Fótbolti

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti

Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dómari féll á kné eftir að hafa gert mis­tök

Kostulegt atvik átti sér stað í leik Vendsyssel og Fredericia í dönsku B-deildinni í knattspyrnu um helgina. Dómari leiksins áttaði sig þá á mistökum sem hann gerði og féll á kné sér áður en hann baðst afsökunar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lands­liðs­fyrir­liðinn með veiruna

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er með kórónuveiruna. Stutt er í næstu leiki landsliðsins sem verða í undankeppni HM 2022. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á komandi verkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Stoltur og „ligeglad“ Ísak Óli spenntur fyrir fram­haldinu þrátt fyrir undar­legar fyrstu vikur hjá Esb­jerg

Ísak Óli Ólafsson, miðvörður danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, hefur staðið í ströngu í ár. Hann hóf það í frystinum hjá SønderjyskE, fór á EM U-21 árs landsliða, lék sinn fyrsta A-landsleik, spilaði með uppeldisfélaginu Keflavík, fór til Esbjerg og nokkrum vikum síðar sagði þjálfarinn upp sem sótti hann til félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar

Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spánar­meistarar Atlético byrja á sigri

Angel Correa sá til þess að Spánarmeistarar Atlético Madrid hófu tímabilið á sigri er liðið mætti Elche í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur 1-0, einkar óvænt eða hitt þó heldur.

Fótbolti
Fréttamynd

Greenwood bjargaði stigi fyrir United

Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United.

Enski boltinn