Jónína Michaelsdóttir Orðspor Bæjarstjóranum í Kópavogi hefur verið tilkynnt að hann njóti ekki lengur trausts. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna þegar þetta er skrifað. Fjölmiðlar og netmiðlar sjá til þess að öll heimili í landinu vita nú að þessari konu er ekki treystandi. Þangað til annað kemur í ljós. Hafi hún brotið af sér, á það ekki að vera leyndarmál. En sé hér um að ræða pólitíska geðþóttaákvörðun að litlu eða engu tilefni er þetta mannorðsatlaga. Það þarf ekki meira en tveggja daga óvissu til þess að það festist í gullfiskaminni almennings að þessi kona hafi verið rekin úr starfi bæjarstjóra, muna kannski ekki hvers vegna, nema að hún brást trausti. Fastir pennar 16.1.2012 21:00 Leikarar hér og þar Leiklist er dásamleg þegar best gerist og góð skemmtun þó að efnið sé ekki hátimbrað. Leiklist finnum við í leikhúsi og kvikmyndahúsum, en líka í daglegu lífi. Stundum er það leikaraskapur, en oft hreinasta snilld. Um það vitna leikararnir í Alþingishúsinu sem allir geta fylgst með. Forsetinn okkar er þó fremstur í flokki, enda með áratuga reynslu í faginu. Það kom dável í ljós þegar hann fór fögrum og fáguðum orðum Fastir pennar 2.1.2012 16:59 Jól og áramót Aðventan er ekki bara jólabókaveisla, heldur kvikna út um allt skemmtilegar hugmyndir og sköpunargleði eins og hvarvetna má sjá og heyra. Það iðar allt af hvers kyns tilboðum og uppákomum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Börn og unglingar láta ekki sitt eftir liggja, það er sungið og leikið og snjórinn rammar inn stemninguna. Atorkan er ótrúleg. Það er eins og fólk ætli ekki að láta ástandið í þjóðfélaginu skyggja á jólagleðina, hvað sem öðru líður. Fastir pennar 19.12.2011 22:13 Eru prófkjör besta leiðin? Orðin lýðræði og þjóðin eru að verða hvers manns mantra í ólíklegustu málum. Ef menn vilja sýnast öðrum framsýnni og heiðarlegri, flagga þeir þessum orðum í tíma og ótíma. Það væri til dæmis ólýðræðislegt að setja saman framboðslista sem ekki hefði verið valinn af þjóðinni eftir vel auglýsta frambjóðendur. Fastir pennar 5.12.2011 17:08 Aldur og atgervi Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: "Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður.“ Skoðun 21.11.2011 17:27 Um sjálfstæðismenn og flokkinn Bloggarar og álitsgjafar um um stjórnmál og viðskiptalíf hér og þar, geta þess ekki endilega hvar þeir sjálfir standa í pólitík og hvers vegna. Í mörgum tilvikum er það á allra vitorði, en ekki alltaf. Til eru þeir sem trúa því í einlægni að þeir séu hlutlausir í málflutningi, af því að þeir eru ekki flokksbundnir. Fastir pennar 7.11.2011 16:42 Lestur Nýlega kom út skýrsla þar sem fram kom að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Jafnframt kom fram að þeim liði ekki tiltakanlega illa. Það er vísast vegna þess að hvers kyns tækni er víða aðgengileg, ekki síst í tölvum, sem gerir þeim kleift að nálgast þekkingu og styttir þeim leið í námsverkefnum. Hitt er furðulegra, að þessar upplýsingar komi fram svona seint. Fastir pennar 24.10.2011 16:46 Alþingi og almenningur Þegar þeir sem prýða sitjandi ríkisstjórn skipulögðu og hvöttu til mótmæla á Austurvelli á sínum tíma, undir slagorðinu „óhæf ríkisstjórn“, og bættu rösklega í, bæði í munnsöfnuði og athæfi þegar þangað var komið, þá voru þeir að senda skilaboð til almennings um hvernig óánægja og reiði í garð sitjandi stjórnar ætti að birtast. Allir vita að mætingin á Austurvelli var ekki sjálfsprottin nema að litlu leyti. Sumir tóku með sér börn og unglinga, sem þarna fengu sýnikennslu í hvernig ætti að ná sínu fram. Og það lukkaðist. Ofbeldisteymið situr nú í ríkisstjórn við litla hrifningu hins almenna borgara. Fastir pennar 10.10.2011 16:56 Vald og virðing Þrátt fyrir landhelgisbaráttuna höfum við lengst af verið í góðum tengslum og viðskiptum við Breta og Bandaríkjamenn. Þegar Bretar hertóku Ísland 10. maí 1940, vöknuðu sumir við framandi flugvélarhljóð í vornóttinni. Borgarstjórinn í Reykjavík, sem var fárveikur, leitaðist við að setjast upp og kallaði á dóttur sína: „Hvaða merki er á flugvélinni? Hverjir eru þetta?“ Hún stóð við gluggann og sagði eftir smástund: „Þetta eru Bretar.“ Fargi var létt af borgarstjóranum sem sagði um leið og hann hneig aftur niður á koddann: „Guði sé lof, Guði sé lof!“ Allir vissu hvers var að vænta ef þetta hefðu verið Þjóðverjar. Fastir pennar 26.9.2011 16:47 Reiðin Reiðin er skrýtin skrúfa, sem bæði getur hert að og losað um tilfinningastreymi. Til eru þeir sem gefa sig henni á vald þegar hún bærir á sér. Aðrir hleypa henni ekki inn. Gera henni ekki svo hátt undir höfði. Hún nýtur reyndar þeirrar virðingar að vera tengd réttlætinu í vitund mannsins, sem styður sig við þá staðreynd þegar skapsmunir fara úr böndum. Þá er sem sagt verið að þjóna réttlætinu. Munnsöfnuður sem að jafnaði er ekki talinn vitna um gáfur og góða siði er tryggur fylgifiskur reiðinnar. Og geri einhver athugasemd við óheflað tungutak, er því svarað með þótta: "Ég var öskureiður, og ekki að ástæðulausu!" Reiðinni eru þannig gefin þau forréttindi, að ávirðingar, yfirgangur og jafnvel ofbeldi er án ábyrgðar, af því að viðkomandi gaf sig reiðinni á vald. Kaus það. Því að hvað sem hver segir, þá hefur maður alltaf val. Fastir pennar 13.9.2011 10:15 Frelsi er ekki sjálfsagður hlutur Manneskjan almennt metur ekki að verðleikum það sem hún hefur fyrr en hún er svipt því. Þá fer hún að trega það. Hún tekur gott heilsufar fyrir sjálfsagðan hlut þar til hún veikist. Hún gengur að því sem vísu að fá þrjár máltíðir á dag, þangað til hún kynnist hungri, Fastir pennar 29.8.2011 20:09 Sumargleði og vetrarþankar Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hljóð. Þetta lag og ljóð þeirra Árna úr Eyjum og Oddgeirs Kristjánssonar sveimar meira og minna um vitundina þegar líða fer á ágúst ár hvert: "Hjá þér ljómar ljúf og hýr, lífsins töfraglóð.” Fastir pennar 15.8.2011 17:41 Sama hvaðan gott kemur Á þeim árum sem Samband íslenskra samvinnufélaga var öflugt bakland Framsóknarflokksins bar eitt sinn við að maður á landsbyggðinni, sem var virkur í þeim flokki, fór þess á leit við yfirlýstan sjálfstæðismann að hann tæki að sér tiltekið ábyrgðarstarf í byggðarlaginu. Þetta vakti ekki litla athygli og undrun, bæði hjá þeim sem í hlut átti og öðrum. Framsóknarmenn voru taldir passa öðrum fremur upp á sína menn í þessum efnum. Þegar maðurinn var spurður hvers vegna í ósköpunum hann sneri sér til sjálfstæðismanns með þetta erindi sagði hann brosandi og í léttum tón: Það er sama hvaðan gott kemur!“ Fastir pennar 2.8.2011 16:19 Landsbyggðin og Reykjavíkurvaldið Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í höfuðborg landsins líta á landsbyggðarfólk eins og óðalsbændur litu á leiguliða sína. Endilega rækta landið, framleiða matvæli, taka vel á móti þéttbýlisaðlinum þegar hann er að sporta sig um landið í sumarfríinu, sem og laxveiðimönnum og hreindýraskyttum. Gott ef menn geta komið sér upp smáfyrirtækjum til að komast af. Krúttlegt að versla þar þegar drepið er niður fæti í plássinu í nokkra klukkutíma. Ekki má gleyma að baða sig dálítið í utanaðlærðri ást á ósnortinni náttúru. Fastir pennar 18.7.2011 18:09 Það sem við vitum ekki Í kvikmyndum sem gerðar voru um og eftir síðari heimstyrjöld var nánast regla að aðalleikararnir væru annað hvort með sígarettu í hægri hendi milli vísifingurs og löngutangar, eða í munnvikinu. Þetta var hluti af kúlinu. Reykingar breiddust hratt út hér á landi eins og annars staðar, sumir reyktu út af tóbaksnautn, en aðrir út af því hvað það var heimsborgaralegt að halda á sígarettu. Að vanda var nafnið á þessu fyrirbæri íslenskað og kallað vindlingur, en það orð festi ekki rætur hjá almenningi. Hitt var smartara. Mér er minnisstætt þegar glæsileg frænka mín sat heima í stofu með sígarettu í hendi og litla systir mín horfði hrifin á og spurði hvort hún mætti prófa að halda svona á sígarettunni. Frænka taldi það nú ekki við hæfi, og þá sagði systir mín í ákveðin: Ég ætla sko að reykja þegar ég er orðin stór!“ Það gerði hún reyndar ekki, en þetta rifjar upp hvað reykingastellingin er elegant og kvenleg þegar best lætur. Fastir pennar 4.7.2011 21:56 Manndómur Stundum finnst manni sumir stjórnmálamenn og smáhópar innan stjórnmálahreyfinga gera lítinn greinarmun á stjórnmálaflokki og sértrúarsöfnuði. Standa eins og hundar á roði á kennisetningum og trúa því að það sé af hugsjón og heiðarleika, eða yfirburða vitsmunum. Fastir pennar 20.6.2011 17:22 Strákar og stelpur Þegar ég var að vaxa úr grasi bjó ég á Langholtsveginum og eignaðist góða vini bæði þar og í Efstasundi og Skipasundi. Þetta voru strákar og stelpur sem gjarnan voru í leikjum í Efstasundi, bæði sumar og vetur, fóru í hjólreiðartúra saman og sungu hástöfum, spjölluðu um allt milli himins og jarðar, eins og krakkar gera. Þegar við vorum komin á fermingaraldur var farið að líta með tortryggni á það þegar strákar og stelpur voru mikið saman, bæði inni á heimilum og úti við. Þegar strákarnir úr Efstasundi og Skipasundi komu á hjólunum sínum upp á Langholtsveg og við sátum í tröppum heima eða framan við húsið fór maður að taka eftir því að fólkið sem var að bíða eftir strætó fylgdist með okkur og fór að stinga saman nefjum. Og þar sem ég þekkti marga heyrði ég fljótlega að stelpan í þessu húsi væri greinilega strákaflenna. Mér fannst þetta svo fáránlegt að ég reiddist ekki einu sinni. Fannst að þetta fólk hlyti að eiga eitthvað andstreymt. Þegar strákarnir í vinahópnum fóru að verða skotnir í stelpum hringdu sumir þeirra til mín eða komu og sögðu mér frá þeim og hvernig þeim sjálfum liði. Líka þegar upp úr slitnaði. Það var stundum sárt. Maður heyrir oft að karlar séu lokaðri en konur þegar kemur að tilfinningamálum. Það er ekki mín reynsla. Ég fann ekki mikinn mun á trúnaðarsamtölum við vinkonur mínar og strákana vini mína í þessu efni. Fastir pennar 6.6.2011 20:51 Vinátta Eitt af því dýrmætasta í lífinu er traust og varanleg vinátta. Fastir pennar 23.5.2011 17:25 Góðir siðir og vondir Það kviknaði í mörgum hjörtum á fyrstu tónleikum Hörpunnar og gaman að skynja síðustu daga almenna gleði yfir þessu langþráða mannvirki. Fastir pennar 9.5.2011 18:01 Malbik Bifreiðaeign hér á landi er nú orðið talin sjálfsagður þáttur í heimilishaldi, rétt eins og ískápur og eldavél. Fastir pennar 25.4.2011 17:12 Nýir tímar - ný tækifæri Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. En oft mænum við svo lengi með eftirsjá á lokuðu dyrnar, að við komum ekki auga á þær dyr sem standa okkur opnar. Fastir pennar 11.4.2011 18:22 Lífið og listin Ég veit ekki hvernig er með aðra, en ég verð að segja að ég er orðin frekar leið á æsingi og handapati alþingismanna í ræðustól alþingis og víðar. Annað hvort er þetta leikaraskapur, kækur frá menntaskólaárum eða skortur á sjálfstjórn. Einhvern veginn Fastir pennar 28.3.2011 16:06 Lán eða ólán Lífið er skrýtinn skóli og skemmtilegur, en líka flókinn og erfiður þegar því er að skipta. Eitt af því sem lífið kennir er að við getum aldrei vitað hvort það sem hendir okkur er lán eða ólán, þegar til Fastir pennar 14.3.2011 22:33 Hótanir hér og þar Frá því ég man eftir mér, hef ég litið á hótanir annarra sem vanmátt og öryggisleysi þess sem hótar, hvort sem það var á skólalóðinni, heima, eða á vinnustað. Kannski vegna þess að sjálf er ég svo heppin, að ég hef ég aldrei verið mannhrædd. Ég var ekki oft skömmuð og a Fastir pennar 28.2.2011 17:23 Flokksræði og framfarir Mörgum hefur verið tíðrætt um flokksræði síðustu misserin, og eru þá gjarnan með aðra flokka en sína eigin í huga. Við ber að þeir sem starfa við fjölmiðlun og eru ekki flokksbundnir, trúi því að þeir séu hlutlausir í pólitík, Fastir pennar 15.2.2011 12:37 Ekkert vísar á leið Þegar þýskur fjallgöngugarpur varð viðskila við vini sína á Eyjafjallajökli í óvæntum veðrabrigðum í síðustu viku gróf sig niður í fönn og hafðist þar við í tvær nætur, kom Fastir pennar 31.1.2011 20:46 Lýðræði eða ríkisræði Í siðuðum samfélögum eru rammar og umferðarreglur sem allir þekkja, og flestir gangast undir. Þessar samfélagsreglur eiga að tryggja öryggi Fastir pennar 17.1.2011 22:11 Lîka það leiðinlega Ein dýrmætasta auðlind landsins er fólkið sem byggir það. Virkjun þeirrar auðlindar er hluti af tilverunni. Fastir pennar 3.1.2011 20:38 Úrræði úrræðaleysisins Nú, þegar hátíð kærleika og friðar er að ganga í garð, er eins og ríkisstjórn landsins og flokkarnir sem að henni standa séu búnir að týna áttavitanum. Að venju er hampað því sem hentar hverju sinni, þótt það Fastir pennar 20.12.2010 22:05 Hvert er erindið Ég man ekki hvort ég las eða heyrði einhverntíma stutta sögu sem ég hef síðan haldið upp á. Fastir pennar 6.12.2010 19:13 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Orðspor Bæjarstjóranum í Kópavogi hefur verið tilkynnt að hann njóti ekki lengur trausts. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna þegar þetta er skrifað. Fjölmiðlar og netmiðlar sjá til þess að öll heimili í landinu vita nú að þessari konu er ekki treystandi. Þangað til annað kemur í ljós. Hafi hún brotið af sér, á það ekki að vera leyndarmál. En sé hér um að ræða pólitíska geðþóttaákvörðun að litlu eða engu tilefni er þetta mannorðsatlaga. Það þarf ekki meira en tveggja daga óvissu til þess að það festist í gullfiskaminni almennings að þessi kona hafi verið rekin úr starfi bæjarstjóra, muna kannski ekki hvers vegna, nema að hún brást trausti. Fastir pennar 16.1.2012 21:00
Leikarar hér og þar Leiklist er dásamleg þegar best gerist og góð skemmtun þó að efnið sé ekki hátimbrað. Leiklist finnum við í leikhúsi og kvikmyndahúsum, en líka í daglegu lífi. Stundum er það leikaraskapur, en oft hreinasta snilld. Um það vitna leikararnir í Alþingishúsinu sem allir geta fylgst með. Forsetinn okkar er þó fremstur í flokki, enda með áratuga reynslu í faginu. Það kom dável í ljós þegar hann fór fögrum og fáguðum orðum Fastir pennar 2.1.2012 16:59
Jól og áramót Aðventan er ekki bara jólabókaveisla, heldur kvikna út um allt skemmtilegar hugmyndir og sköpunargleði eins og hvarvetna má sjá og heyra. Það iðar allt af hvers kyns tilboðum og uppákomum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Börn og unglingar láta ekki sitt eftir liggja, það er sungið og leikið og snjórinn rammar inn stemninguna. Atorkan er ótrúleg. Það er eins og fólk ætli ekki að láta ástandið í þjóðfélaginu skyggja á jólagleðina, hvað sem öðru líður. Fastir pennar 19.12.2011 22:13
Eru prófkjör besta leiðin? Orðin lýðræði og þjóðin eru að verða hvers manns mantra í ólíklegustu málum. Ef menn vilja sýnast öðrum framsýnni og heiðarlegri, flagga þeir þessum orðum í tíma og ótíma. Það væri til dæmis ólýðræðislegt að setja saman framboðslista sem ekki hefði verið valinn af þjóðinni eftir vel auglýsta frambjóðendur. Fastir pennar 5.12.2011 17:08
Aldur og atgervi Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: "Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður.“ Skoðun 21.11.2011 17:27
Um sjálfstæðismenn og flokkinn Bloggarar og álitsgjafar um um stjórnmál og viðskiptalíf hér og þar, geta þess ekki endilega hvar þeir sjálfir standa í pólitík og hvers vegna. Í mörgum tilvikum er það á allra vitorði, en ekki alltaf. Til eru þeir sem trúa því í einlægni að þeir séu hlutlausir í málflutningi, af því að þeir eru ekki flokksbundnir. Fastir pennar 7.11.2011 16:42
Lestur Nýlega kom út skýrsla þar sem fram kom að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Jafnframt kom fram að þeim liði ekki tiltakanlega illa. Það er vísast vegna þess að hvers kyns tækni er víða aðgengileg, ekki síst í tölvum, sem gerir þeim kleift að nálgast þekkingu og styttir þeim leið í námsverkefnum. Hitt er furðulegra, að þessar upplýsingar komi fram svona seint. Fastir pennar 24.10.2011 16:46
Alþingi og almenningur Þegar þeir sem prýða sitjandi ríkisstjórn skipulögðu og hvöttu til mótmæla á Austurvelli á sínum tíma, undir slagorðinu „óhæf ríkisstjórn“, og bættu rösklega í, bæði í munnsöfnuði og athæfi þegar þangað var komið, þá voru þeir að senda skilaboð til almennings um hvernig óánægja og reiði í garð sitjandi stjórnar ætti að birtast. Allir vita að mætingin á Austurvelli var ekki sjálfsprottin nema að litlu leyti. Sumir tóku með sér börn og unglinga, sem þarna fengu sýnikennslu í hvernig ætti að ná sínu fram. Og það lukkaðist. Ofbeldisteymið situr nú í ríkisstjórn við litla hrifningu hins almenna borgara. Fastir pennar 10.10.2011 16:56
Vald og virðing Þrátt fyrir landhelgisbaráttuna höfum við lengst af verið í góðum tengslum og viðskiptum við Breta og Bandaríkjamenn. Þegar Bretar hertóku Ísland 10. maí 1940, vöknuðu sumir við framandi flugvélarhljóð í vornóttinni. Borgarstjórinn í Reykjavík, sem var fárveikur, leitaðist við að setjast upp og kallaði á dóttur sína: „Hvaða merki er á flugvélinni? Hverjir eru þetta?“ Hún stóð við gluggann og sagði eftir smástund: „Þetta eru Bretar.“ Fargi var létt af borgarstjóranum sem sagði um leið og hann hneig aftur niður á koddann: „Guði sé lof, Guði sé lof!“ Allir vissu hvers var að vænta ef þetta hefðu verið Þjóðverjar. Fastir pennar 26.9.2011 16:47
Reiðin Reiðin er skrýtin skrúfa, sem bæði getur hert að og losað um tilfinningastreymi. Til eru þeir sem gefa sig henni á vald þegar hún bærir á sér. Aðrir hleypa henni ekki inn. Gera henni ekki svo hátt undir höfði. Hún nýtur reyndar þeirrar virðingar að vera tengd réttlætinu í vitund mannsins, sem styður sig við þá staðreynd þegar skapsmunir fara úr böndum. Þá er sem sagt verið að þjóna réttlætinu. Munnsöfnuður sem að jafnaði er ekki talinn vitna um gáfur og góða siði er tryggur fylgifiskur reiðinnar. Og geri einhver athugasemd við óheflað tungutak, er því svarað með þótta: "Ég var öskureiður, og ekki að ástæðulausu!" Reiðinni eru þannig gefin þau forréttindi, að ávirðingar, yfirgangur og jafnvel ofbeldi er án ábyrgðar, af því að viðkomandi gaf sig reiðinni á vald. Kaus það. Því að hvað sem hver segir, þá hefur maður alltaf val. Fastir pennar 13.9.2011 10:15
Frelsi er ekki sjálfsagður hlutur Manneskjan almennt metur ekki að verðleikum það sem hún hefur fyrr en hún er svipt því. Þá fer hún að trega það. Hún tekur gott heilsufar fyrir sjálfsagðan hlut þar til hún veikist. Hún gengur að því sem vísu að fá þrjár máltíðir á dag, þangað til hún kynnist hungri, Fastir pennar 29.8.2011 20:09
Sumargleði og vetrarþankar Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hljóð. Þetta lag og ljóð þeirra Árna úr Eyjum og Oddgeirs Kristjánssonar sveimar meira og minna um vitundina þegar líða fer á ágúst ár hvert: "Hjá þér ljómar ljúf og hýr, lífsins töfraglóð.” Fastir pennar 15.8.2011 17:41
Sama hvaðan gott kemur Á þeim árum sem Samband íslenskra samvinnufélaga var öflugt bakland Framsóknarflokksins bar eitt sinn við að maður á landsbyggðinni, sem var virkur í þeim flokki, fór þess á leit við yfirlýstan sjálfstæðismann að hann tæki að sér tiltekið ábyrgðarstarf í byggðarlaginu. Þetta vakti ekki litla athygli og undrun, bæði hjá þeim sem í hlut átti og öðrum. Framsóknarmenn voru taldir passa öðrum fremur upp á sína menn í þessum efnum. Þegar maðurinn var spurður hvers vegna í ósköpunum hann sneri sér til sjálfstæðismanns með þetta erindi sagði hann brosandi og í léttum tón: Það er sama hvaðan gott kemur!“ Fastir pennar 2.8.2011 16:19
Landsbyggðin og Reykjavíkurvaldið Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í höfuðborg landsins líta á landsbyggðarfólk eins og óðalsbændur litu á leiguliða sína. Endilega rækta landið, framleiða matvæli, taka vel á móti þéttbýlisaðlinum þegar hann er að sporta sig um landið í sumarfríinu, sem og laxveiðimönnum og hreindýraskyttum. Gott ef menn geta komið sér upp smáfyrirtækjum til að komast af. Krúttlegt að versla þar þegar drepið er niður fæti í plássinu í nokkra klukkutíma. Ekki má gleyma að baða sig dálítið í utanaðlærðri ást á ósnortinni náttúru. Fastir pennar 18.7.2011 18:09
Það sem við vitum ekki Í kvikmyndum sem gerðar voru um og eftir síðari heimstyrjöld var nánast regla að aðalleikararnir væru annað hvort með sígarettu í hægri hendi milli vísifingurs og löngutangar, eða í munnvikinu. Þetta var hluti af kúlinu. Reykingar breiddust hratt út hér á landi eins og annars staðar, sumir reyktu út af tóbaksnautn, en aðrir út af því hvað það var heimsborgaralegt að halda á sígarettu. Að vanda var nafnið á þessu fyrirbæri íslenskað og kallað vindlingur, en það orð festi ekki rætur hjá almenningi. Hitt var smartara. Mér er minnisstætt þegar glæsileg frænka mín sat heima í stofu með sígarettu í hendi og litla systir mín horfði hrifin á og spurði hvort hún mætti prófa að halda svona á sígarettunni. Frænka taldi það nú ekki við hæfi, og þá sagði systir mín í ákveðin: Ég ætla sko að reykja þegar ég er orðin stór!“ Það gerði hún reyndar ekki, en þetta rifjar upp hvað reykingastellingin er elegant og kvenleg þegar best lætur. Fastir pennar 4.7.2011 21:56
Manndómur Stundum finnst manni sumir stjórnmálamenn og smáhópar innan stjórnmálahreyfinga gera lítinn greinarmun á stjórnmálaflokki og sértrúarsöfnuði. Standa eins og hundar á roði á kennisetningum og trúa því að það sé af hugsjón og heiðarleika, eða yfirburða vitsmunum. Fastir pennar 20.6.2011 17:22
Strákar og stelpur Þegar ég var að vaxa úr grasi bjó ég á Langholtsveginum og eignaðist góða vini bæði þar og í Efstasundi og Skipasundi. Þetta voru strákar og stelpur sem gjarnan voru í leikjum í Efstasundi, bæði sumar og vetur, fóru í hjólreiðartúra saman og sungu hástöfum, spjölluðu um allt milli himins og jarðar, eins og krakkar gera. Þegar við vorum komin á fermingaraldur var farið að líta með tortryggni á það þegar strákar og stelpur voru mikið saman, bæði inni á heimilum og úti við. Þegar strákarnir úr Efstasundi og Skipasundi komu á hjólunum sínum upp á Langholtsveg og við sátum í tröppum heima eða framan við húsið fór maður að taka eftir því að fólkið sem var að bíða eftir strætó fylgdist með okkur og fór að stinga saman nefjum. Og þar sem ég þekkti marga heyrði ég fljótlega að stelpan í þessu húsi væri greinilega strákaflenna. Mér fannst þetta svo fáránlegt að ég reiddist ekki einu sinni. Fannst að þetta fólk hlyti að eiga eitthvað andstreymt. Þegar strákarnir í vinahópnum fóru að verða skotnir í stelpum hringdu sumir þeirra til mín eða komu og sögðu mér frá þeim og hvernig þeim sjálfum liði. Líka þegar upp úr slitnaði. Það var stundum sárt. Maður heyrir oft að karlar séu lokaðri en konur þegar kemur að tilfinningamálum. Það er ekki mín reynsla. Ég fann ekki mikinn mun á trúnaðarsamtölum við vinkonur mínar og strákana vini mína í þessu efni. Fastir pennar 6.6.2011 20:51
