Ólafur Sveinsson

Katrín og kvenhatrið
Nýjasta útspil stuðningsmanna Katrínar Jakobsdóttur um að það sé merki um kvenhatur og kvenfyrirlitningu (Jón Ólafsson og Berglind Rós Magnúsdóttir) að hafa efasemdir um framboð Katrínar til forsetaembættisins er athyglisvert, rétt eins og fliss Ragnars Kjartanssonar yfir orðinu elíta, vegna þess að öll tilheyra þau menningarelítunni sem Auður Jónsdóttir gagnrýndi nýlega í frægri grein í Heimildinni og njóta augljóslega góðs af nálægðinni við Katrínu og hennar öfluga stuðningsfólk.

Katrín Jakobsdóttir, tilvonandi forseti Íslands?
Katrín Jakobsdóttir hefur nú boðið sig fram til forseta sem kunnugt er og sýnist sitt hverjum sem von er. Það er ekki aðeins óheyrt að sitjandi ráðherra, hvað þá sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta og erfitt að sjá hvernig hún hyggst í því valdalausa embætti tryggja framgang góðra verka sem að henni hefur ekki lánast að ná fram sem forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum og á næstum tveimur kjörtímabilum.

Draumalandið Luxemburg og íslenskir jafnaðarmenn - þriðji hluti
Frá byltingu fasískara afla innan portúgalska hersins 1926 til byltingar vinstrisinnaðra afla innan hans 1974 var einræðisstjórn við ríki í Portúgal, lengst af undir stjórn António de Olivera Salazar frá 1932 – 1968, þó hann hafi í raun haft töglin og hagldirnar í stjórn landsins frá 1928.

Draumalandið Luxembourg og íslenskir jafnaðarmenn - annar hluti
Í grein sinni „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um hið mikla ágæti Luxemburg skrifar Hjörtur Björnsson um það hvernig Luxembourg hafi haldið áfram á sigurbraut sinni 1999 með upptöku evrunnar. „ ... vel ígrundaðar aðgerðir til þess að lokka að erlenda fjárfestingu og uppbyggingu hátækniiðnaðar og fjármálamiðstöðvar varð til þess að mörg alþjóðleg stórfyrirtæki sáu sér hag í að staðsetja evrópu-höfuðstöðvar sínar í landinu.

Íslenskir jafnaðarmenn og draumalandið Luxemburg – fyrri hluti
Grein Róberts Björnssonar „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um Luxemburg hér á Vísi, hefur verið dreift á facebook af vinstrimönnum eins og um nýtt guðspjall sé að ræða og Luxemburg fyrirmyndaríkið. Það er ótrúlega grunnhyggið þegar haft er í huga á hverju þetta litla, moldríka fyrirmyndarsamfélag þeirra sem kenna sig við jafnaðarmennsku þrífst.

Ísrael, Hamas og Gaza
Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg.

Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk
Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi.