„Getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 09:00 Harðverjar féllu í fyrrakvöld. Vísir/Hulda Margrét Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins. Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís. Hörður Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís.
Hörður Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti