Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Vissu­lega eru það von­brigði“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er það sem að mann dreymdi um“

Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

„Heimsku­leg spurning og dóna­leg“

Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsa­húð“

„Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er ekkert að spá í framtíð sína í starfi eftir vonbrigði á vonbrigði ofan á EM í Sviss. Hann mun setjast niður með forráðamönnum KSÍ eftir mót.

Fótbolti
Fréttamynd

Sveindísi var enginn greiði gerður

Sveindís Jane Jónsdóttir átti ekki góðan leik í gær þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði á móti Sviss en stelpurnar okkar lokuðu með því á alla möguleika á að komast upp úr riðli sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Heitt undir Þor­steini: Þetta eru enn ein von­brigðin núna

Framtíð Þorsteins Halldórssonar, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var til umræðu eftir svekkjandi tap á móti Sviss á Evrópumótinu í gær. Eftir tvo leiki á móti slakari liðum riðilsins þá standa íslensku stelpurnar uppi stigalausar og eru úr leik fyrir lokaleikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Skin og skúrir í Bern

Það skiptust á skin og skúrir í Bern í gærkvöldi þegar Ísland tapaði 2-0 gegn heimakonum á Evrópumótinu í Sviss. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenntu á völlinn og studdu vel við bakið á okkar konum en það dugði skammt að þessu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís barðist við tárin: „Eftir­sjá og það er erfitt“

„Ég er gríðarlega svekkt og sár. Það er eftirsjá. Það er ótrúlega leiðinlegt að standa hérna eftir tvo leiki og eiga ekki séns á markmiðinu okkar lengur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, eftir tap liðsins fyrir Sviss á EM kvenna í fótbotlta í kvöld. Tapið þýðir að Ísland er úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ingibjörg: Þetta er ömur­legt

Tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Bern fyrr í kvöld var einstaklega sárt. Leikurinn endaði með 2-0 sigri heimakvenna og íslenska landsliðið því ekki á leiðinni upp úr riðlinum. Ingibjörg Sigurðardóttir þurfti að berjast við tárin í viðtali eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“

„Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta.

Fótbolti