„Getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 09:00 Harðverjar féllu í fyrrakvöld. Vísir/Hulda Margrét Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins. Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís. Hörður Olís-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís.
Hörður Olís-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira