Íslenski handboltinn

Anna Úrsula: Fannst við alltaf betri aðilinn
„Við erum ekkert smá sáttar, markmiðið var allan tímann að komast í úrslitin og við náðum því," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir 25-15 sigur á Fylki í undanúrslitum Eimskips-bikarsins í kvöld.

Sunna María : Súrt að detta út
„Það er frekar súrt að detta út svona rétt fyrir úrslitin," sagði Sunna María Einarsdóttir leikmaður Fylkis eftir 15-25 tap fyrir Valsstúlkum í Eimskipsbikarnum í kvöld.

Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009
Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina.

Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ
Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands.

Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins
Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini.

Reynir Þór: Þarf mikinn andlegan styrk til að klára svona leiki
Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir að liðsmenn hans féllu úr leik í undanúrslitum Eimskipsbikarsins eftir 33-31 tap fyrir Val í framlengdum leik að Hlíðarenda í dag.

Valdimar: Magnaður karakterssigur
Valdimar Fannar Þórsson, leikmaður Vals, var kátur í leikslok eftir að Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta eftir 33-31 sigur gegn Fram í framlengdum leik að Hlíðarenda í dag. Valdimar fór fyrir liði Vals og skoraði átta mörk.

Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð
Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni.

Komast Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð?
Valur og Fram mætast í fyrri undanúrslitaleik Eimskipsbikar karla í handbolta klukkan tvö í dag en leikið verður í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Leikurinn fer fram á svona sérstökum tíma af því að hann er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Tíu íslenskir dómarar og eftirlitsmenn á ferðinni í Evrópu á næstunni
Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn verða á ferð um Evrópu næstu helgar í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins. Tíu aðilar, þrjú dómarapör og fjórir eftirlitsmenn hafa fengið úthlutað verkefni á næstunni.

Ragnar samdi við Kristiansund í Noregi
Ragnar Hjaltested hefur tekið fram skóna á nýjan leik og mun spila fram á sumar með norska liðinu Kristiansund-HK.

Stella: Við eigum fullt erindi í þetta lið
„Við byrjuðum alveg hræðilega í kvöld en sýndum síðan þegar leið á leikinn að við erum með ekkert verra lið en þær,“ sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Framara, eftir leikinn í kvöld.

Einar: Spiluðum virkilega vel síðustu 45 mínúturnar
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eftir allt saman nokkuð ánægður með leikinn í kvöld. Framarar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Blomberg-Lippe í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fram var á tímabili tíu mörkum undir í leiknum en náðu með harðfylgni að komast aftur inn í leikinn.

Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun
HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk.

Sex silfurstrákar í besta handboltaliði Íslands frá upphafi
Núverandi leikmenn íslenska handboltalandsliðsins voru áberandi í kosningu RÚV á besta handboltaliði Íslands frá upphafi en sex af átta leikmönnum liðsins voru að spila á nýloknu Heimsmeistaramóti í Svíþjóð og tóku þátt í að vinna silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki 2010.

Heldur sigurganga Framkvenna áfram í Evrópukeppninni?
Framkonur spila í kvöld (klukkan 19.00) fyrri leikinn sinn á móti þýska liðinu HSG Bloomberg í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa.

Grótta nældi í dýrmætt stig á Ásvöllum
Grótta gerði í kvöld jafntefli við Hauka, 31-31, á útivelli í botnbaráttu N1-deildar kvenna. Þetta var aðeins þriðja stig Gróttu í vetur.

Akureyri og FH drógust saman í bikarnum
Það var dregið í undanúrslit Eimskipsbikars karla og kvenna í þættinum hjá Þorsteini J. á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem stórleikurinn er á milli Akureyringa og FH-inga sem þegar eru búin að leika einn úrslitaleik á þessu tímabili.

Dregið í undanúrslit bikarsins hjá Þorsteini J. í kvöld
Handknattleikssambandið hefur ákveðið að draga í undanúrslit karla og kvenna í Eimskipsbikarnum í kvöld. Dregið verður í þættinum hjá Þorsteini J. á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst klukkan 18.45 í kvöld.

ÍBV sótti sigur á Seltjarnarnes
ÍBV vann í kvöld nauman sigur á liði Gróttu í N1-deild kvenna, 23-22, en leikurinn fór fram á Seltjarnarnesi.

HK lagði Stjörnuna og komst í undanúrslit
HK gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna með sigri á Stjörnunni, 30-29. Fram er einnig komið í undanúrslitin.

Stórsigur hjá U-21 árs liðinu
Íslenska U-21 árs landsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni HM í Serbíu með miklum látum er liðið valtaði yfir Makedóníu, 37-24.

Íris Ásta: Alltaf gaman að vinna Fram
„Þetta er mjög sætur sigur og það er alltaf gaman að vinna Fram,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir úr liði Vals eftir sigur liðsins á Fram í úrslitum deildarbikar kvenna í handbolta, 22-23, í kvöld. Íris Ásta fór fyrir liði Vals og skoraði alls sex mörk í kvöld.

Íris Björk: Skiptir engu hvað ég ver mikið ef við vinnum ekki
„Þetta er ömurlegt, ég held að það lýsi þessu best,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir úr Fram eftir tap liðsins gegn Val, 22-23, í úrslitum deildarbikars kvenna í handbolta.

Umfjöllun: Valur deildarbikarmeistari þrátt fyrir stórleik Írisar
Valur er deildarbikarmeistari í kvenna í handbolta eftir 22-23 sigur í úrslitum gegn Fram í Strandgötunni í kvöld.

Ásbjörn: Sýndum úr hverju við erum gerðir
„Við lendum mest fjórum mörkum undir í síðari hálfleik og það er sú staða þar sem við höfum verið að brotna í vetur. Í kvöld sýndum við karakter og sýndum úr hverju við erum gerðir.“

Umfjöllun: FH deildarbikarmeistari karla eftir spennuleik
Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29.

Guðmundur búinn að velja 19 manna hóp fyrir HM
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er búinn að velja 19 manna landsliðshóp fyrir HM í handbolta sem hefst í Svíþjóð 13. janúar næstkomandi.

Akureyri slátraði Haukum
Akureyri er komið í úrslit deildarbikarkeppni karla eftir sigur á Haukum, 29-16, og mætir þar FH en hvorugur undanúrslitaleikurinn í kvöld reyndist spennandi viðureign.

FH fór illa með Fram
FH er komið í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla eftir öruggan sigur á Fram í undanúrslitum í kvöld, 40-31.