
Íslenski handboltinn

Hanna Guðrún inn fyrir Ástu Birnu
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópi sínum fyrir leikina gegn Finnlandi og Slóvakíu.

Elías Már er og verður leikmaður Hauka
Elías Már Halldórsson var ekki með Haukum í Olís-deild karla síðastliðinn fimmtudag.

Haukar úr leik í EHF-bikarnum
Haukar mættu Benfica í 2. umferð EHF-bikarsins á Ásvöllum í dag. Haukar töpuðu leiknum 22-34 og eru dottnir út úr Evrópukeppni þetta árið. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir leikinn í dag en Haukar töpuðu illa í fyrri leik liðanna út í Portúgal.

15 marka sigur Framstúlkna fyrir norðan
Íslandsmeistarar Fram unnu góðan 15 marka sigur, 36-21, á KA/Þór í Olís-deild kvenna í handbolta á Akureyri í dag.

Stjarnan enn með fullt hús stiga eftir 14 marka sigur á Fylki
Stjarnan vann öruggan sigur, 34-20, á Fylki í Olís-deild kvenna í handknattleik en leikurinn fór fram í Árbænum.

Samúel: Stóðum ekki undir nafni í fyrri hálfleik
"Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12.

Gunnar: Hugafarið hjá leikmönnum var til fyrimyndar
Eyjamenn fóru illa með HK í Digranesinu, 28-37, í 5. umferð Olís-deildar karla í dag. ÍBV kláraði leikinn í fyrri hálfleik og voru með tólf marka forystu í hálfleik. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur í viðtali við Vísi eftir leikinn.

Umfjöllun: HK - ÍBV 28-37 Eyjamenn slátruðu HK
ÍBV slátraði HK-mönnum í Digranesinu, 28-37, rétt í þessu. Heimamenn áttu skelfilegan fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þar.

Ætlaði fyrst að hætta í handbolta
Daníel Berg Grétarsson mun ekki leika meira með HK í Olís-deild karla í handknattleik á tímabilinu. Leikmaðurinn sleit krossbönd í annað sinn á ferlinum í leik á dögunum gegn sínum gömlu liðsfélögum í Fram.

Valur með fimmtán marka sigur á FH
Valur vann í kvöld sannfærandi sigur, 33-18, á FH í Olís-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni.

Sigurbergur líklega ekki með gegn Benfica
Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, lék ekki með Haukum í gærkvöldi gegn ÍR en hann mun vera meiddur á ökkla.

Haukarnir steinlágu í Portúgal
Haukar töpuðu með fimmtán marka mun í kvöld á móti portúgalska liðinu S.L. Benfica í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-bikar karla í handbolta. Benfica var 19-11 yfir í hálfleik og vann leikinn 34-19.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 27-23 | Þriðja tap Valsmanna í röð staðreynd
ÍR vann sannfærandi 27-23 sigur á Val á heimavelli í Olís-deild karla í kvöld. Heimamenn leiddu frá fyrstu mínútu og náðu Valsmenn lítið að ógna forskoti þeirra. Sturla Ásgeirsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 11 mörk í leiknum, þar af sex úr hraðaupphlaupum.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 21-27 | HK situr sem fastast á botninum
Akureyringar sigruðu HK í Digranesi, 21-27, í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Norðanmenn byrjuðu betur í leiknum og náðu forystu snemma á upphafsmínútunum. Mest náðu þeir fimm marka forystu í fyrri hálfleik sem ágætis vörn og markvarsla skapaði.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 18-17 | Stefán Darri hetjan
Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið á topp deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós.

„Sérstakt að menn fari úr því að spila núll mínútur í fimmtíu mínútur“
Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum.

Fram vann sex marka sigur í síðari leiknum
Kvennalið Fram í handknattleik er komið áfram í EHF-bikarnum í handbolta eftir 20-14 sigur á Olympia HC frá London.

Sjáið Aron í nýrri Adidas auglýsingu
Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Kiel er stjarna nýrrar auglýsingar Adidas á Adizero Feather Pro handboltaskónum sínum.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Olympia HC 38-13 | Framstúlkur slátruðu Olympia HC með 25 mörkum
Framstelpur fóru létt með Olympia HC í Evrópukeppni kvenna í handknattleik.

Ölöglegur leikmaður í Hömrunum og þeim dæmdur ósigur | Munu áfrýja
Nú á dögunum var Þrótturum dæmdur sigur gegn Hömrunum í 1. deild karla í handknattleik. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu þann 28. september og unnu heimamenn frá Akureyri leikinn 28-26.

Leikmaður í 3. flokki dæmdur í þriggja mánaða bann
Leikmaður Fylkis missti stjórn á skapi sínu í handboltaleik í 3. flokki kvenna á dögunum gegn ÍR.

Aðgerð óumflýjanleg ef sprauturnar virka ekki
Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar í Olísdeild kvenna, hefur verið í skoðun hjá læknum og sjúkraþjálfurum undanfarið.

Gömul stórveldi mætast í Höllinni
Þróttarar ætla sér stóra hluti í handboltanum næstu árin eftir töluverða lægð. Þeir bjóða KR-ingum í heimsókn í 1. deild karla annað kvöld og slá upp veislu.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 25-26
Sterkur kafli í seinni hálfleik tryggði Frömurum nauman sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í kvöld. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks settu Framarar í lás, unnu lokamínútur leiksins 7-1 og skiluðu sigri.

Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍR 23-30 | Öruggt hjá ÍR-ingum
ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur, 23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld.

Haukar mæta FH í kvöld og þú gætir fengið miða
Sportið á Vísi ætlar að gefa heppnum lesendum miða fyrir tvo á stórleik Hauka og FH í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 25-20
Haukar voru fyrstir til þess að leggja FH í Olís-deild karla er liðin áttust við að Ásvöllum í kvöld. Haukar lengi undir en mun sterkari i seinni hálfleik.

Rut puttabrotin á skothendinni
Handknattleikskonan Rut Jónsdóttir, leikmaður Team Tvis Holstebro, fingurbrotnaði á þumalfingri vinstri handar fyrir tveim vikum en þetta staðfestir hún í samtali við Morgunblaðið.

Strákarnir okkar mæta lærisveinum Patreks
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir kollegum sínum frá Austurríki í tveimur æfingaleikjum í Linz í byrjun nóvember.

ÍH byrjaði með sigri
ÍH vann sex marka sigur á Þrótti 29-23 í fyrstu umferð 1. deildar karla í handbolta í gær.