Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst

Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftar á Reykja­nesi ekkert til að kippa sér upp við

Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­skjálfti í Brennisteinsfjöllum

Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála.

Innlent
Fréttamynd

Reikningur tengdur dular­fullri Grindavíkur-mynt horfinn spor­laust

Fullyrt var á samfélagsmiðlinum X að hluti ágóða sem myndi hljótast af rafmynt sem ber heitið Volcoino eða $VCOIN myndi renna til þeirra sem misstu lífibrauð sitt og húsin sín í Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Reikningnum þar sem þetta var fullyrt hefur verið eytt og virði rafmyntarinnar fallið gríðarlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lík­legast að gos hefjist í seinni hluta febrúar

Gos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi er komið upp í það sem þarf til að koma af stað kvikuhlaupi. Benedikt G. Ófeigsson segir erfitt að þrengja tímarammann en líklegast sé að gosið komið upp í kringum seinni hluta febrúar eða byrjun mars.

Innlent
Fréttamynd

Gos geti hafist hve­nær sem er

Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur.

Innlent
Fréttamynd

Vont veður geti stytt tíma til rýmingar

Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir hættustigi vegna yfir­vofandi eld­goss

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin

Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á eld­gosi fara vaxandi

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Sjá auknar líkur á eld­gosi í kortunum

Landris heldur áfram á Sundhnúksgígaröðinni en en hraði landriss hefur minnkað örlítið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrra mat Veðurstofunnar um líklega atburðarás á svæðinu og að enn megi gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar eða byrjun febrúar

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti við Trölla­dyngju

Snarpur jarðskjálfti mældist við Trölladyngju á Reykjanesskaga í dag. Skjálftinn var 3,3 að stærð og greindinst hann á mælum klukkan 13:45 í dag. Þá hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt honum.

Innlent
Fréttamynd

Hraun­breiðan enn heit og hættu­leg göngufólki

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Það sýna aflögunargögn frá Veðurstofunni fram og til 30. desember 2024. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar eru auknar líkur á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi í lok janúar. Enn er hraunbreiðan frá síðasta eldgosi talin hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat fyrir svæðið hefur verið birt. 

Innlent
Fréttamynd

Prófa rýmingar­flautur í Grinda­vík í dag

Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar.

Innlent