Fótbolti á Norðurlöndum

Sölvi Geir: Við eigum að fara áfram á móti Rosenborg
Sölvi Geir Ottesen, íslenski landsliðsmiðvörðurinn hjá danska liðinu FCK, var í viðtali hjá Tipsbladet í Danmörku í dag eftir að ljóst var að FCK Kaupmannahafnarliðið drógst á móti norsku meisturunum í Rosenborg í umspilsleikjum um að komast inn í Meistaradeildina á komandi leiktíð.

Sölvi Geir og félagar slógu út FH-banana í BATE Borisov
Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn slógu í kvöld út FH-banana í BATE Borisov í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann seinni leikinn 3-2 á Parken eftir að þau gerðu markalaust jafntefli í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku.

Theodór Elmar lék vel á miðjunni
Íslendingaliðið Gautaborg vann sannfærandi sigur á Kalmar 3-1 í sænska boltanum í gær. Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Gautaborgar og lék í sinni uppáhalds stöðu á miðjunni.

GAIS tapaði fyrir Malmö
Fyrsta leik dagsins er lokið í sænska boltanum. Malmö vann 1-0 sigur á Íslendingaliðinu GAIS en eina markið var skorað um miðjan fyrri hálfleik.

Björn Bergmann skoraði og fór í markið fyrir Stefán Loga
Björn Bergmann Sigurðarson hafði í nægu að snúast í leik Lilleström og Kongsvinger í norsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 2-2.

Ólafur skoraði fyrir SönderjyskE
Það er engin Verslunarmannahelgi í Danmörku og tveir leikir voru í úrvalsdeildinni þar í landi í dag.

Veigar skoraði fyrir Stabæk sem tapaði fyrir Rosenborg - Árni frábær í sigri
Veigar Páll Gunnarsson hélt að hann hefði bjargaði stigi fyrir Stabæk á heimavelli gegn Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann skoraði fimm mínútum fyrir leikslok en Rosenborg tryggði sér samt sigurinn á lokamínútunni.

Ari Freyr tryggði Sundsvall sigur með frábæru aukaspyrnumarki
Ari Freyr Skúlason skoraði sigurmark GIF Sundsvall í 3-2 útisigri á IK Brage í sænsku b-deildinni í dag.

Mark Veigars dugði ekki Stabæk
Mark Veigars Páls Gunnarssonar dugði ekki fyrir Stabæk til að komast áfram í undakeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Veigar kom liði sínu yfir gegn Dnepr Mogilev.

Gylfi Einarsson á leiðinni aftur til Íslands
Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins.

Ólafur Örn hylltur eftir síðasta heimaleikinn með Brann - myndband
Ólafur Örn Bjarnason kvaddi stuðningsmenn Brann eftir 2-2 jafntefli á móti Stabæk í norsku deildinni í gær. Ólafur Örn er á leiðinni til Íslands þar sem hann mun klára tímabilið sem spilandi þjálfari Grindavíkur.

Stabæk fékk á sig mark á meðan Bjarni skipti um skó
Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, var allt annað en sáttur með Bjarna Ólaf Eiríksson í 2-2 jafntefli liðsins á móti Brann í Bergen í gær. Brann jafnaði leikinn í 1-1 þegar Stabæk var einum manni færra þar sem íslenski bakvörðurinn var út við hliðarlínun að skipta um skó.

Ragnar á skotskónum fyrir Göteborg
Ragnar Sigurðsson var á skotskónum fyrir lið sitt, IFK Göteborg, er það lagði Halmstad, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sænski landsliðsþjálfarinn lofar Zlatan verðlaunum á stórmóti
Zlatan Ibrahimovic verður fyrirliði sænska landsliðsins í fótbolta en þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þegar tilkynnt var um endurkomu stærstu fótboltastjörnu Svía í sænska landsliðið.

Zlatan hættur við að hætta í sænska landsliðinu
Zlatan Ibrahimovic ætlar að gefa kost á sér í sænska landsliðið á ný í haust þrátt fyrir að hafa gefið út yfirlýsingu í lok síðasta árs um að hann væri búinn að setja landsliðsskónna upp í hillu.

Veigar klikkaði á tveimur vítum í jafntefli Stabæk í Evrópudeildinni
Veigar Páll Gunnarsson skoraði jöfnunarmark Stabæk í fyrri leik liðsins á móti Dnepr frá Hvíta-Rússlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar í dag. Hann klikkaði hinsvegar á tveimur vítum í leiknum sem fram fór á heimavelli Stabæk.

Stefán fer frá Viking aftur til Bröndby - Tekur peninga framyfir leiktíma
Stefán Gíslason ætlar að fara frá Viking í Noregi 1. ágúst heim til Bröndby. Stefán hefur verið í láni frá Danmörku hjá Viking.

Sex Íslendingar léku í sigri Viking á Stabæk
Viking skoraði þrjú mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og tryggði sér 3-2 sigur í íslendingaslag dagsins í norska boltanum gegn Stabæk. Sex Íslendingar komu við sögu.

Hannes skoraði er Sundsvall komst á toppinn
Sundsvall komst á topp sænsku 1. deildarinnar í kvöld er liðið gerði jafntefli, 1-1, við Norrköping í toppslag deildarinnar.

Veigar með þrennu fyrir Stabæk
Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson var í banastuði með Stabæk í kvöld er liðið lagði Molde, 4-3, í fjörugum leik.

Ólafur Örn lék í sigri Brann
Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, spilaði í vörn Brann sem vann í dag 3-0 útisigur á Kongsvinger í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Lyn gjaldþrota - Arnar Darri til Sönderjyske
Norska knattspyrnuliðið Lyn var í gær tekið til gjaldþrotaskipta og hefur markvörðurinn Arnar Darri Pétursson þegar fundið sér nýtt lið.

Malmö enn taplaust á toppnum - Margrét Lára skoraði
Þóra B. Helgadóttir, Dóra Stefánsdóttir og félgar í LdB Malmö eru enn taplaus á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en liðið vann í dag 4-0 sigur á Hammarby.

Hannes með sigurmarkið hjá Sundsvall
Hannes Þ. Sigurðsson tryggði Sundsvall 1-0 útisigur á Falkenberg í sænsku b-deildinni í dag en með þessum sigri komst Sundsvall-liðið upp að hlið Norrköping í toppsæti deildarinnar en Norrköping sem tapaði sínum leik í dag er með örlítið betri markatölu og heldur því efsta sætinu.

Stórsigur á útivelli hjá Eddu og Ólínu
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu saman á miðjunni í 4-0 útisigri Örebro á AIK í sænsku kvennadeildinni í dag. Örebro-liðið komst upp fyrir Kristianstad og í 4. sætið með þessum sigri.

Lilleström skoraði þrjú í uppbótartíma og jafnaði - myndband
Lilleström átti ótrúlegan lokasprett í leik liðsins gegn Molde í norsku úrvalsdeildinni í gær. Staðan var 3-0 þegar venjulegur leiktími rann út en leikmenn Lilleström skoruðu þrívegis í uppbótartímanum og náðu jafntefli.

Arnór búinn að gera þriggja ára samning við Esbjerg
Landsliðsmaðurinn Arnór Smárason er búinn að gera þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg en þetta kemur fram á vef Tipsblaðsins í Danmörku. Arnór kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Heerenveen var runninn út.

Edda skoraði jöfnunarmark Örebro með þrumufleyg
Edda Garðarsdóttir, leikmaður Örebro, í Svíþjóð skoraði jöfnunarmark liðsins í hörkuleik er liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli við Koppabergs/Göteborg í dag.

Þóra hélt hreinu í sjöunda sinn og Malmö með sjö stiga forskot
Þóra Björg Helgadóttir og félagar í LdB FC Malmö eru komnar með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir glæsilegan 4-0 útisigur á Umeå IK í sænsku kvennadeildinni í dag.

Kristianstad tapaði öðrum leiknum í röð
Kristianstad tapaði sínum öðrum leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, nú fyrir Hammarby á heimavelli, 1-0.