Þýski boltinn

Fréttamynd

Aron markahæstur þegar Kiel vann þýska bikarinn

Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik þegar hann og félagar hans í Kiel urðu þýskir bikarmeistarar eftir sex marka sigur á Flensburg-Handewitt, 30-24, í bikarúrslitaleiknum í Hamburg. Alfreð Gíslason gerði því Kiel að bikarmeisturum í annað skiptið á þremur árum.

Handbolti
Fréttamynd

Gylfi tryggði Hoffenheim útisigur á móti Nürnberg

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þremur mínútum fyrir leikslok. Gylfi lagði einnig upp fyrra mark Hoffenheim sem lenti undir í leiknum en vann síðan góðan 2-1 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer: Ég verð áfram í Þýskalandi

Einn heitasti bitinn á markaðnum, Manuel Neuer, segir við þýska fjölmiðla í dag að hann sé ekki á leiðinni frá Þýskalandi og mun að öllum líkindum leika í þýsku deildinni á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund meistari - Gylfi Þór í byrjunarliðinu

Dortmund varð í dag þýskur meistari er liðið lagði Nurnberg af velli, 2-0. Mikil gleði var því eðlilega á Signal Iduna Park í dag þegar glerharðir stuðningsmenn félagsins fögnuðu titlinum með liðinu. Þetta er í sjöunda sinn sem Dortmund hampar þýska meistaratitlunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hoffeinheim tapaði en Gylfi skoraði

Gylfi Sigurðsson, leikmaður Hoffeinheim, var á skotskónum fyrir lið sitt sem tapaði fyrir Bayern Leverkusen 2-1 í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Markið má sjá hér að ofan.

Fótbolti
Fréttamynd

Kahn þarf að borga 20 milljónir í sekt fyrir smygl

Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, hefur verið dæmdur til að greiða 125 þúsund evrur eða 20 milljónir íslenskra króna í sekt fyrir að reyna að smygla fatnaði til Þýskalands. Kahn gaf ekki upp lúxus-klæðnað sem hann keypti fyrir meira en 6000 evrur í ferð sinni til Dúbæ.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi lék í 45 mínútur í 1-0 sigri Hoffenheim

Gylfi Sigurðsson lék í 45 mínútur með Hoffenheim í 1-0 sigri liðsins gegn Frankfurt í dag í þýsku 1. deildinni. Gylfi kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks en hann hefur aðeins fengið tækifæri í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim í 6 leikjum það sem af er tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Gylfa hættir eftir tímabilið

Marco Pezzaiuoli, þjálfari Hoffenheim, mun ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili en framkvæmdastjóri félagsins gaf þetta út í dag. Pezzaiuoli tók við liðinu af Ralf Rangnick á miðju tímabili en undir hans stjórn hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern rak Van Gaal

Þýska stórliðið FC Bayern rak í dag þjálfarann sinn, Louis Van Gaal. Hann er rekinn degi eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Nurnberg og staða liðsins á að ná Meistaradeildarsæti er ekki nógu góð.

Fótbolti
Fréttamynd

Lehmann lögsækir landsliðsmarkvörð

Jens Lehmann var allt annað en sáttur með það þegar þýski landsliðsmarkvörðurinn Tim Wiese sagði að hann ætti heima í Prúðuleikurunum og ætti að fara að leita sér aðstoðar hjá geðlækni. Lehmann hefur nú kært Wiese fyrir meinyrði og krefst skaðabóta.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund skrefi nær titlinum

Dortmund vann sannfærandi 4-1 sigur á Hannover í þýsku úrvalsdeildinni í dag og er þar með skrefi nær titlinum. Dortmund hafði ekki unnið í tvo síðustu leiki sína og var því sigurinn kærkominn í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballack fékk sekt fyrir að syngja níðsöng um Kölnarliðið

Þýska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að sekta Michael Ballack, fyrrum leikmann Chelsea og núverandi leikmann Bayer Leverkusen, fyrir að taka undir í níðsöng um stuðningsmenn Köln. Ballack söng þarna með stuðningsmönnum Leverkusen eftir leik liðsins á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul ætlar að vera áfram hjá Schalke

Spánverjinn Raul ætlar að halda tryggð við Schalke og vera áfram hjá tímabilinu á næsta ári þrátt fyrir að knattspyrnustjóri liðsins, Felix Magath, hafi verið rekinn á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Butt hættir í sumar

Markvörðurinn Hans-Jörg Butt hefur ákveðið að hann muni leggja hanskana á hilluna þegar að tímabilinu lýkur í sumar.

Fótbolti