Guðmundur Andri Thorsson Lærum að leika okkur Þegar maður horfir á enska sakamálamynd þátt í sjónvarpinu sem gerð er upp úr bók eftir Agöthu Christie er ánægjan ekki endilega fólgin í því að brjóta heilann um plottið – er það ekki alltaf ungi myndarlegi maðurinn? Ekki er það heldur óvægin krufning á þjóðfélaginu, hvað þá fínlegar sálarlífslýsingar. Nei, ánægjan er einkum fólgin í því að horfa á það hvernig Englendingar fara að því að setja sig á svið. Fastir pennar 6.5.2013 08:51 Samfylkingarblús Samfylkingin sat í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og kannski var þetta bara orðið ágætt. Vissulega var þetta verri útreið en flokkurinn átti skilið – það var nánast eins og það væri orðið nýjasta tískuæðið í landinu að kjósa ekki Samfylkinguna. Fastir pennar 28.4.2013 21:38 Litla græna paprikan Ég man eftir fyrstu paprikunni sem ég sá og ég man enn þá bragðið af henni. Hún var græn – og þannig voru þær lengi því að Litanefnd landbúnaðarvara sá enga nauðsyn á því að leyfa rauðar paprikur og afgreiddi það erindi ekki fyrr en nokkrum árum síðar, með miklum semingi. Svo komu þær gulu og loks þessar appelsínugulu, eftir mikið japl, jaml og fuður. Fastir pennar 21.4.2013 22:30 Frelsishöllin Alþingishúsið við Austurvöll – þessi gamla bygging sem búið er að berja svo mikið á undanfarin ár að manni er næstum farið að þykja vænt um hana og finnast hún veikburða tákn veikburða þingræðis sem allir eru á móti. En þetta hús á sér raunar sögu sem kannski hefur gleymst meira en vert væri. Það er að minnsta kosti ómaksins vert að rifja hana upp á meðan við bíðum þess að þjóðin sendi fulltrúa sína á þing eftir allar þessar kannanir – og hannanir. Fastir pennar 14.4.2013 21:31 Þrjú lykilorð Framsóknar Metsölubókin síðustu jól var um Gísla á Uppsölum og ég þekki mann sem segir að nú ætli sagan að endurtaka sig: "Framsókn er Gísli á Uppsölum,“ segir hann og sér fyrir sér þjóðina halda inn í sinn afdal og afneita heiminum, talandi hrognamál sem enginn skilur. Undanfarið hefur farið fram markviss leit að hinum þjóðlegu gildum með tilheyrandi Fastir pennar 7.4.2013 21:51 102 Reykjavík Sum mál eru aldrei útrædd hér á landi og kannski varla rædd: um þau er kapprætt eins og þetta sé íþróttakeppni þar sem sá/sú sigrar sem "á síðasta orðið“ og nær með því að kæfa umræðuna. Þessi mál koma skyndilega til tals og fólk keppist við að kveða hvert annað í kútinn – og hefur svo hver sitt að kveða í sínum kút. Svo hverfur umræðan jafn snögglega og hún hófst, án þess að leiða til annars en að herða fólk í sinni Fastir pennar 24.3.2013 22:32 Raddir vorsins þagna Frétt síðustu viku var engin frétt. Og kannski var fréttin einmitt sú – að þetta þætti frétt: Lagarfljót er að deyja. Heilt lífríki, einkennileg blanda af fljóti og vatni, með sínum sérkennilegu litbrigðum; einstök náttúrusmíði sem vitnaði um sérstakt vatnafar í sérstæðu landi. Fastir pennar 17.3.2013 20:36 Blaðamennska er lífsskoðun Árið 1870 skrifaði Jón Ólafsson greinargerð fyrir frjálsri blaðamennsku í blaðið sem hann ritstýrði þá, Baldur. Hann var átján ára og hafði ritstýrt Baldri frá sautján ára aldri – fyrsta barnastjarna íslenskrar blaðamennsku og átti í vændum að flýja land fyrir að yrkja Íslendingabrag þar sem þeir "fólar er frelsi vort svíkja" fá að heyra það og skáldið staðhæfir að maður finni "ei djöfullegra Fastir pennar 10.3.2013 22:59 Er íslenska útlenska? Á netinu má sjá erindi Þorvaldar Þorsteinssonar – þess snilldarmanns – á málþingi BÍL um skapandi greinar frá sjónarhóli listamanna þar sem hann deildi á tilhneigingu til að beita akademískum vinnubrögðum í listsköpun. Hann talaði um "gervireynd“ í því sambandi. Fastir pennar 3.3.2013 21:48 Fegurstu leiðarljósin Þúsundir Íslendinga hafa ritað nöfn sín á mótmæli gegn nýjum náttúruverndarlögum og hafa áhugamenn um utanvegaakstur þar látið mikið að sér kveða. Jeppafjallamenn eru vissulega upp til hópa miklir náttúruunnendur og hafa áhyggjur af því að fá ekki að njóta hennar að vild og myndu aldrei rótast á viðkvæmum svæðum: en þeir hugsa málið út frá sjálfum sér. Ef við hugsum andartak um fund manns og fjalls í anda Fastir pennar 25.2.2013 09:02 Ný kynslóð Þegar Katrín Jakobsdóttir tekur við af Steingrími J. verður ný kynslóð komin til valda í flokkunum fjórum sem hafa verið hryggjarstykkið í íslensku stjórnmálakerfi frá því að kommúnistaflokkurinn var stofnaður árið 1930. Eldri kynslóðin hverfur nú smám saman af sviðinu – smám saman, og þarf aðeins að ýta á suma. Fastir pennar 17.2.2013 21:24 Hagræðingarhelvíti Um árabil hefur verið litið á framlög til heilbrigðismála sem vandamál – útgjöld, tapað fé, fjárfestingu sem engu skilar – hít. Stundum er engu líkara en eimi eftir af hreppsómaga-hugsunarhætti fyrri alda hjá Íslendingum; að sjá eftir því fé sem fer til þess að annast "aumingja“, horfa þá í aurinn: mætti ekki hafa fleiri á stofu? Senda fleiri heim? Auka afköst? Fastir pennar 10.2.2013 20:19 Aldrei aftur Icesave! Heyrst hefur úr ranni VG að tilviljun hafi ráðið niðurstöðunni í Icesave-málinu. Er það ekki eitthvað orðum aukið? Þó að Íslendingar hafi ekki verið vissir um að málflutningur þeirra næði eyrum dómara er ekki þar með sagt að þetta hafi bara verið einhver grís – niðurstaðan hafi verið látin ráðast af hlutkesti. Verðum við ekki að treysta því að dómarar hafi ígrundað málið, og jafnvel hugsanlega að þeir hafi komist að réttri niðurstöðu? Segir það ekki sína sögu um viðhorf okkar til laga og réttar að við skyldum upp til hópa telja að niðurstaðan yrði þeim sterka í vil? Fastir pennar 3.2.2013 20:45 Nýr bókmenntapáfi Árlega birtast í blöðum og netmiðlum myndir af listamönnum sem hlotið hafa úthlutun úr launasjóðum á vegum ríkisins. Þessar myndbirtingar vekja hugrenningatengsl við myndir af sakborningum í fjársvikamálum. Okkur er ætlað að horfa á þessi andlit og hugsa um það hvílíkir loddarar þau séu – hversu auðveldlega þau komist yfir almannafé. Okkur er ætlað að hugsa: Af hverju þau? Okkur er ætlað að hugsa: Aha! Klíka! Fastir pennar 27.1.2013 22:26 Þjóðviljinn Hver er þjóðviljinn? Hvernig finnum við hann? Hver talar fyrir hann? Er hann einn eða síkvikur? Er hann summa þess sem öllum finnst? Er hann meirihluti fólks? Meirihluti þeirra sem taka afstöðu? Það er nú það. Fastir pennar 20.1.2013 22:20 Hæg breytileg átt Maður heyrir stundum í útvarpinu auglýsingar frá Mjólkursamsölunni um svonefndan ?góðost?. Þær eru athyglisverður vitnisburður um ríkjandi hugarfar. Þetta eru auglýsingar ættaðar úr landi hinnar fúlskeggjuðu heimsafneitunar í lopapeysu, ætlað að höfða til Bjarts í Sumarhúsum. Þar má til dæmis heyra einn af föstum veðurfréttalesurum Ríkisútvarpsins segja okkur að góðostur sé jafn íslenskur og hæg breytileg átt (minnir mig) og sannast þá loks texti Bógómíls Font: Fastir pennar 13.1.2013 22:05 Sakarafskriftir Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, skrifaði grein í Fréttablaðið um daginn þar sem hún segir frá kynnum sínum af Evu Joly og viðrar í framhaldi af því þá skoðun að grundvallarmunur sé á þeim málum sem sérstakur saksóknari rannsakar hér á landi og þeim málum sem Eva rannsakaði í Frakklandi. Þar voru glæpamenn og mafíósar að verki. Og hér? Tja, eiginlega allir ("embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, eftirlitsmenn, lífeyrissjóðir, litlir fjárfestar og stórir fjárfestar“). Fastir pennar 6.1.2013 21:59 Gíslar á Uppsölum Var ekki Gísli á Uppsölum maður ársins? Ekki nóg með að annar hvor karlmaður í miðbæ Reykjavíkur líti út eins og hann um þessar mundir heldur varð bók Ingibjargar Reynisdóttur um hann mest selda bók ársins, sem svo sannarlega er skemmtilegur vitnisburður um það hvernig ævintýrin gerast stundum í jólabóksölunni og ástæða til að óska henni og forlagi hennar til hamingju með þennan árangur. Fastir pennar 30.12.2012 19:21 Sjálfsofnæmi þingræðisins Málþóf: þá tekur einhver til máls um tiltekið atriði en er í raun og veru ekkert að tala um það; þykist bara tala um það. Þykist í rauninni bara tala. Opnar munninn og lætur orð streyma út um hann, en þau eru ekki um neitt, ekki í neinu samhengi, ekki til þess að bera fram merkingu, hugsjónir, sýn heldur þvert á móti bara froða. Viðkomandi gæti allt eins staðið á fætur, gengið í ræðustól og sagt: Virðulegi forseti. Banani banani banani. Þess vegna eru umræður á Alþingi um þessar mundir eins og skrifaðar af Samuel Beckett. Fastir pennar 16.12.2012 22:30 Sköpunarverkið í fabúlunni Við rogumst með heilt tré inn í stofuna til okkar, setjum á það skraut og ljós, dönsum kringum það og tignum það. Við lýsum hvern glugga og hvern skugga. Við fyllum munninn með sætum kökum og eldum mat sem okkur finnst hafa merkinguna: Jól. Við gefum hvert öðru, gleðjum hvert annað, erum saman. Við hlýðum á það fegursta sem mönnunum hefur dottið í hug að setja saman af tónafléttum. Við klæðumst okkar fínustu Fastir pennar 10.12.2012 14:46 Það eru barnréttindi Það var nú ekki töluð vitleysan í vörninni í fótboltaliði bekkjarins hennar Hansínu í Vogaskóla. Þarna stóðum við Snorri og Alli, Sigurgeir og Steinn Bjarki með hendurnar í vösunum og áttum í hrókasamræðum um landsins gagn og nauðsynjar, á meðan þeir Nonni og Biggi, Haddi og Kalli Dúi og hinir hlupu um lafmóðir frammi í sókninni, enda allt afburðamenn í boltanum og vel að þeirri vegsemd komnir að fá að vera í sókn. Svona var getuskiptingin: þeir góðu voru í sókn en Fastir pennar 2.12.2012 22:56 Þá voru flestir hvergi "Heimsins brestur hjálparlið,/ hugur skerst af ergi, / þegar mest ég þurfti við / þá voru flestir hvergi“ orti Friðrik Jónsson á Helgastöðum einu sinni og þau orð gætu margir frambjóðendur gert að sínum eftir helgina. Kjósendur voru flestir hvergi – eða að minnsta kosti fjarri. Og hvað sem líður tali um "ákall um breytingar“ þá bylur hæst í þögninni, rétt eins og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins þreytast ekki á að núa þeim um nasir, eftir túlkanir þeirra á fjarverandi atkvæðum í stjórnarskrárkosningum á dögunum. Lítil þátttaka. Áhugaleysi. Sinnuleysi. Leiði. Fastir pennar 25.11.2012 22:58 Hin óverðugu Sérhvert tímaskeið hefur sín sérstöku tækifæri til misskiptingar og ranglætis, sína hagsmunapotara, sitt baráttufólk fyrir réttlæti, sitt sérstaka svindilbrask og sín sérstöku úrræði til að jafna kjörin – sína sérstöku baráttu góðs og ills – en mannlegar dyggðir og mannlegir lestir hefja sig upp yfir stað og stund í mannlegu samfélagi; hófsemi-ágirnd, auðmýkt-hroki, meðlíðan-sjálfhverfa? allt fylgir þetta mönnunum alltaf. Hið fullkomna þjóðfélag er ekki til. Sól hins Fastir pennar 18.11.2012 22:03 Strákarnir okkar Strákar í að minnsta kosti þremur framhaldsskólum hafa nú með skömmu millibili álpast inn á jarðsprengjusvæði opinberrar umræðu með framgöngu sem fer út yfir öll mörk kvenfyrirlitningar, en var eflaust aldrei "þannig meint“, heldur bara "grín sem fór úr böndunum“. Fastir pennar 11.11.2012 22:20 Hlutir sem skipta máli Ég heyrði byrjunina á uppgjöri vikunnar í útvarpsþætti nú fyrir helgi. Einn var spurður að því hvað honum hefði nú fundist eftirtektarverðast í nýliðinni viku og svaraði eitthvað á þessa leið: "Það var verið að taka upp tvo nýja kafla í aðildarviðræðum Íslendinga og Evrópusambandsins…" Smá þögn og maður sá fyrir sér furðu lostin andlit viðmælenda þar til hann losaði um spennuna á hárréttu augnabliki: "Djók!" Fór svo að tala um hluti sem skipta máli: landsleikinn og veðrið. Fastir pennar 4.11.2012 22:18 Og allir komu þeir aftur … Auglýsingar eru leiðbeiningar. Þær eru vitnisburður um tíðaranda hverju sinni og fólkið sem semur auglýsingarnar og flytur okkur þær er í senn sporrekjendur og lóðsarnir okkar í lífinu. Það er í auglýsingunum sem við heyrum hvert stefnir og hvaðan vindurinn blæs – hvert hann blæs okkur – ekki hjá pistlahöfundunum eða á kjaftaklöppinni Facebook. Fastir pennar 28.10.2012 21:38 Jákvætt ferli Kosningaþátttakan í fyrradag var ekki nógu léleg til að hægt sé að hundsa niðurstöðurnar. Hún var kannski ekki stórfengleg en nægileg til að taka verður kosningarnar alvarlega. Fastir pennar 21.10.2012 21:30 Óður um þjóð Á dögunum voru hér norskir sveitastjórnarmenn þeirra erinda að kaupa Íslendinga. Þá vantaði gott fólk í álverið sitt – vinnusamt og vel menntað fólk eins og Íslendinga því að nú orðið vill fólkið þeirra víst frekar flytja í stóru borgirnar. ?Hjá okkur er nóg vinna,? sögðu þeir – sem hljómaði kunnuglega – en þeir bjóða líka upp á ýmislegt fleira þarna úti, skilst manni: Þar er líka nógur tími fyrir Fastir pennar 14.10.2012 21:51 Hvað finnst þér? Þjóðfélagið er alltaf að breytast. Með hverri breytingu á lögum og reglugerðum, hverju nýju frumvarpi sem samþykkt er, verður eitthvað öðruvísi en það var áður – betra eða verra eftir atvikum, því að breytingar eru ekki góðar eða slæmar í sjálfum sér. Við þurfum að vera vakandi. Þegar skólakerfinu er breytt þá breytast kjörin hjá börnunum okkar; þegar hætt er niðurgreiðslum á tilteknum lyfjum breytast kjörin hjá gamla fólkinu; þegar breytt er lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum þá breytast kjörin hjá okkur – þá höfum við fengið vopn, og getum vísað í viðkomandi reglugerð. Og svo framvegis. Þetta vitum við. Fastir pennar 7.10.2012 22:12 Eftir situr sú tilfinning... Hundrað milljónir, nei tvö hundruð milljónir – þrjú, fjögur – eða voru það fjórir milljarðar? – fimm sex sjö? Einhvers staðar dettur maður út. Forréttindafólk í laga- og bókhaldsþjónustu sem sögð er í þágu almennings rakar til sín fjárhæðum og tölurnar verða fljótlega sem stjörnur himinhvolfsins á heiðskírri nótt – óskiljanlegt ómæli – en eftir situr sú tilfinning að einhver sé að maka krókinn, Fastir pennar 30.9.2012 23:23 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 18 ›