Góðir siðir og vondir Það kviknaði í mörgum hjörtum á fyrstu tónleikum Hörpunnar og gaman að skynja síðustu daga almenna gleði yfir þessu langþráða mannvirki. Fastir pennar 9.5.2011 18:01
Malbik Bifreiðaeign hér á landi er nú orðið talin sjálfsagður þáttur í heimilishaldi, rétt eins og ískápur og eldavél. Fastir pennar 25.4.2011 17:12
Nýir tímar - ný tækifæri Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. En oft mænum við svo lengi með eftirsjá á lokuðu dyrnar, að við komum ekki auga á þær dyr sem standa okkur opnar. Fastir pennar 11.4.2011 18:22
Lífið og listin Ég veit ekki hvernig er með aðra, en ég verð að segja að ég er orðin frekar leið á æsingi og handapati alþingismanna í ræðustól alþingis og víðar. Annað hvort er þetta leikaraskapur, kækur frá menntaskólaárum eða skortur á sjálfstjórn. Einhvern veginn Fastir pennar 28.3.2011 16:06
Lán eða ólán Lífið er skrýtinn skóli og skemmtilegur, en líka flókinn og erfiður þegar því er að skipta. Eitt af því sem lífið kennir er að við getum aldrei vitað hvort það sem hendir okkur er lán eða ólán, þegar til Fastir pennar 14.3.2011 22:33
Hótanir hér og þar Frá því ég man eftir mér, hef ég litið á hótanir annarra sem vanmátt og öryggisleysi þess sem hótar, hvort sem það var á skólalóðinni, heima, eða á vinnustað. Kannski vegna þess að sjálf er ég svo heppin, að ég hef ég aldrei verið mannhrædd. Ég var ekki oft skömmuð og a Fastir pennar 28.2.2011 17:23
Flokksræði og framfarir Mörgum hefur verið tíðrætt um flokksræði síðustu misserin, og eru þá gjarnan með aðra flokka en sína eigin í huga. Við ber að þeir sem starfa við fjölmiðlun og eru ekki flokksbundnir, trúi því að þeir séu hlutlausir í pólitík, Fastir pennar 15.2.2011 12:37
Ekkert vísar á leið Þegar þýskur fjallgöngugarpur varð viðskila við vini sína á Eyjafjallajökli í óvæntum veðrabrigðum í síðustu viku gróf sig niður í fönn og hafðist þar við í tvær nætur, kom Fastir pennar 31.1.2011 20:46
Lýðræði eða ríkisræði Í siðuðum samfélögum eru rammar og umferðarreglur sem allir þekkja, og flestir gangast undir. Þessar samfélagsreglur eiga að tryggja öryggi Fastir pennar 17.1.2011 22:11
Lîka það leiðinlega Ein dýrmætasta auðlind landsins er fólkið sem byggir það. Virkjun þeirrar auðlindar er hluti af tilverunni. Fastir pennar 3.1.2011 20:38
Úrræði úrræðaleysisins Nú, þegar hátíð kærleika og friðar er að ganga í garð, er eins og ríkisstjórn landsins og flokkarnir sem að henni standa séu búnir að týna áttavitanum. Að venju er hampað því sem hentar hverju sinni, þótt það Fastir pennar 20.12.2010 22:05
Hvert er erindið Ég man ekki hvort ég las eða heyrði einhverntíma stutta sögu sem ég hef síðan haldið upp á. Fastir pennar 6.12.2010 19:13
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti