Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Nasir Robinson sagt upp hjá Stjörnunnni

Bikarmeistarar karla í körfuknattleik Stjarnan hefur farið illa af stað í upphafi móts. Lærisveinar Teits Örlygssonar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á móti Keflavík í fyrstu umferð og gegn Þór Þorlákshöfn í annarri umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur í villuvandræðum í sigri Breogan

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Breogan byrja vel í spænsku b-deildinni í körfubolta en liðið sótti tvö stig til Barcelona í morgun og vann þá öruggan 71-55 sigur á b-liði Barcelona. Breogan er eitt af fjórum liðum sem eru með fullt hús eftir tvær umferðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 63-88 | Keflavíkurhraðlestin á fullri ferð

Keflvíkingar byrjuðu Dominos-deild karla í körfubolta eins og þeir enduðu Lengjubikarinn með því að fara illa með einn af erkifjendum sínum síðustu ár. Keflvíkingar mættu kokhraustir í Garðabæinn í 1. umferð deildarkeppninnar í kvöld og unnu 25 stiga sigur á Stjörnunni, 88-63. Það er óhætt að grafa upp hugtakið um Keflavíkurhraðlestina því það virðist fátt geta stöðvað lærisveina Andy Johnston þessa dagana.

Körfubolti
Fréttamynd

Enginn bleikur meistari í ár

Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu Val í meistara meistaranna kvenna í körfubolta í kvöld 77-74 í hnífjöfnum og spennandi leik sem liðin skiptust á að leiða.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope

Íslenska körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir er í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope, evrópska körfuboltasambandsins, þar sem hún talar um nýja liðið sitt, Aluinvent Miskolc, en Helena yfirgaf slóvakíska liðið Good Angels Kosice í sumar og spilar nú í ungversku deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob og Hlynur áfram í hópi þeirra bestu í Svíþjóð

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson, leikmenn Sundsvall Dragons, eru áfram í hópi bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta en topp hundrað listinn var gefin út á heimasíðu sænska sambandsins, basketsverige.se. Sænska deildin hefst í kvöld en fyrsti leikur Drekanna er á föstudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Átta liða úrslit klár í Lengjubikarnum

Riðlakeppni Lengjubikars karla í körfubolta lauk í kvöld og er því ljóst hvaða átta lið eru komin í átta liða úrslit. Þór Þorlákshöfn og KFÍ voru síðustu liðin til að tryggja sig inn í átta liða úrslitin.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýr Kani í Stjörnuna

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við bandarískan leikmanninn Nasir Robinson og mun hann því spila með liðinu á komandi leiktíð í Dominos-deild karla.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már með 25 og 10 á rúmum tuttugu mínútum

Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölni í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en Njarðvík vann 119-66 sigur á 1. deildarliðinu í Ljónagryfjunni. Skallagrímsmenn unnu Hamar á sama tíma og ætla að berjast við Stjörnumenn um sæti í undanúrslitum keppninnar.

Körfubolti