Ástin á götunni

Fréttamynd

Undankeppni EM: Leikir dagsins

Ísland mætir Liechtenstein í dag klukkan 16:00 í F-riðli undankeppni EM. Fleiri leikir munu fara fram í dag út um alla evrópu. Leikir dagsins eru:

Fótbolti
Fréttamynd

U19: Ísland tapaði fyrir Noregi

Íslenska U19 liðið tapaði í dag fyrir heimamönnum í Noregi. Leikurinn fór 4-3 en staðan í hálfleik var 3-2. Þetta var annar leikur drengjanna í milliriðli fyrir EM en þeir töpuðu fyrir spánverjum á miðvikudag 3-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Leik ÍBV og Stjörnunar frestað

Leik ÍBV og Stjörnunnar í fyrstu deildinni hefur verið frestað aftur vegna þess að ófært er með flugi til Eyja. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var þá frestað þar til í kvöld. Leikurinn hefur verið færður til klukkan 16:00 á sunnudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

U19: Byrjunarliðið gegn Noregi

U19 landslið karla mætir Noregi í dag í milliriðli fyrir EM. Norðmenn eru á heimavelli í þessum leik en riðillinn er allur spilaður í Noregi. Íslenska landsliðið hefur spilað einn leik í riðlinu, 3-2 tap fyrir spánverjum sem eru núverandi handhafar titilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland sigraði Grikkland

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði 0-3 í undankeppni EM, en þetta var fyrsti leikur Íslands í keppninni og fór hann fram í Aþenu. Staðan var 0-2 í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap fyrir Spánverjum

Íslenska 19 ára landsliðið tapaði í kvöld fyrir Spánverjum 3-1 í milliriðli fyrir EM í knattspyrnu. Riðillinn er spilaður í Noregi þar sem íslenska liðið mætir næst heimamönnum á föstudaginn. Skúli Jón Friðgeirsson kom íslenska liðinu yfir í leiknum í dag en það spænska, sem á titil að verja í keppninni, skoraði þrívegis í síðari hálfleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

U19: Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í dag

U19 landslið Íslands í knattspyrnu hefur leik í milliriðli fyrir EM klukkan 17:00 í dag gegn Spánverjum, en þess má geta að Spánverjar eru núverandi meistarar í þessum aldursflokki. Milliriðillinn er leikinn í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Átta Valsstúlkur í landsliðshópnum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsliðsþjálfari valdi í dag hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Englendingum á Roots Hall þann 17. maí næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals eiga áberandi flesta fulltrúa í hópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein breyting á U-17 ára landsliðinu

Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum sem leikur til úrslita í Evrópukeppni landsliða leikmanna 17 ára og yngri. KR-ingurinn Dofri Snorrason tekur sæti í liðinu fyrir Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki sem er meiddur. Íslendingar mæta Englendingum í fyrsta leik 2. maí.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti leikur gegn Englendingum

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U-17 ára landsliða. Íslenska liðið er í riðli með Englendingum, Belgum og Hollendingum. Leikið verður í Belgíu dagana 2.-13. maí. Átta lið taka þátt í keppninni og fimm efstu liðin tryggja sér þáttökurétt á HM í Suður-Kóreu. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Englendingum og verður sjónvarpsstöðin Eurosport með eitthvað af leikjum mótsins í beinni útsendingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kolbeinn skoraði fernu í sigri Íslands

Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjögur mörk fýrir íslenska U-17 ára landsliðið sem lagði það rússneska af velli, 6-5, í undanriðli fyrir Evrópukeppnina í þessum aldurslokki. Íslendingar tryggðu sér þar með efsta sætið í undanriðlinum, hlutu alls fimm stig í þremur leikjum og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppni EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson í KR?

Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi atvinnumaður hjá Lokeren í Belgíu, er við það að ganga í raðir KR og mun leika með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Íslands í dag, heldur þessu fram á bloggsíðu sinni og segir ekki langt að bíða þar til tilkynnt verður opinberlega um komu Rúnars í Vesturbæinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjö breytingar á íslenska liðinu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert sjö breytingar á byrjunarliði kvennalandsliðsins sem leikur við Íra í Algarve Cup æfingamótinu í Portúgal á morgun. Þar ber hæst að Anna Björg Björnsdóttir verður í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Íslenska liðið spilar leikaðferðina 4-4-2 og hefst leikurinn klukkan 18 að íslenskum tíma á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap fyrir Ítalíu

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 2-1 fyrir því ítalska í fyrsta leik sínum í Algarve bikarnum sem fram fer í Portúgal. Ítalska liðið skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, en áður hafði Margrét Lára Viðarsdóttir jafnað leikinn úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður valdi 20 stúlkur

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 20 stúlkur til að taka þátt í Algarve-mótinu í knattspyrnu sem hefst í Portgúal þann 5. mars nk. Átta leikmenn Vals eru í hópi Sigurðar.

