Hörður

Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti
Hörður hefur heldur betur styrkt sig vel fyrir lokabaráttunni um sæti í Olís deild karla í handbolta. Reynslubolti gerir samning út tímabilið en tveir 22 ára strákar sem til ársins 2022.

Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara
Handknattleiksdeild Harðar fékk 110 þúsund króna sekt vegna kröfu sem var stofnuð í heimabanka dómara sem dæmdi leik Harðar 2 og Vængja Júpíters í 2. deild karla.

HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“
Herði á Ísafirði hefur verið dæmdur 10-0 sigur gegn HK 2 í Grill 66 deild karla í handbolta þar sem HK-ingar ákváðu að mæta ekki til leiks. Harðverjar eru ósáttir og vilja að HK-ingar verði beittir viðurlögum.

KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu
KA og Stjarnan eru komin áfram í 8-liða úrslit í Powerade-bikar karla í handknattleik eftir góða sigra nú í kvöld.

Úr Bundesligunni á Ísafjörð: „Einstakt tækifæri“
Þýskur handboltamarkvörður sem hefur leikið í deild þeirra bestu í heimalandinu flytur búferlum til Ísafjarðar í janúar til að leika með Herði í næstefstu deild á Íslandi.

Ungverji tekur við á Ísafirði og kemur með kærustu og hund
Handknattleiksdeild Harðar hefur fundið nýjan þjálfara í stað Spánverjans Carlos Martin Santos sem yfirgaf félagið á dögunum. Sá er Ungverji og heitir Endre Koi.

Carlos hættur hjá Herði
Carlos Martin Santos hefur ákveðið að hætta sem þjálfari handboltaliðs Harðar.

„Eins og staðan er núna yrði ég ekki hissa þó hann kæmi ekki“
Þjálfaramál handknattleiksliðs Harðar eru í lausu lofti fyrir næsta tímabil. Forsvarsmenn liðsins vonast enn eftir því að Carlos Martin verði við stjórnvölinn en hafa kannað áhuga hjá öðrum þjálfurum.

ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“
Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum.

Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“
Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir.

Haukar tryggðu sér úrslitakeppnissætið með stórsigri á Herði
Haukar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með stórsigri á Herði á Ásvöllum í dag. Haukar mæta deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitum.

Fram sá til þess að Hörður er enn án sigurs
Fram vann Hörð frá Ísafirði með fjögurra marka mun í Olís deild karla í handbolta. Lokatölur í Úlfarsárdal 34-30 Fram í vil.

Umfjöllun: Hörður - FH 30-40 | FH-ingar ekki í neinum vandræðum með Hörð
FH vann öruggan tíu marka útisigur gegn Herði 30-40. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti FH um gír í seinni hálfleik og Hörður átti engin svör.

„Getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan“
Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins.

Umfjöllun: Hörður - ÍBV 30-33 | Harðarmenn endanlega fallnir
Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30.

Umfjöllun og viðtal: Afturelding - Hörður 32-25 | Fallið blasir við Ísfirðingum
Afturelding vann góðan sigur á botnliði Harðar í 18. umferð Olís-deildar karla. Leikið var í Mosfellsbæ þar sem heimamann réðu lögum og lofum í afar tíðinda litlum leik. Lokatölur 32-25.

Umfjöllun: Hörður - Stjarnan 25-35 | Starri Friðriksson saltaði Harðverja
Stjarnan valtaði yfir Hörð á Ísafirði og vann tíu marka sigur 25-35. Eftir litlausan fyrri hálfleik setti Stjarnan í fluggírinn og valtaði yfir Harðverja í seinni hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Hörður 36-29 | Selfoss hrökk í gang og innbyrti þægilegan sigur gegn Herði
Selfoss bar sigurorð af Herði, 36-29, þegar liðin leiddu saman hesta sína í Olís-deild karla í handolta í Set-höllinni á Selfossi í kvöld.

Umfjöllun og myndir: Haukar - Hörður 37-30 | Haukar í undanúrslit
Haukar unnu sjö marka sigur á Herði og eru komnir í undanúrslit Powerade-bikarsins í handbolta. Þrátt fyrir að hafa verið undir allan leikinn þá sýndi Hörður gæði inn á milli og voru aðeins einu marki undir í hálfleik. Haukar voru sterkari á svellinu í seinni hálfleik og unnu að lokum 37-30.

Umfjöllun: Hörður - ÍR 30-30 | Harðverjar grátlega nálægt sögulegum sigri gegn ÍR
Hörður og ÍR gerðu jafntefli, 30-30 þegar liðin áttust við eigast við í Olísdeild karla í handbolta á Ísafirði í dag. Liðinu eru í fallsætunum tveimur og mis langsótt að þau nái að bjarga sér frá falli.

Sjáðu skrípakaflann í leik KA og Harðar
Nýliðar Harðar frá Ísafirði voru nálægt sínum fyrsta sigri þegar þeir heimsóttu höfuðstað Norðurlands í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta.

Umfjöllun: KA - Hörður 32-31 | Dagur og Ólafur drógu KA-vagninn yfir línuna
Dagur Gautason og Ólafur Gústafsson skoruðu samtals 24 mörk þegar KA sigraði Hörð með minnsta mun, 32-31, í mikilvægum fallslag í Olís-deild karla í dag.

Heitustu liðin fyrir áramót mætast í kvöld og Arnar Daði fór yfir málin með Gaupa
Toppliðin Valur og FH mætast í kvöld í fyrsta stórleiknum í Olís deild karla í handbolta eftir HM-frí.

Hörður styrkir sig enn frekar og sá franski missir ekki af leik
Hörður frá Ísafirði hefur fengið þrjá nýja erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. Þar á meðal er franski reynsluboltinn Leó Renaud-David sem búist var við að myndi missa af fyrsta leik félagsins eftir HM-pásuna vegna klúðurs í skráningu leikmannsins.

Fyrsta leik ársins frestað
Ekkert verður af leik Harðar og ÍBV í Olís deild karla í handbolta í dag.

Vonsviknir Ísfirðingar bíða og HSÍ fær engin svör: „Það er dónaskapur“
„Við erum vægast sagt vonsvikin,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar á Ísafirði. Nýliðarnir nýttu hléið vegna HM til að blása til sóknar fyrir seinni hluta leiktíðar í Olís-deild karla í handbolta, en bíða enn eftir leikheimild fyrir afar öflugan leikmann sem félagið fékk frá Spáni.

Harðverjar bjóða reyndan Frakka velkominn til handboltabæjarins Ísafjarðar
Annan föstudaginn í röð hefur Hörður kynnt nýjan erlendan leikmann til leiks.

Hörður fær fyrrverandi rússneskan landsliðsmann
Harðverjar ætla ekki að gefa sæti sitt í Olís-deildinni eftir baráttulaust og hafa samið við rússneskan leikmann.

Hörður áfram í bikarnum
Hörður frá Ísafirði lagði Kórdrengi í Coca Cola-bikar karla í handbolta í kvöld, lokatölur 25-38.

Seinni bylgjan telur Hörð ekki eiga möguleika: „Það er ekkert hjarta í þessu liði“
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að lið Harðar muni falla úr Olís deild karla þó enn sé síðari hluti tímabilsins eftir. Farið var yfir slakan varnarleik liðsins í síðasta þætti Seinni bylgjunnar.