Ítalski boltinn

Fréttamynd

Emil og félagar áfram á sigurbraut

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu 2-0 sigur á Vicenza í ítölsku b-deildinni í fótbolta í dag en þetta var annar sigur liðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. Hellas Verona er í 3. sæti deildarinnar og til alls líklegt á lokasprettinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Conte og leikmenn Juve í fjölmiðlabanni

Antonio Conte, þjálfari Juventus, var rekinn upp í stúku í leiknum gegn Bologna í vikunni og var í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Það er hann ekki alls kostar sáttur við.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli skoraði sex mörk - langþráður sigur hjá Inter

Napoli-liðið hitaði upp fyrir seinni leikinn á móti Chelsea í Meistaradeildinni með því að vinna 6-3 sigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Inter Milan vann á sama tíma langþráðan sigur á útivelli á móti Chievo.

Fótbolti
Fréttamynd

Villas-Boas í viðræðum við Inter

Fjölmiðlar greina frá því í dag að Inter sé búið að hefja viðræður við Portúgalann Andre Villas-Boas. Inter vill að hann taki við liðinu í sumar af Claudio Ranieri.

Fótbolti
Fréttamynd

Villas-Boas í leynilegum viðræðum við Roma

Það er ansi margt sem bendir til þess að portúgalski þjálfarinn Andre Villas-Boas, sem var rekinn frá Chelsea, fari næst til Ítalíu. Hann hefur lengi verið orðaður við Inter og nú greina fjölmiðlar frá því að hann sé í leynilegum viðræðum við Roma. Hermt er að Villas-Boas hafi hitt Franco Baldini, framkvæmdastjóra Roma, í London.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn hikstar Inter á Ítalíu

Vandræði Inter virðast engan endi ætla að taka en liðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Catania á heimavelli eftir að hafa lent 2-0 undir.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan með þrennu á fjórtán mínútum

Svíinn Zlatan Ibrahimovic fór mikinn þegar að AC Milan vann Palermo á útivelli, 4-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins á fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Hótar því að sekta leikmenn sem fara úr að ofan

Roberto Donadoni þjálfar nú ítalska félagið Parma en þessi fyrrum landsliðsleikmaður og landsliðsþjálfari er orðinn pirraður á því að hans menn fái gult spjald fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara úr keppnistreyjunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Krísufundur hjá Inter

Það var krísufundur hjá ítalska félaginu Inter í dag þegar Massimo Moratti, forseti Inter, settist niður með þjálfaranum, Claudio Ranieri.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan verður í banni í stórleiknum gegn Juventus

Zlatan Ibrahimovic verður í leikbanni í stórleik ítölsku deildarinnar í fótbolta á morgun þegar AC Milan tekur á móti Juventus. Forráðamenn AC Milan fóru fram á að þriggja leikja bann sem sænski framherjinn var úrskurðaður í yrði stytt.

Fótbolti