Lærum að leika okkur Þegar maður horfir á enska sakamálamynd þátt í sjónvarpinu sem gerð er upp úr bók eftir Agöthu Christie er ánægjan ekki endilega fólgin í því að brjóta heilann um plottið – er það ekki alltaf ungi myndarlegi maðurinn? Ekki er það heldur óvægin krufning á þjóðfélaginu, hvað þá fínlegar sálarlífslýsingar. Nei, ánægjan er einkum fólgin í því að horfa á það hvernig Englendingar fara að því að setja sig á svið. Fastir pennar 6.5.2013 08:51
Samfylkingarblús Samfylkingin sat í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og kannski var þetta bara orðið ágætt. Vissulega var þetta verri útreið en flokkurinn átti skilið – það var nánast eins og það væri orðið nýjasta tískuæðið í landinu að kjósa ekki Samfylkinguna. Fastir pennar 28.4.2013 21:38
Litla græna paprikan Ég man eftir fyrstu paprikunni sem ég sá og ég man enn þá bragðið af henni. Hún var græn – og þannig voru þær lengi því að Litanefnd landbúnaðarvara sá enga nauðsyn á því að leyfa rauðar paprikur og afgreiddi það erindi ekki fyrr en nokkrum árum síðar, með miklum semingi. Svo komu þær gulu og loks þessar appelsínugulu, eftir mikið japl, jaml og fuður. Fastir pennar 21.4.2013 22:30
Frelsishöllin Alþingishúsið við Austurvöll – þessi gamla bygging sem búið er að berja svo mikið á undanfarin ár að manni er næstum farið að þykja vænt um hana og finnast hún veikburða tákn veikburða þingræðis sem allir eru á móti. En þetta hús á sér raunar sögu sem kannski hefur gleymst meira en vert væri. Það er að minnsta kosti ómaksins vert að rifja hana upp á meðan við bíðum þess að þjóðin sendi fulltrúa sína á þing eftir allar þessar kannanir – og hannanir. Fastir pennar 14.4.2013 21:31
Þrjú lykilorð Framsóknar Metsölubókin síðustu jól var um Gísla á Uppsölum og ég þekki mann sem segir að nú ætli sagan að endurtaka sig: "Framsókn er Gísli á Uppsölum,“ segir hann og sér fyrir sér þjóðina halda inn í sinn afdal og afneita heiminum, talandi hrognamál sem enginn skilur. Undanfarið hefur farið fram markviss leit að hinum þjóðlegu gildum með tilheyrandi Fastir pennar 7.4.2013 21:51
102 Reykjavík Sum mál eru aldrei útrædd hér á landi og kannski varla rædd: um þau er kapprætt eins og þetta sé íþróttakeppni þar sem sá/sú sigrar sem "á síðasta orðið“ og nær með því að kæfa umræðuna. Þessi mál koma skyndilega til tals og fólk keppist við að kveða hvert annað í kútinn – og hefur svo hver sitt að kveða í sínum kút. Svo hverfur umræðan jafn snögglega og hún hófst, án þess að leiða til annars en að herða fólk í sinni Fastir pennar 24.3.2013 22:32
Raddir vorsins þagna Frétt síðustu viku var engin frétt. Og kannski var fréttin einmitt sú – að þetta þætti frétt: Lagarfljót er að deyja. Heilt lífríki, einkennileg blanda af fljóti og vatni, með sínum sérkennilegu litbrigðum; einstök náttúrusmíði sem vitnaði um sérstakt vatnafar í sérstæðu landi. Fastir pennar 17.3.2013 20:36
Blaðamennska er lífsskoðun Árið 1870 skrifaði Jón Ólafsson greinargerð fyrir frjálsri blaðamennsku í blaðið sem hann ritstýrði þá, Baldur. Hann var átján ára og hafði ritstýrt Baldri frá sautján ára aldri – fyrsta barnastjarna íslenskrar blaðamennsku og átti í vændum að flýja land fyrir að yrkja Íslendingabrag þar sem þeir "fólar er frelsi vort svíkja" fá að heyra það og skáldið staðhæfir að maður finni "ei djöfullegra Fastir pennar 10.3.2013 22:59
Er íslenska útlenska? Á netinu má sjá erindi Þorvaldar Þorsteinssonar – þess snilldarmanns – á málþingi BÍL um skapandi greinar frá sjónarhóli listamanna þar sem hann deildi á tilhneigingu til að beita akademískum vinnubrögðum í listsköpun. Hann talaði um "gervireynd“ í því sambandi. Fastir pennar 3.3.2013 21:48
Fegurstu leiðarljósin Þúsundir Íslendinga hafa ritað nöfn sín á mótmæli gegn nýjum náttúruverndarlögum og hafa áhugamenn um utanvegaakstur þar látið mikið að sér kveða. Jeppafjallamenn eru vissulega upp til hópa miklir náttúruunnendur og hafa áhyggjur af því að fá ekki að njóta hennar að vild og myndu aldrei rótast á viðkvæmum svæðum: en þeir hugsa málið út frá sjálfum sér. Ef við hugsum andartak um fund manns og fjalls í anda Fastir pennar 25.2.2013 09:02
Ný kynslóð Þegar Katrín Jakobsdóttir tekur við af Steingrími J. verður ný kynslóð komin til valda í flokkunum fjórum sem hafa verið hryggjarstykkið í íslensku stjórnmálakerfi frá því að kommúnistaflokkurinn var stofnaður árið 1930. Eldri kynslóðin hverfur nú smám saman af sviðinu – smám saman, og þarf aðeins að ýta á suma. Fastir pennar 17.2.2013 21:24
Hagræðingarhelvíti Um árabil hefur verið litið á framlög til heilbrigðismála sem vandamál – útgjöld, tapað fé, fjárfestingu sem engu skilar – hít. Stundum er engu líkara en eimi eftir af hreppsómaga-hugsunarhætti fyrri alda hjá Íslendingum; að sjá eftir því fé sem fer til þess að annast "aumingja“, horfa þá í aurinn: mætti ekki hafa fleiri á stofu? Senda fleiri heim? Auka afköst? Fastir pennar 10.2.2013 20:19
Aldrei aftur Icesave! Heyrst hefur úr ranni VG að tilviljun hafi ráðið niðurstöðunni í Icesave-málinu. Er það ekki eitthvað orðum aukið? Þó að Íslendingar hafi ekki verið vissir um að málflutningur þeirra næði eyrum dómara er ekki þar með sagt að þetta hafi bara verið einhver grís – niðurstaðan hafi verið látin ráðast af hlutkesti. Verðum við ekki að treysta því að dómarar hafi ígrundað málið, og jafnvel hugsanlega að þeir hafi komist að réttri niðurstöðu? Segir það ekki sína sögu um viðhorf okkar til laga og réttar að við skyldum upp til hópa telja að niðurstaðan yrði þeim sterka í vil? Fastir pennar 3.2.2013 20:45
Nýr bókmenntapáfi Árlega birtast í blöðum og netmiðlum myndir af listamönnum sem hlotið hafa úthlutun úr launasjóðum á vegum ríkisins. Þessar myndbirtingar vekja hugrenningatengsl við myndir af sakborningum í fjársvikamálum. Okkur er ætlað að horfa á þessi andlit og hugsa um það hvílíkir loddarar þau séu – hversu auðveldlega þau komist yfir almannafé. Okkur er ætlað að hugsa: Af hverju þau? Okkur er ætlað að hugsa: Aha! Klíka! Fastir pennar 27.1.2013 22:26
Þjóðviljinn Hver er þjóðviljinn? Hvernig finnum við hann? Hver talar fyrir hann? Er hann einn eða síkvikur? Er hann summa þess sem öllum finnst? Er hann meirihluti fólks? Meirihluti þeirra sem taka afstöðu? Það er nú það. Fastir pennar 20.1.2013 22:20
Hæg breytileg átt Maður heyrir stundum í útvarpinu auglýsingar frá Mjólkursamsölunni um svonefndan ?góðost?. Þær eru athyglisverður vitnisburður um ríkjandi hugarfar. Þetta eru auglýsingar ættaðar úr landi hinnar fúlskeggjuðu heimsafneitunar í lopapeysu, ætlað að höfða til Bjarts í Sumarhúsum. Þar má til dæmis heyra einn af föstum veðurfréttalesurum Ríkisútvarpsins segja okkur að góðostur sé jafn íslenskur og hæg breytileg átt (minnir mig) og sannast þá loks texti Bógómíls Font: Fastir pennar 13.1.2013 22:05
