
Kristófer Ingi Svavarsson

Samið um kjaraskerðingu í 4 ár?
Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní.

8.000.000.000 manna, ágirnd og Jesúbarnið
15. nóvember síðastliðinn fæddist enn eitt Jesúbarnið í heiminum, Jesúbarn númer 8000000000. Hvort Kaspar, Melkjór og Baltasar gáfu því gull, reykelsi og myrru kom ekki fram í fréttatilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar benda samtökin á að menn, karlar og konur, verði um 9 milljarðar talsins 2037, og 10 milljarðar tuttugu árum síðar, eða 2057.

Vífilsstaðir: Press 1 for English
Vífilsstaðir, Öldrunardeild H Landspítala, eru fjölþjóðlegt samfélag starfsmanna sem veita 42-45 rosknum Íslendingum aðhlynningu, sinna þeim á allan hátt, allan sólarhringinn, þörfum líkama og sálar. Obbinn af þessum vistmönnum er fólk sem fæddist fyrir 17. júní 1944, þótt lýðveldisbörnum fjölgi óðum í röðum þessara skjólstæðinga því „enginn stöðvar tímans þunga nið“.

Vífilsstaðir og óheilindi ráðamanna
Þorsteinn sálugi Gylfason heimspekiprófessor var ritfær maður, skýr og skemmtilegur. Þannig fór hann á kostum í inngangi sínum að Birtingi eftir Voltaire, en sú bók er einn af hornsteinum heimsmenningarinnar, eins og alkunna er.

Einkavæðingu Vífilsstaða skotið á frest
Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“.

Hugleiðing úr allt að því þrotabúi
Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot!