
Frjálsar íþróttir

Einar Daði reddaði sér í síðasta kastinu í kúlunni - áfram í 8. sæti
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að byrja vel á Evrópumótinu í frjálsum en hann kastaði kúlunni 13,65 metra í þriðju grein og er þar með áfram í 8. sæti tugþrautarkeppninni.

Óðinn langt frá sínu besta - endaði í 22. sæti
FH-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson var langt frá sínu besta í undankeppni kúluvarpsins á Evrópumótinu í frjálsum í Helsinki og er úr leik á mótinu. Óðinn kastaði 18,19 metra og endaði í 22. sæti.

Einar Daði með fimmta lengsta stökkið - í 8. sæti eftir tvær greinar
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í 8. sæti eftir tvær greinar í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum en hann stökk lengst 7,33 metra í langstökkinu og fékk fyrir það 893 stig. Það voru bara fjórir sem stukku lengra en Einar Daði.

Tárin féllu þegar ellefu ára heimsmet Seberle var slegið
Tugþrautarkappinn Asthon Eaton hneig til jarðar og grét gleðitárum þegar hann kom í mark í 1500 metra hlaupinu á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í London. Heimsmetið í tugþraut, sem verið hafði í eigu Tékkans Romans Seberle í ellefu ár, var hans.

Einar Daði byrjaði vel á EM - persónulegt met í 100 metrunum
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson setti persónulegt met í fyrstu greininni í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum íþróttum þegar hann hljóp 100 metra hlaup á 11,11 sekúndum. Einar Daði er í 15. sæti eftir fyrstu grein.

Matthildur Ylfa vann brons á EM fatlaðra
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir vann fyrstu verðlaun Íslands á EM fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi í dag þegar hún krækti í bronsverðlaun í langstökki. Matthildur Ylfa hafði fyrr um daginn endaði í 8. sæti í 200 metra hlaupi.

Stefnir aftur á úrslitin á EM
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er að fara að keppa á sínu sjötta stórmóti á Evrópumótinu í Helsinki sem hefst á morgun. Hún á góðar minningar frá Evrópumótinu í Barcelona fyrir tveimur árum þegar hún komst í úrslitin og náði að lokum tíunda sætinu. "Snýst um að hafa hausinn í lagi, " segir Ásdís.

Helgi fjórði í 100 metra hlaupi | Íslandsmet fékkst ekki staðfest
Helgi Sveinsson varð í fjórða sæti í flokki T42 á Evrópumóti fatlaðra sem hófst í Hollandi í gær. Helgi hljóp á tímanum 14,41 sekúnda en vindur mældist 2,3 m/s og fékkst nýtt Íslandsmet því ekki staðfest.

Ingeborg bætti Íslandsmet fatlaðra í spjótkasti
Ingeborg Eide Garðarsdóttir varð í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á Evrópumóti fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentímetra. Ingeborg átti gamla metið sjálf en hún kastaði slétta 15 metra á Íslandsmóti ÍF. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍF.

Hin 16 ára Aníta Hinriksdóttir bætti 29 ára gamalt met í 800 metra hlaupi
Frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir, ÍR, bætti í dag gamalt Íslandsmet í 800 metra hlaupi á móti í Þýskalandi.

Fimm Íslendingar keppa á EM í frjálsum í Helsinki
Fimm íslenskir keppendur fara á Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum sem fram fer dagana 27. júní til 1. júlí í Helsinki. Það eru þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni, Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR, FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari, Trausti Stefánsson sem keppir í 400 m hlaupi og Kristinn Torfason sem keppir í langstökki.

Stífna upp og tapa hraða í sprettunum
Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti.

Helga Margrét verðlaunuð af Háskóla Íslands
Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hlaut í gær styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Helga Margrét er skráð í nám í næringarfræði í haust.

Kristinn og Trausti í góðum gír í Austurríki
FH-ingarnir Kristinn Torfason og Trausti Stefánsson náðu góðum árangri á móti í Austurríki á laugardag.

Helga Margrét náði ekki ÓL lágmarkinu í Noregi
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, var töluvert frá sínum besta árangri á Norðurlandamóti unglinga í sjöþraut sem fram fór um helgina í Sandnes í Noregi. Helga Margrét er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London en hún á enn langt í land miðað við árangur hennar um helgina.

Óðinn kastaði 19,30 metra | Hilmar Örn bætti Íslandsmet
Óðinn Björn Þorsteinsson, frjálsíþróttamaður úr FH, kastaði 19,30 metra á Kastmóti FH sem fram fór í Kaplakrika í gærkvöldi.

Helga Margrét reynir við Ólympíulágmarkið um helgina
Sjö íslenskir frjálsíþróttamenn verða meðal þátttakenda á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum í Sandnes í Noregi um helgina. Þeirra á meðal er Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem stefnir á að ná Ólympíulágmarki í sjöþraut.

Það var sjúklega gaman hjá okkur
Einar Daði Lárusson var aðeins 52 stigum frá því að ná lágmarkinu fyrir tugþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í London. Hann bætti sig um 308 stig meðal stóru nafnanna í Kladno og er núna orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar.

Usain Bolt lenti í bílslysi en slasaðist ekki
Spretthlauparinn Usain Bolt lenti í bílslysi rétt hjá heimili sínu fyrr í dag en samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Bolt slasaðist hann ekki.

Einar Daði annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar | Fimmti í Kladno
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut.

Ásdís fimmta á Demantamótinu í New York
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, keppti í dag á Demantamótinu í New York í Bandaríkjunum. Ásdís kastaði spjótinu lengst 58,72 metra sem er hennar lengsta kast í ár. Ásdís hafði áður kastað lengst 58,47 metra á þessu ári en það var á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Riga í síðustu viku.

Einar Daði í þriðja sæti eftir fyrri dag í Kladno
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að standa sig vel á geysisterku alþjóðlegu tugþrautarmóti í Kladnó í Tékklandi. Hann fékk 4130 stig fyrir fyrstu fimm greinarnar sem er 143 stigum meira en í þraut hans á Ítalíu fyrr í vor. Einar Daði er í 3. sæti eftir fyrri daginn. Dmitriy Karpov frá Kazastan leiðir með 4248 stig en í öðru sæti er Adam Sebastian Helcelet með 4159 stig.

Einar Daði keppir í Kladno
Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR keppir um helgina á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) sem fram fer í Kladno í Tékklandi. Fyrir mánuði síðan náði Einar Daði þeim frábæra árangri að ná þriðja sæti á öðru slíku stigamóti sem fram fór á Ítalíu.

Hafdís fljótust í sprettunum | Tvö unglingamet hjá Hilmari Erni
Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar sigraði í 100 og 200 metra hlaupi kvenna á vormóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardal í gærkvöldi.

Bolt sigraði á næstbesta tíma ársins
Usain Bolt kom fyrstur í mark í 100 m hlaupi á demantamótinu í Osló í kvöld en hann hljóp vegalengdina á 9,79 sekúndum - næstbesta tíma ársins.

Óðinn Björn sjötti í Osló
Óðinn Björn Þorsteinsson hafnaði í sjötta sæti í kúluvarpi á demantamóti í Osló sem fer þar fram í dag. Hann kastaði lengst 18,66 m.

Óðinn fær að keppa á Demantamótinu á Bislett
Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson verður meðal keppanda á Demantamóti í Osló 7. júní næstkomandi en honum var boðið að keppa á mótinu sem fer fram á Bislett-leikvanginum. Óðinn er að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í London.

Bolt að komast í Ólympíugírinn - hljóp 100 m á 9.76 sek.í kvöld
Usain Bolt náði besta tíma ársins og áttunda besta tíma sögunnar þegar hann hljóp 100 metrana á 9.76 sekúndum á móti í Róm í kvöld. Bolt hljóp á miklu betri tíma en í síðustu viku þegar hann kom í mark á "aðeins" 10.04 sekúndum á móti í Ostrava.

Ásdís náði fjórða sæti í Brasilíu
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir stendur í ströngu þessa dagana en um helgina keppti hún á móti í Rio de Janeiro í Brasilíu.

Kári Steinn náði í brons á Norðurlandamóti
Kári Steinn Karlsson varð þriðji í 10 km hlaupi á Norðurlandameistarmótinu sem fór fram í Kaupmannahöfn í gær.