Lögreglumál

Fréttamynd

Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð

Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Engin sprengja fundist enn sem komið er

Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 

Innlent
Fréttamynd

Krefjast á­fram­haldandi gæslu­varð­halds

Lögreglan krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir einum þeirra sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við mögulega hryðjuverkaógn. Búið er að boða til blaðamannafundar á morgun klukkan þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Enginn blaða­manna­fundur í dag vegna meintrar hryðju­verka­ógnar

Ekkert verður af blaðamannafundi ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna rannsóknar þar sem grunur leikur á um skipulagningu hryðjuverka. Stefnt var að því að halda fundinn í dag en nú sé unnið út frá því að fundurinn verði á morgun samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Beitti seljanda loft­riffils raf­vopni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo vegna brota á vopnalögum þar sem maður hafði ætlað að selja öðrum loftriffil. Kaupandinn hafði þar reynt að hafa af riffillinn af seljandanum án þess að greiða fyrir og beitt viðkomandi rafvopni (tazer).

Innlent
Fréttamynd

Lögregla fann manninn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum og er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444 1000.

Innlent
Fréttamynd

Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður

Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 

Innlent
Fréttamynd

Leit að stúlku í Vestur­bæ

Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa í samstarfi við lögreglu leitað að unglingsstúlku í Vesturbæ frá því klukkan ellefu í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag

Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega.

Innlent
Fréttamynd

Segir lítið gert í „áratugalangri plágu“

Varaformaður umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar telur fólk veigra sér við að kaupa rafmagnshjól af ótta við að þeim verði stolið. Lögregla verði að taka málin fastari tökum - þó það væri ekki nema til að leggja baráttunni við loftslagsvandann lið.

Innlent
Fréttamynd

Undir áhrifum á 164 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á öðrum tímanum í nótt en sá hafði mælst á 164 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í Kópavogi, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Að því er kemur fram í dagbók lögreglu fór ökumaðurinn ekki strax að fyrirmælum lögreglu og var kominn í Garðabæ þegar hann stöðvaði loksins.

Innlent
Fréttamynd

Mikið hvassviðri og alls konar foktjón

Mikið hvassviðri var á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn lögreglu fuku hlutir í öllum hverfum, þar á meðal þakplötur, girðingar og fellihýsi. Veður versnar með deginum á austfjörðum þar sem rauð viðvörun er í gildi.

Innlent