Fury eldri blóðugur í aðdraganda sögulegs bardaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 22:01 John Fury elskar athygli. Getty Images/@MichaelBensonn John Fury, faðir hnefaleikakappans Tyson Fury, stal senunni í aðdraganda sögulegs hnefaleikabardaga Tyson og Oleksandr Usyk frá Úkraínu á laugardaginn kemur. Bardaginn er sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verður keppt um öll fjögur beltin - WBC, WBA, IBF og WBO - í þungavigtinni. Þá er ljóst að báðir fara heim með sand af seðlum en ekki hefur verið staðfest hversu háar upphæðir eru í spilinu. Fury hafði þó lagt hanskana á hilluan og gaf opinberlega út að hann myndi ekki keppa aftur nema fyrir dágóða summu. Bardaginn fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu á laugardaginn en fram að því þurfa báðir að mæta í fjölda viðtala og svo vigtun skömmu fyrir helgi. Í dag, mánudag, voru kapparnir í viðtölum þegar allt fór fjandans til. Ekki á milli Usyk og Tyson heldur á milli Fury eldri, John, og eins úr starfsliði Usyk. Í frétt Sky Sports segir að Fury eldri hafi skallað undirmann Usyk með þeim afleiðingum að það blæddi úr enni Fury eldri. Tyson sá ekki hvað gerðist og segist ekki vera í Sádi-Arabíu til að standa í rugli sem þessu. „Ég sá ekki neitt. Ég var í viðtali og ég er ekki hér fyrir þetta. Ég er hér til að klára dæmið og fara svo heim að hvíla mig.“ ‼️ Tyson Fury rips into Oleksandr Usyk after a jibe from his promoter Alex Krassyuk: "You f***ing p***y, you're getting knocked spark out."[🎥 @Queensberry] pic.twitter.com/m1reVSqoLB— Michael Benson (@MichaelBensonn) November 16, 2023 Í frétt Sky Sports segir einnig að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi staðfest að engin kæra hafi verið lögð fram og málinu sé lokið af þeirra hálfu. Fury eldri er ekki á sama máli og sagði það hreintút við Sky Sports. Hann sagði að starfslið mótherjans hefði sýnt syni hans - besta þungavigtar hnefaleikakappa sem íþróttin hefur séð – vanvirðingu. „Þeir mættu með allt þetta kjaftæði beint í andlitið á mér, voru að reyna vera sniðugir. Komu inn í mitt persónulega rými, ég var ekki að gera þeim neitt heldur eingöngu að syngja nafn sonar míns. Þeir komu nær og nær, ég er stríðsmaður og þetta er það sem við gerum. Ef þú kemur inn í mitt persónulega rými þá færðu það sem þú átt skilið.“ ‼️ Full, close-up video of John Fury's headbutt clash with Oleksandr Usyk's team which left him bleeding today…[🎥 Serge Lapin] pic.twitter.com/ctlylkIszH— Michael Benson (@MichaelBensonn) May 13, 2024 „Þetta snýst ekki um bardagann, við höfum gert allt sem við getum. Tyson er á góðum stað. Þú sérð á laugardaginn að hann er sá besti frá upphafi. Ef þú sýnir okkur vanvirðingu þá tölum við hvorki né öskrum heldur …,“ sagði Fury eldri og smellti krepptum hnefanum í lúkuna á hinni hendinni. Alex Krassyuk, sem sér um fjölmiðlamál fyrir Usyk, sagði að hann væri til í afsökunarbeiðni frá Fury eldri en ef marka má viðtalið hér að neðan er hún ekki á leiðinni. 🗣️ 'They came into my space!’ Tyson Fury’s father John Fury gives his perspective of the clash between himself and Oleksandr Usyk’s camp in Riyadh pic.twitter.com/uXACHAdhHm— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) May 13, 2024 Bardaginn fer fram á laugardag, þann 18. maí, og er sögulegur þar sem fjögur belti eru í boði. Hver veit nema nokkuð sögulegt gerist einngi í aðdraganda hans. Box Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Bardaginn er sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verður keppt um öll fjögur beltin - WBC, WBA, IBF og WBO - í þungavigtinni. Þá er ljóst að báðir fara heim með sand af seðlum en ekki hefur verið staðfest hversu háar upphæðir eru í spilinu. Fury hafði þó lagt hanskana á hilluan og gaf opinberlega út að hann myndi ekki keppa aftur nema fyrir dágóða summu. Bardaginn fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu á laugardaginn en fram að því þurfa báðir að mæta í fjölda viðtala og svo vigtun skömmu fyrir helgi. Í dag, mánudag, voru kapparnir í viðtölum þegar allt fór fjandans til. Ekki á milli Usyk og Tyson heldur á milli Fury eldri, John, og eins úr starfsliði Usyk. Í frétt Sky Sports segir að Fury eldri hafi skallað undirmann Usyk með þeim afleiðingum að það blæddi úr enni Fury eldri. Tyson sá ekki hvað gerðist og segist ekki vera í Sádi-Arabíu til að standa í rugli sem þessu. „Ég sá ekki neitt. Ég var í viðtali og ég er ekki hér fyrir þetta. Ég er hér til að klára dæmið og fara svo heim að hvíla mig.“ ‼️ Tyson Fury rips into Oleksandr Usyk after a jibe from his promoter Alex Krassyuk: "You f***ing p***y, you're getting knocked spark out."[🎥 @Queensberry] pic.twitter.com/m1reVSqoLB— Michael Benson (@MichaelBensonn) November 16, 2023 Í frétt Sky Sports segir einnig að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi staðfest að engin kæra hafi verið lögð fram og málinu sé lokið af þeirra hálfu. Fury eldri er ekki á sama máli og sagði það hreintút við Sky Sports. Hann sagði að starfslið mótherjans hefði sýnt syni hans - besta þungavigtar hnefaleikakappa sem íþróttin hefur séð – vanvirðingu. „Þeir mættu með allt þetta kjaftæði beint í andlitið á mér, voru að reyna vera sniðugir. Komu inn í mitt persónulega rými, ég var ekki að gera þeim neitt heldur eingöngu að syngja nafn sonar míns. Þeir komu nær og nær, ég er stríðsmaður og þetta er það sem við gerum. Ef þú kemur inn í mitt persónulega rými þá færðu það sem þú átt skilið.“ ‼️ Full, close-up video of John Fury's headbutt clash with Oleksandr Usyk's team which left him bleeding today…[🎥 Serge Lapin] pic.twitter.com/ctlylkIszH— Michael Benson (@MichaelBensonn) May 13, 2024 „Þetta snýst ekki um bardagann, við höfum gert allt sem við getum. Tyson er á góðum stað. Þú sérð á laugardaginn að hann er sá besti frá upphafi. Ef þú sýnir okkur vanvirðingu þá tölum við hvorki né öskrum heldur …,“ sagði Fury eldri og smellti krepptum hnefanum í lúkuna á hinni hendinni. Alex Krassyuk, sem sér um fjölmiðlamál fyrir Usyk, sagði að hann væri til í afsökunarbeiðni frá Fury eldri en ef marka má viðtalið hér að neðan er hún ekki á leiðinni. 🗣️ 'They came into my space!’ Tyson Fury’s father John Fury gives his perspective of the clash between himself and Oleksandr Usyk’s camp in Riyadh pic.twitter.com/uXACHAdhHm— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) May 13, 2024 Bardaginn fer fram á laugardag, þann 18. maí, og er sögulegur þar sem fjögur belti eru í boði. Hver veit nema nokkuð sögulegt gerist einngi í aðdraganda hans.
Box Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira