

Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage er alltaf með hnetusteik á jólunum. Í henni er ýmislegt jólakrydd sem gerir hana hátíðlega. Hún segir best að gera hana nokkrum dögum fyrir jól, þá sé hún best.
Hulda Sigurjónsdóttir kennir heimilisfræði við Garðaskóla. Í desember fá nemendur að spreyta sig á smákökubakstri og ilmurinn af kökunum skapar mikla jólastemmingu í skólanum. Súkkulaðibitakökurnar slá alltaf í gegn.
Söngkonan Hjördís Ásta Þórisdóttir heldur jólin í foreldrahúsum og hennar hlutverk er að útbúa jólafrómasinn eftir uppskrift frá Færeyjum. Þessi jól eru sérstök því Hjördís var að gefa út jólalagið Vetur sem var í nær áratug í undirbúningi.
Nichole Leigh Mosty, leikskólakennari og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, kom fyrst til Íslands um jól. Hún heillaðist af jólahaldi Íslendinga og heldur aðfangadagskvöld heilagt að íslenskum sið en heldur í bandarískar jólahefðir á jóladag.
Guðrún S. Magnúsdóttir er jólabarn og leggur mikið upp úr góðum mat um jólin. Hún á stóra fjölskyldu sem kemur saman um hátíðirnar og nýtur þessara góðu uppskrifta. Hér eru nokkrir frábærir vinsælir jólaréttir.
Guðrún Pétursdóttir matreiðslumeistari er snillingur í smurðu brauði og brauðtertum. Hún hannaði sérstaka jólabrauðtertu fyrir lesendur sem einfalt er að útbúa. Hægt er að nota afgang af hamborgarhrygg í tertuna.
Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir er listakokkur og veit fátt skemmtilegra en að galdra fram dýrindismat og kökur. Hún bakar dásamlega góða marenstertu þegar mikið stendur til og er ávallt beðin um uppskriftina.
Sigrún Norðdahl keramikhönnuður er tilraunaglaður matgæðingur. Hún nýtur aðventunnar við bakstur og kósíheit milli þess sem hún stendur vaktina bak við búðarborð í miðbænum. Nýjasta tilraunin í eldhúsinu er rjúkandi kaffi með jólasnúningi.
Birgitta Haukdal, söngkona og barnabókahöfundur, segist hafa gaman af því að skreyta húsið fyrir jólin. Hún föndrar, gerir aðventukrans og kaupir oft jólaskraut á ferðalögum. Birgitta á uppáhaldssmákökur sem nefnast blúndur.
Fjölskylda Hólmfríðar Guðrúnar Skúladóttur borðar óvenjulegan rétt á jóladag.
Þrjár smákökusortir komu, sáu og sigruðu í smákökukeppni Kornax.
Smjör, sykur og fullt af súkkulaði - þarf eitthvað meira?
Hildur Rut Ingimarsdóttir, höfundur matreiðslubókarinnar Avocado, hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð.
Fjölskylda Heklu Arnardóttur fær ekki nóg af hinu árlega Ris à l'amande en það er borðað á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Uppskriftin er frá ömmu Heklu og er óvenjuleg en í henni eru eggjarauður og stífþeyttar eggjahvítur.
Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóðfræðingur hefur sett saman uppskrift að laufabrauði, án glútens, mjólkur og smjörs. Hún segir vel hægt að halda í rótgrónar hefðir sem snerta hjartastreng þó notuð séu önnur hráefni og kennir ásamt Guðrúnu Bergmann námskeið í hreinni matargerð á jólum.
Sindri Sindrason, fréttaþulur og dagskrárgerðamaður, er þekktur fyrir margt annað en að kunna til verka í eldhúsinu.
Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, nýtur aðventunnar í botn. Jólastress þekkist ekki í hennar bókum en fjölskyldan sækir saman jólatónleika í miðbænum, skreytir og bakar.
Gamaldags smákökur voru vinsælar meðal eldra fólks úr Vinaminni á Selfossi þegar nemendur Sunnulækjarskóla buðu því í kaffi og kökur á dögunum.
Meðlætið með jólasteikinni skiptir flesta landsmenn miklu máli og þar er Haukur Már Hauksson engin undantekning.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður gaf út sína fyrstu skáldsögu á dögunum, Eyland. Sigríður er jólabarn en sennilega þurfa jólakortin og laufabrauðið að mæta afgangi þessi jól vegna þátttöku hennar í jólabókaflóðinu.
Konfektgerð fyrir jólin verður æ algengari og margir taka slíkt dúllerí fram yfir smákökubakstur. Fjórir súkkulaðispekúlantar gefa hér þrjár uppskriftir að ljúffengum molum sem gaman er að föndra fyrir fjölskyldu og vini á aðventunni.
Jólastemningin er ekki bara á heimilum. Hún teygir sig inn á vinnustaði þar sem starfsfólk skreytir og kemur með góðgæti að heiman. Á skrifstofu iglo+indi starfa sjö konur sem allar eru hrifnar af hollu sætmeti og kæta gjarnan vinnufélagana fyrir jólin með bakkelsi að heiman.
Sara Hochuli er kökulistakona sem rekur japanskt te- og kökuhús úti á Granda. Hún gefur hér uppskrift að útfærslu af klassískum svissneskum piparkökum.
Halldóra Steindórsdóttir er með fastmótaðar jólahefðir. Hún gerir listileg piparkökuhús með barnabörnunum, sker út laufabrauð með allri fjölskyldunni og bakar að minnsta kosti sex sortir. Uppskrift að laxamús hefur fylgt henni lengi.
Eva Rún Michelsen elskar jólahátíðina og það sem henni fylgir en hún kemst yfirleitt ekki almennilega í jólastemninguna fyrr en í desember. Hindberjatertan hennar er sniðugur eftirréttur um hátíðarnar þar sem hún er ekki of þung í maga.
Krummi Björgvinsson og kærastan hans, Linnea Hellström, eru vegan. Linnea hefur að sögn Krumma verið fánaberi lífsstílsins í áraraðir. Sjálfur byrjaði hann að fikra sig áfram á vegan-brautinni fyrir tveimur árum.
Rut Helgadóttir rekur litla veitingasölu, Bitakot, við sundlaugina á Álftanesi. Hún segir að lífið snúist um mat og hún hafi mjög gaman af því að búa til uppskriftir. Á jólunum er þó haldið í hefðirnar. Rut gefur hér frábærar uppskriftir af smáréttum.
Þröstur Sigurðsson veit fátt betra en að fara í jólapeysu, smella Bing Crosby jólaplötunni á plötuspilarann, gera heitt súkkulaði og baka. Hann segir jólin vera tímann sem hann vill helst halda sem flest boð, fá gesti og gera vel við þá.