Sakarafskriftir Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, skrifaði grein í Fréttablaðið um daginn þar sem hún segir frá kynnum sínum af Evu Joly og viðrar í framhaldi af því þá skoðun að grundvallarmunur sé á þeim málum sem sérstakur saksóknari rannsakar hér á landi og þeim málum sem Eva rannsakaði í Frakklandi. Þar voru glæpamenn og mafíósar að verki. Og hér? Tja, eiginlega allir ("embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, eftirlitsmenn, lífeyrissjóðir, litlir fjárfestar og stórir fjárfestar“). Fastir pennar 6.1.2013 21:59
Gíslar á Uppsölum Var ekki Gísli á Uppsölum maður ársins? Ekki nóg með að annar hvor karlmaður í miðbæ Reykjavíkur líti út eins og hann um þessar mundir heldur varð bók Ingibjargar Reynisdóttur um hann mest selda bók ársins, sem svo sannarlega er skemmtilegur vitnisburður um það hvernig ævintýrin gerast stundum í jólabóksölunni og ástæða til að óska henni og forlagi hennar til hamingju með þennan árangur. Fastir pennar 30.12.2012 19:21
Sjálfsofnæmi þingræðisins Málþóf: þá tekur einhver til máls um tiltekið atriði en er í raun og veru ekkert að tala um það; þykist bara tala um það. Þykist í rauninni bara tala. Opnar munninn og lætur orð streyma út um hann, en þau eru ekki um neitt, ekki í neinu samhengi, ekki til þess að bera fram merkingu, hugsjónir, sýn heldur þvert á móti bara froða. Viðkomandi gæti allt eins staðið á fætur, gengið í ræðustól og sagt: Virðulegi forseti. Banani banani banani. Þess vegna eru umræður á Alþingi um þessar mundir eins og skrifaðar af Samuel Beckett. Fastir pennar 16.12.2012 22:30
Sköpunarverkið í fabúlunni Við rogumst með heilt tré inn í stofuna til okkar, setjum á það skraut og ljós, dönsum kringum það og tignum það. Við lýsum hvern glugga og hvern skugga. Við fyllum munninn með sætum kökum og eldum mat sem okkur finnst hafa merkinguna: Jól. Við gefum hvert öðru, gleðjum hvert annað, erum saman. Við hlýðum á það fegursta sem mönnunum hefur dottið í hug að setja saman af tónafléttum. Við klæðumst okkar fínustu Fastir pennar 10.12.2012 14:46
Það eru barnréttindi Það var nú ekki töluð vitleysan í vörninni í fótboltaliði bekkjarins hennar Hansínu í Vogaskóla. Þarna stóðum við Snorri og Alli, Sigurgeir og Steinn Bjarki með hendurnar í vösunum og áttum í hrókasamræðum um landsins gagn og nauðsynjar, á meðan þeir Nonni og Biggi, Haddi og Kalli Dúi og hinir hlupu um lafmóðir frammi í sókninni, enda allt afburðamenn í boltanum og vel að þeirri vegsemd komnir að fá að vera í sókn. Svona var getuskiptingin: þeir góðu voru í sókn en Fastir pennar 2.12.2012 22:56
Þá voru flestir hvergi "Heimsins brestur hjálparlið,/ hugur skerst af ergi, / þegar mest ég þurfti við / þá voru flestir hvergi“ orti Friðrik Jónsson á Helgastöðum einu sinni og þau orð gætu margir frambjóðendur gert að sínum eftir helgina. Kjósendur voru flestir hvergi – eða að minnsta kosti fjarri. Og hvað sem líður tali um "ákall um breytingar“ þá bylur hæst í þögninni, rétt eins og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins þreytast ekki á að núa þeim um nasir, eftir túlkanir þeirra á fjarverandi atkvæðum í stjórnarskrárkosningum á dögunum. Lítil þátttaka. Áhugaleysi. Sinnuleysi. Leiði. Fastir pennar 25.11.2012 22:58
Hin óverðugu Sérhvert tímaskeið hefur sín sérstöku tækifæri til misskiptingar og ranglætis, sína hagsmunapotara, sitt baráttufólk fyrir réttlæti, sitt sérstaka svindilbrask og sín sérstöku úrræði til að jafna kjörin – sína sérstöku baráttu góðs og ills – en mannlegar dyggðir og mannlegir lestir hefja sig upp yfir stað og stund í mannlegu samfélagi; hófsemi-ágirnd, auðmýkt-hroki, meðlíðan-sjálfhverfa? allt fylgir þetta mönnunum alltaf. Hið fullkomna þjóðfélag er ekki til. Sól hins Fastir pennar 18.11.2012 22:03
Strákarnir okkar Strákar í að minnsta kosti þremur framhaldsskólum hafa nú með skömmu millibili álpast inn á jarðsprengjusvæði opinberrar umræðu með framgöngu sem fer út yfir öll mörk kvenfyrirlitningar, en var eflaust aldrei "þannig meint“, heldur bara "grín sem fór úr böndunum“. Fastir pennar 11.11.2012 22:20
Hlutir sem skipta máli Ég heyrði byrjunina á uppgjöri vikunnar í útvarpsþætti nú fyrir helgi. Einn var spurður að því hvað honum hefði nú fundist eftirtektarverðast í nýliðinni viku og svaraði eitthvað á þessa leið: "Það var verið að taka upp tvo nýja kafla í aðildarviðræðum Íslendinga og Evrópusambandsins…" Smá þögn og maður sá fyrir sér furðu lostin andlit viðmælenda þar til hann losaði um spennuna á hárréttu augnabliki: "Djók!" Fór svo að tala um hluti sem skipta máli: landsleikinn og veðrið. Fastir pennar 4.11.2012 22:18
Og allir komu þeir aftur … Auglýsingar eru leiðbeiningar. Þær eru vitnisburður um tíðaranda hverju sinni og fólkið sem semur auglýsingarnar og flytur okkur þær er í senn sporrekjendur og lóðsarnir okkar í lífinu. Það er í auglýsingunum sem við heyrum hvert stefnir og hvaðan vindurinn blæs – hvert hann blæs okkur – ekki hjá pistlahöfundunum eða á kjaftaklöppinni Facebook. Fastir pennar 28.10.2012 21:38
Jákvætt ferli Kosningaþátttakan í fyrradag var ekki nógu léleg til að hægt sé að hundsa niðurstöðurnar. Hún var kannski ekki stórfengleg en nægileg til að taka verður kosningarnar alvarlega. Fastir pennar 21.10.2012 21:30
Óður um þjóð Á dögunum voru hér norskir sveitastjórnarmenn þeirra erinda að kaupa Íslendinga. Þá vantaði gott fólk í álverið sitt – vinnusamt og vel menntað fólk eins og Íslendinga því að nú orðið vill fólkið þeirra víst frekar flytja í stóru borgirnar. ?Hjá okkur er nóg vinna,? sögðu þeir – sem hljómaði kunnuglega – en þeir bjóða líka upp á ýmislegt fleira þarna úti, skilst manni: Þar er líka nógur tími fyrir Fastir pennar 14.10.2012 21:51
Hvað finnst þér? Þjóðfélagið er alltaf að breytast. Með hverri breytingu á lögum og reglugerðum, hverju nýju frumvarpi sem samþykkt er, verður eitthvað öðruvísi en það var áður – betra eða verra eftir atvikum, því að breytingar eru ekki góðar eða slæmar í sjálfum sér. Við þurfum að vera vakandi. Þegar skólakerfinu er breytt þá breytast kjörin hjá börnunum okkar; þegar hætt er niðurgreiðslum á tilteknum lyfjum breytast kjörin hjá gamla fólkinu; þegar breytt er lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum þá breytast kjörin hjá okkur – þá höfum við fengið vopn, og getum vísað í viðkomandi reglugerð. Og svo framvegis. Þetta vitum við. Fastir pennar 7.10.2012 22:12
Eftir situr sú tilfinning... Hundrað milljónir, nei tvö hundruð milljónir – þrjú, fjögur – eða voru það fjórir milljarðar? – fimm sex sjö? Einhvers staðar dettur maður út. Forréttindafólk í laga- og bókhaldsþjónustu sem sögð er í þágu almennings rakar til sín fjárhæðum og tölurnar verða fljótlega sem stjörnur himinhvolfsins á heiðskírri nótt – óskiljanlegt ómæli – en eftir situr sú tilfinning að einhver sé að maka krókinn, Fastir pennar 30.9.2012 23:23
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent