
Heilbrigðiseftirlit

Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni
Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis.

„Það er enginn svartur listi hjá okkur“
Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig.

Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn ekki liggja fyrir hvað orsakaði veikindi keppenda í þríþraut við Laugarvatn um helgina. Búið er að safna sýnum frá fólki sem veiktist og eru þau enn í greiningu.

Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig
Eigendur bakarísins Hygge við Barónsstíg hafa enn ekki fengið rekstrarleyfi afhent en 231 dagur er síðan þeir lögðu fram umsókn. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði veltir því fyrir sér hvort ákvörðun þeirra um að ræða mál sitt opinberlega hafi orðið þeim að falli.

„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi.

Íslendingur missir leyfið fyrir KFC í Danmörku eftir meiriháttar hneyksli
KFC hefur lokað öllum veitingahúsum sínum í Danmörku eftir að upp komst um meiriháttar vanrækslu á heilsuháttarverklagi. Leyfishafi keðjunnar í Danmörku var Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson en faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986.

Við getum gert betur
Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku.

Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum.

Kalli Snæ biðst afsökunar
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um.

Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ
Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið
Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar.

„Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“
Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf.

Gaslýsing Guðlaugs Þórs
Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða.

Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína
Leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins hafa komið til tals í fjölmiðlum undanfarna daga vegna óeðlilegra tafa fyrir veitingarekstur í Reykjavík. Umræðan hefur hvað helst beinst að flækjustigi í regluverkinu og þeim heilbrigðisfulltrúum sem starfa í framlínu íslenska kerfisins sem tryggja á almenningi heilnæm lífsskilyrði.

„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“
Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess.

Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til.

Kanadískt svifryk hrellir borgarbúa
Styrkur fíns svifryk hefur hækkað á nokkrum mælistöðvum í borginni yfir helgina og í dag. Sennilega er hér um að ræða mengun frá skógareldum í Kanada en samkvæmt kanadísku veðurstofunni hefur mengunarský frá eldunum dreifst um Kanada, Bandaríkin og til Evrópu.

Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn
Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum.

Kastrup opnar á ný eftir karp við heilbrigðiseftirlitið
Veitingastaðurinn Kastrup við Hverfisgötu hefur opnað dyr sína á ný en nýir rekstraraðilar ráku sig á vegg í regluverki heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem tafði fyrir opnuninni. Búið er að afnema reglugerðina.

„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga
Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar.

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar.

Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða
Pílustaðnum Skor hefur verið meinað að hafa opið lengur á kvöldin samkvæmt úrskurði umhverfis- og auðlindamála. Þar staðfesti nefndin ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 10. janúar 2025 um að synja umsókn um aukinn opnunartíma fyrir veitingastaðinn Skor.

Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum
Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið.

Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“
45 börn á leikskólanum Mánagarði greindust með E. coli sýkingu í október árið 2024. Hópsýkingin er sú stærsta hérlendis og þurfti að umturna öllu skipulagi á Barnaspítala Hringsins til að sjá um börnin. Nýrnalæknar voru til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur á meðan hæst stóð.

Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum
Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir það vera áhætturekstur að reka óklóraða sundlaug eða baðlón þar sem heilsuspillandi bakteríur laumist með óböðuðum ferðamönnum víða í sundlaugum landsins.

Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um að stöðva þvottahússhluta ræstingafyrirtækisins Hreint ehf. í Kópavogi. Fyrirtækið má því áfram starfa um sinn án þess að hafa sótt um starfsleyfi.

Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni
Mengun úr jarðvegi í neysluvatni Hvergerðinga orsakaði lyktar- og bragðgalla á vatninu. Samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands er öruggt að drekka vatnið.

Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft
Sýnataka af neysluvatni í Hveragerði hefur ekki leitt í ljós að það sé óneysluhæft. Ábendingar höfðu borist heilbrigðiseftirlitinu um að bragð og lykt af vatninu væru ekki sem skyldi. Málið er enn til rannsóknar.

Rannsaka neysluvatn í Hveragerði
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rannsakar nú neysluvatn í Hveragerði eftir að ábendingar bárust um að skrýtin lykt og bragð væri af vatninu. Fyrstu vísbendingar úr vatnssýni ættu að berast á morgun.