Fótbolti
Fréttamynd

KR tapaði naumlega fyrir Rosenborg

KR tapaði naumlega fyrir norsku meisturunum í Rosenborg, 1-0, á æfingamóti á La Manga í dag. Eftir því sem fram kemur á vef Nettavisen í Noregi áttu KR-ingar fínan leik og hefðu vel getað skorað mörk í leiknum. Það var Alexander Banor Tettey sem skoraði mark Rosenborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að veita Geir Þorsteinssyni, nýjum formanni sambandsins, heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu framkvæmdastjóra.

Fótbolti
Fréttamynd

Dregið í riðla á EM

Í dag var dregið í riðla fyrir Evrópumót undir 21 árs landsliða karla í knattspyrnu en úrslitakeppnin verður í Svíþjóð eftir tvö ár. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og lenti í sjöunda riðli með Belgíu, Slóvakíu, Austurríki og Kýpur. Riðlarnir eru tíu og sigurvegarar hvers riðils komast áfram ásamt fjóru bestu þjóðunum í öðru sæti riðlanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni

Það verða Víkingur og Fylkir en ekki Valur og Fylkir sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu eftir að Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik sínum gegn Víkingi í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Fram vann leikinn 2-1 en Hjálmar Þórarinsson var ekki orðinn löglegur og því vann Víkingur leikinn 3-0. Víkingur fór þar með upp fyrir Val í riðlinum og leikur til úrslita þann 1. mars.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Geir boðar breytingar hjá KSÍ

Geir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður KSÍ, boðar breytingar hjá knattspyrnusambandinu nú þegar hann tekur við starfi Eggerts Magnússonar. “Vitanlega munum við sjá breytingar á komandi tímum. Ég er allt annar maður en Eggert Magnússon,” sagði Geir eftir að úrslitin lágu ljós fyrir. Ítarlegt viðtal við Geir, sem og aðra frambjóðendur, verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:50.

Fótbolti
Fréttamynd

Geir sigraði með miklum yfirburðum

Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu.

Fótbolti
Fréttamynd

Liðum fjölgar í efstu deild karla og kvenna

12 lið verða í Landsbankadeild karla og 10 lið verða í Landsbankadeild kvenna frá og með tímabilinu 2008, en breytingartillaga þess efnis var samþykkt á ársþingi KSÍ í dag. Þá var Eggert Magnússon kosinn heiðursforseti KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Eggert: Þakklæti er mér efst í huga

Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, fór um víðan völl í upphafsræðu sinni á ársþingi KSÍ sem sett var á Hótel Loftleiðum í morgun. Eggert sagði að sér væri fyrst og fremst þakklæti í huga að hafa fengið að starfa að sínu stóra áhugamáli í þau 18 ár sem hann hefur gegnt starfi formanns.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára fer til Vals

Margrét Lára Viðarsdóttir mun samkvæmt heimildum fréttastofu skrifa undir tveggja ára samning við Val nú síðdegis. Margrét Lára hefur leikið með Valsstúlkum síðustu tvö sumur og þekkir því vel til aðstæðna á Hlíðarenda. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur Margrét Lára er fyrir Val, en hún var langbesti leikmaður Landsbankadeildar kvenna á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Svifryksvandinn í Reykjaneshöll leystur með ryksugu

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja sig hafa komist fyrir heilbrigðisvandamál vegna svifriks í Reykjaneshöllinni með því að fjárfesta í sérstakri ryksugu ef marka má frétt á vef Víkurfrétta. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var einn þeirra sem fundið höfðu til ónota í augum vegna svifryksmengunar í húsinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Góð afkoma hjá KSÍ

Ársreikningur KSÍ fyrir árið 2006 var birtur í dag og þar kemur fram að afkoma sambandsins er sem fyrr mjög góð. Tæplega 100 milljóna hagnaður var af rekstri sambandsins og var í framhaldi af þessu ákveðið að greiða sérstakt 16 milljóna framlag til aðildarfélaga sambandsins. Nánar má lesa um ársreikninginn á heimasíðu sambandsins, ksi.is.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Margrét Lára hætt hjá Duisburg

Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir hefur fengið sig lausa frá þýska úrvalsdeildarliðinu Duisburg og ber við persónulegum ástæðum. Margrét staðfesti þetta í viðtali á fréttavefnum sudurland.is í morgun en vildi ekkert gefa upp um ástæður ákvörðunar sinnar, en segir þetta hafa komið snögglega upp.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ: Jafnar greiðslur til karla og kvenna

Stjórn knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi í síðustu viku að jafna dagpeningagreiðslur til karla og kvennalandsliðanna auk þess sem kvennalandsliðinu var heitinn árangurstengdur aukastyrkur.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Ragnar valdi 40 stúlkur

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag sinn fyrir landsliðshóp. Um er að ræða æfingahóp sem kemur saman helgina 6.-7. janúar og undirbýr sig fyrir Algarve Cup sem fram fer í mars.

Fótbolti