Box

Þjálfarinn handtekinn með skotvopn eftir frækinn sigur
Þjálfari Chris Eubank yngri var handtekinn á flugvelli í Manchester fyrir vörslu skotvopna í gær, degi eftir frækinn sigur breska boxarans.

Ef þið eruð góð í salsa eru þið góð í boxi
„Við höfum opnað fullkomnustu hnefaleikaaðstöðu á landinu og með þeim betri í Evrópu,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, yfirþjálfari World Class Boxing Academy en starfsemin er komin á fullt í endurbættu og glænýju húsnæði í Gamla Morgunblaðshúsinu við Kringluna.

Gekk af göflunum á blaðamannafundi og bauð mönnum birginn
John Fury, faðir hnefaleikakappanna Tyson og Tommy Fury, tók bræðiskast á blaðamannafundi fyrir bardaga fyrrnefnda sonarins sem haldinn var í gær.

„Pældu í því hvað þú gætir keypt mikið kókaín, dópistinn þinn“
Logan Paul hefur brugðist við orðum Conor McGregor um bardaga Paul gegn Dillon Danis í október. Paul segist vera tilbúinn að veðja milljón dollurum á eigin sigur í bardaganum.

Ekkert verður af bardaga Musk og Zuckerberg
Ekkert verður af bardaga auðjöfranna Elon Musk og Mark Zuckerberg. Forseti UFC, Dana White, hafði gefið það út að báðir væru þeir reiðubúnir til að mætast í hringnum en nú segir Zuckerberg að Musk sé ekki alvara og því muni hann finna sér andstæðing sem taki íþróttinni alvarlega.

Jake Paul sigraði enn einn MMA-kappann
Youtube-stjarnan Jake Paul mætti MMA-goðsögninni Nate Diaz í hnefaleikabardaga í nótt. Bardaginn var merkilega skemmtilegur.

Myrti ólétta kærustu sína
Hnefaleikakappinn Félix Verdejo Sánchez hefur verið dæmdur fyrir að fremja mannrán og myrða Keishla Rodríguez Ortiz, sem var ólétt þegar hún var myrt. Tæp tvö ár eru síðan lík Ortiz fannst í lóni í San Juan, höfuðborg Puerto Rico.

Fagnaði sigri með því að sýna á sér brjóstin en fékk mikla gagnrýni fyrir
Hnefaleikakonan Daniella Hemsley vann góðan sigur í hringnum á dögunum en það sem hún gerði strax eftir sigurinn vakti enn meiri athygli.

Besta hnefaleikakona Íslands ber að ofan á Instagram
Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir hefur vakið athygli fyrir öfluga framgöngu í hringnum á síðustu árum.

Alþjóða hnefaleikasambandið svipt réttindum sínum innan IOC
Alþjóða ólympíunefndin hefur svipt Alþjóða hnefaleikasambandið réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Nýtt alþjóðasamband hnefaleika var stofnað í apríl.

Barnabarn mafíósans í sex mánaða bann fyrir slagsmálin við Mayweather
John Gotti III hefur verið dæmdur í sex mánaða bann eftir að hafa stofnað til slagsmála eftir sýningarbardaga gegn Floyd Mayweather.

Myndir: Mikið um dýrðir á stærsta Icebox-mótinu frá upphafi
Hnefaleikaviðburðurinn ICEBOX var haldinn í fjórða sinn síðastliðinn föstudag þar sem margir af fremstu hnefaleikaköppum landsins mættust. Alls fóru tíu viðureignir fram í bland við að margir af stærstu tónlistarmönnum landsins gengu inn með boxurunum við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.

Myndband: Bardagi Mayweather og barnabarns mafíósans Gotti endaði með hópslagsmálum
Hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather og John Gotti III mættust í sýningarbardaga um helgina sem fór algjörlega úr böndunum. Gotti III er barnabarn John Joseph Gotti Jr., alræmds mafíósa frá New York í Bandaríkjunum.

Myndbönd: McGregor sendi lukkudýr Miami Heat á bráðamóttöku
Segja má að skemmtiatriði í síðasta leik Miami Heat og Denver Nuggets sem innihélt UFC-bardagakappann Conor McGregor og lukkudýr Miami hafi farið úr böndunum. Lukkudýrið þurfti að fara á bráðamóttöku eftir högg frá McGregor.

Icebox haldið í fjórða sinn í kvöld: „Stærra en nokkru sinni fyrr“
Hnefaleikamótið Icebox verður haldið í fjórða sinn þegar besta hnefaleikafólk landsins mætir í Kaplakrika í kvöld. Davíð Rúnar Bjarnason hefur staðið fyrir viðburðinum undanfarin ár og hann segir að eins og síðustu ár verði mótið stærra en nokkru sinni fyrr. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Engin ákvörðun um úrsögn úr hnefaleikasambandi en fylgst með
Hnefaleikaheimurinn logar þessa stundina. Alþjóða hnefaleikasambandið, IBA, er undir járnhæl rússnesks formanns sem styður Pútín og Bandaríkjamenn hafa stofnað eigin samband. Íslendingar fylgjast með.

Valgerður rotaði þá georgísku eftir aðeins fjörutíu sekúndur
Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir fagnaði glæsilegum sigri tíunda atvinnumannabardaga sínum helgina.

Rooney biður um boxbardaga þegar hann fær sér í glas
Þegar Wayne Rooney er búinn að fá sér í tána heyrir hann stundum í umboðsmanninum Eddie Hearn og biður hann um að setja upp boxbardaga fyrir sig.

ÓL-verðlaunahafi dó í stríðinu i Úkraínu
Úkraínski hnefaleikamaðurinn Maksym Galinichev dó í stríðinu í Úkraínu en hann var aðeins 22 ára.

Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul
Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul.

Óhóflegt eggjaát olli falli á lyfjaprófi
Lyfjabanni breska hnefaleikakappans Conor Benn hefur verið aflétt þar sem hann er talinn hafa óviljandi innbyrt ólögleg efni sem mældust í líkama hans. Mikið eggjaát er sögð líkleg ástæða.

Klitschko reiður vegna Rússa á ÓL: Með gullmedalíu í að nauðga konum
Einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu sparaði ekki stóru orðin þegar hann gagnrýndi fréttirnar af því að Alþjóðaólympíunefndin, IOC, vilji finna leið fyrir Rússa og Hvít-Rússa til að taka þátt í Ólympíuleikunum í París á næsta ári.

Ólafur Hrafn Ásgeirsson er látinn
Ólafur Hrafn Ásgeirsson, kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, lést 2. janúar síðastliðinn á líknardeild Landspítala. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar. Útförin fer fram í kyrrþey.

Rússatengslin gætu kostað hnefaleika sætið við Ólympíuborðið
Hnefaleikar eru ein af íþróttunum sem er í hvað mestri hættu að missa sæti sitt á Ólympíuleikum í París 2024.

Valgerður keppir við ósigraðan andstæðing í kvöld
Valgerður Guðsteinsdóttir, eina íslenska atvinnuhnefaleikakonan, keppir sinn níunda bardaga í kvöld.

Biðst afsökunar á að hafa hótað Messi
Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Álvarez hefur beðist afsökunar á að hafa hótað argentínska fótboltasnillingnum Lionel Messi.

Bubbi og Herra Hnetusmjör meðal þeirra sem gengu inn með íslensku boxurunum
Íslenski hnefaleikahópurinn fagnaði sigri á móti norskum kollegum sínum á Icebox hnefaleikmótinu í Kaplakrika um síðustu helgi. Hilmir Örn Ólafsson átti bardaga kvöldsins og Ísland vann Noreg átta-fimm.

„Klárlega stærra en nokkru sinni fyrr núna“
Hnefaleikafólk verður í sviðsljósinu í Kaplakrika í Hafnafirði í dag en þá fer Icebox hnefaleikamótið fram í þriðja sinn og nú í fyrsta sinn í beinni útsendingu.

Fimmtán ára bið á enda eftir boxi í beinni: „Hlakka til að rífa þakið af húsinu“
Hnefaleikafólk verður í sviðsljósinu í Kaplakrika á morgun en þá fer Icebox hnefaleikamótið fram í þriðja sinn.

Youtube-stjarnan hafði betur gegn UFC-goðsögninni
Youtube-stjörnunni Jake Paul hvar dæmdur sigur er hann mætti hinum 47 ára gamla fyrrum UFC-kappa Anderson Silva í hnefaleikum í nótt. Paul hefur nú unnið alla sex bardaga sína á boxferlinum.