Afríkukeppnin í fótbolta

Fréttamynd

Ótrúleg endurkoma tryggði Kamerún bronsið

Kamerún tryggði sér þriðja sæti Afríkumótsins í fótbolta með sigri gegn Búrkína Fasó í vítaspyrnukeppni í kvöld. Kamerún lenti 3-0 undir snemma í síðari hálfleik, en snéru leiknum við á lokamínútunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Minnst sex létust í troðningi fyrir sigur Kamerún

Kamerún, mótshaldari Afríkukeppninnar í knattspyrnu, er komið í 8-liða úrslit eftir sigur á Kómoreyjum í kvöld. Mikill áhugi var fyrir leiknum og reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Tólf smit og allir markmenn liðsins úr leik

Kómoreyjar eru að taka þátt í Afríkumótinu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu landsins. Ekki nóg með það heldur gerði liðið sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. Nú hefur kórónuveiran hins vegar sett strik í reikninginn hjá liðinu þar sem tólf smit greindust í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Kamerún og Búrkína Fasó í sex­tán liða úr­slit

A-riðli í Afríkukeppninni í knattspyrnu lauk í kvöld með tveimur leikjum. Báðir fóru 1-1 sem þýðir að Kamerún vinnur riðilinn. Búrkína Fasó fer áfram en liðið endar með fjögur stig líkt og Grænhöfðaeyjar sem sitja í 3. sæti en eiga enn möguleika á að komast áfram.

Fótbolti