Brjótið lög! Þórður Snær Júlíusson skrifar 16. maí 2012 06:00 Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið sett mikinn þrýsting á lífeyrissjóði landsins um að brjóta lög og taka þátt í að hjálpa þeim að ná skammtímamarkmiðum sínum, á kostnað langtímahagsmuna eigenda sjóðanna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óskaði eftir því í byrjun október 2008 að lífeyrissjóðirnir flyttu heim helming erlendra eigna sinna, sem þá voru um 250 milljarða króna virði. Ekki þarf að tíunda hvað slík aðgerð hefði haft í för með sér hefðu bankarnir ekki hrunið til grunna og komið í veg fyrir að á hana reyndi. Féð hefði enda væntanlega verið fest, að minnsta kosti að hluta, í fjármálagerningum föllnu bankanna eða ógjaldfærra skuldara þeirra. Haustið 2010 boðaði sitjandi ríkisstjórn svo til víðtæks samráðs alls konar aðila, meðal annars lífeyrissjóða, til að skikka þá til þátttöku í aðgerðum til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Sjóðirnir létu þá vinna fyrir sig lögfræðiálit sem segir að þeim sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Lög banna þeim það. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið þau að hóta að skattleggja þá ef þeir spiluðu ekki með. Síðan þá hefur þrýstingurinn á lífeyrissjóðina verið viðvarandi þrátt fyrir að í ítarlegri greiningu Seðlabankans, sem var kynnt í apríl, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að niðurfellingaraðgerðir stjórnvalda hafi verið ómarkvissar og ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti til þeirra sem þurftu á þeim að halda. Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í fyrradag enn einni skuldaniðurfellingarhugmyndinni. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að „vaxandi kurr" sé í garð sjóðanna vegna tregðu þeirra til að spila með. Þar er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni efnahagsráðherra: „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Það má gagnrýna lífeyrissjóði landsins fyrir margt. Það má gagnrýna þá fyrir að hafa verið ginnkeyptir fyrir blekkingum í aðdraganda hrunsins og fyrir að hafa ekki skrifað niður margar eignir sínar í kjölfar þess þegar öllum var ljóst að þær hefðu tapað virði sínu. En það er ekki hægt að gagnrýna þá fyrir að sinna sínu lögbundna hlutverki og neita að brjóta lög um starfsemi sína. Ef stjórnvöld eru svona áfjáð í að lífeyrissjóðirnir skrifi niður skuldir sem eru í skilum þá er hreinlegast að setja lög sem heimila þeim það. Þannig gæti ríkisstjórnin framkvæmt eignaupptöku og skilgreint hlutverk lífeyrissjóða upp á nýtt á eigin ábyrgð. Sagan myndi síðan dæma þau verk. Það er heiðarlegra en að reyna að neyða stjórnendur lífeyrissjóða til lögbrota. Stjórnvöld gætu þá í leiðinni lögfest, og útfært, almennar skuldaniðurfellingar og afnám verðtryggingar til að tryggja sér stuðning Hreyfingarinnar. Í því samhengi er þó rétt að minna á áðurnefnda greiningu Seðlabankans sem sagði að fimmtungs niðurfærsla á verðtryggðum lánum myndi kosta 261 milljarð króna. Greiningin, sem byggist á nákvæmasta skuldaragagnagrunni í heiminum, sagði einnig að 57 prósent slíkra afskrifta, tæplega 150 milljarðar króna, myndu falla í skaut tekjuháum heimilum. Tveir aðilar, sem þó eru sá sami, myndu greiða fyrir þá aðgerð. Skattgreiðendur og lífeyrisþegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið sett mikinn þrýsting á lífeyrissjóði landsins um að brjóta lög og taka þátt í að hjálpa þeim að ná skammtímamarkmiðum sínum, á kostnað langtímahagsmuna eigenda sjóðanna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óskaði eftir því í byrjun október 2008 að lífeyrissjóðirnir flyttu heim helming erlendra eigna sinna, sem þá voru um 250 milljarða króna virði. Ekki þarf að tíunda hvað slík aðgerð hefði haft í för með sér hefðu bankarnir ekki hrunið til grunna og komið í veg fyrir að á hana reyndi. Féð hefði enda væntanlega verið fest, að minnsta kosti að hluta, í fjármálagerningum föllnu bankanna eða ógjaldfærra skuldara þeirra. Haustið 2010 boðaði sitjandi ríkisstjórn svo til víðtæks samráðs alls konar aðila, meðal annars lífeyrissjóða, til að skikka þá til þátttöku í aðgerðum til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Sjóðirnir létu þá vinna fyrir sig lögfræðiálit sem segir að þeim sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Lög banna þeim það. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið þau að hóta að skattleggja þá ef þeir spiluðu ekki með. Síðan þá hefur þrýstingurinn á lífeyrissjóðina verið viðvarandi þrátt fyrir að í ítarlegri greiningu Seðlabankans, sem var kynnt í apríl, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að niðurfellingaraðgerðir stjórnvalda hafi verið ómarkvissar og ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti til þeirra sem þurftu á þeim að halda. Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í fyrradag enn einni skuldaniðurfellingarhugmyndinni. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að „vaxandi kurr" sé í garð sjóðanna vegna tregðu þeirra til að spila með. Þar er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni efnahagsráðherra: „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Það má gagnrýna lífeyrissjóði landsins fyrir margt. Það má gagnrýna þá fyrir að hafa verið ginnkeyptir fyrir blekkingum í aðdraganda hrunsins og fyrir að hafa ekki skrifað niður margar eignir sínar í kjölfar þess þegar öllum var ljóst að þær hefðu tapað virði sínu. En það er ekki hægt að gagnrýna þá fyrir að sinna sínu lögbundna hlutverki og neita að brjóta lög um starfsemi sína. Ef stjórnvöld eru svona áfjáð í að lífeyrissjóðirnir skrifi niður skuldir sem eru í skilum þá er hreinlegast að setja lög sem heimila þeim það. Þannig gæti ríkisstjórnin framkvæmt eignaupptöku og skilgreint hlutverk lífeyrissjóða upp á nýtt á eigin ábyrgð. Sagan myndi síðan dæma þau verk. Það er heiðarlegra en að reyna að neyða stjórnendur lífeyrissjóða til lögbrota. Stjórnvöld gætu þá í leiðinni lögfest, og útfært, almennar skuldaniðurfellingar og afnám verðtryggingar til að tryggja sér stuðning Hreyfingarinnar. Í því samhengi er þó rétt að minna á áðurnefnda greiningu Seðlabankans sem sagði að fimmtungs niðurfærsla á verðtryggðum lánum myndi kosta 261 milljarð króna. Greiningin, sem byggist á nákvæmasta skuldaragagnagrunni í heiminum, sagði einnig að 57 prósent slíkra afskrifta, tæplega 150 milljarðar króna, myndu falla í skaut tekjuháum heimilum. Tveir aðilar, sem þó eru sá sami, myndu greiða fyrir þá aðgerð. Skattgreiðendur og lífeyrisþegar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun