Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist á fimm kílómetra dýpi 3,1 kílómeter norðaustur af Krýsuvík klukkan 05:23 í morgun. Innlent 9.3.2025 08:02
Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. Innlent 8.3.2025 14:18
Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar. Innlent 7.3.2025 11:59
Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála. Innlent 16. febrúar 2025 09:55
Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Fullyrt var á samfélagsmiðlinum X að hluti ágóða sem myndi hljótast af rafmynt sem ber heitið Volcoino eða $VCOIN myndi renna til þeirra sem misstu lífibrauð sitt og húsin sín í Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Reikningnum þar sem þetta var fullyrt hefur verið eytt og virði rafmyntarinnar fallið gríðarlega. Viðskipti innlent 15. febrúar 2025 20:03
Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Gos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi er komið upp í það sem þarf til að koma af stað kvikuhlaupi. Benedikt G. Ófeigsson segir erfitt að þrengja tímarammann en líklegast sé að gosið komið upp í kringum seinni hluta febrúar eða byrjun mars. Innlent 12. febrúar 2025 23:44
„Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Eldfjallafræðingur telur að ef það gýs á næstunni á Sundhnúksgígaröðinni verði það líklega eitt síðasta eldgosið þar í bili. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Staðan er nú orðin svipuð og hún var fyrir síðasta eldgos. Innlent 12. febrúar 2025 15:22
Gos geti hafist hvenær sem er Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur. Innlent 11. febrúar 2025 15:06
Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram að undanförnu. Tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst getur staðið í allt að mánuð eða lengur. Innlent 4. febrúar 2025 14:15
Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Innlent 2. febrúar 2025 16:24
Um hundrað manns dvelja í Grindavík Hættustigi hefur verið lýst yfir á vegna vaxandi líkna á eldgosi. Um hundrað manns dvelja nú í Grindavík og er þar aukinn viðbúnaður. Innlent 31. janúar 2025 20:19
Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. Innlent 30. janúar 2025 17:11
Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga. Innlent 29. janúar 2025 21:48
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. Innlent 29. janúar 2025 12:16
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. Innlent 28. janúar 2025 16:21
Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Landris heldur áfram á Sundhnúksgígaröðinni en en hraði landriss hefur minnkað örlítið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrra mat Veðurstofunnar um líklega atburðarás á svæðinu og að enn megi gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar eða byrjun febrúar Innlent 21. janúar 2025 14:41
Snarpur skjálfti við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti mældist við Trölladyngju á Reykjanesskaga í dag. Skjálftinn var 3,3 að stærð og greindinst hann á mælum klukkan 13:45 í dag. Þá hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt honum. Innlent 18. janúar 2025 14:39
Áframhaldandi landris við Svartsengi Áfram en landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Hættumat Veðurstofu Íslands er óbreytt. Innlent 14. janúar 2025 16:21
Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Það sýna aflögunargögn frá Veðurstofunni fram og til 30. desember 2024. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar eru auknar líkur á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi í lok janúar. Enn er hraunbreiðan frá síðasta eldgosi talin hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat fyrir svæðið hefur verið birt. Innlent 2. janúar 2025 15:47
Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. Innlent 2. janúar 2025 08:56
Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. Innlent 31. desember 2024 11:33
Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Fyrsti þáttur heimildaþáttaraðarinnar Grindavík fór í loftið í gær. Þar var stiklað á stóru sigrunum í körfuboltasögu Grindvíkinga. Körfubolti 30. desember 2024 07:00
Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Skjálftavirkni við Reykjaneshrygg jókst til muna í dag en nærri áttatíu jarðskjálftar hafa orðið frá því í nótt. Innlent 29. desember 2024 17:45
Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Í heimildaþáttaröðinni Grindavík lýsa bæjarbúar meðal annars upplifun sinni af hinum örlagaríka degi, 10. nóvember 2023, þegar þeir þurftu að flýja heimili sín. Körfubolti 29. desember 2024 10:01