vafasömum grunni. Í skýrslunni er til að mynda rakið hvernig sjóðirnir ákváðu að taka þátt í hlutabréfaútboði FL Group í desember 2007 þrátt fyrir að virði bréfa í félaginu hefði fallið mikið í aðdraganda þess. Tveimur mánuðum eftir hlutabréfaútboðið var tilkynnt um að tap FL Group á árinu 2007 hefði numið 67,3 milljörðum króna. Það getur varla verið að stjórnendur lífeyrissjóðanna hafi haft vitneskju um raunverulega stöðu FL Group á þessum tíma. Þeir hljóta að hafa verið plataðir. Það skiptir ekki öllu máli hver krónutala taps sjóðanna var. Það skiptir ekki máli frá hvaða degi það er reiknað eða miðað við hvaða gengisvísitölu. Það sem skiptir máli er að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna kynntu sér fjárfestingarnar oft á tíðum ekki nægilega vel. Þeir stóðu ekki nægilegan vörð um peningana okkar. Það var of auðvelt að plata þá.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun