Enginn skorað fleiri úrvalsdeildarmörk fyrir West Ham en fyrrum hægri bakvörðurinn Antonio Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 15:01 Michael Antonio fagnar fyrra marki sínu í 4-1 sigrinum gegn Leicester City. Rob Newell/Getty Images Michael Antonio skoraði tvívegis í 4-1 sigri West Ham United á Leicester City í gærkvöld. Hann hefur nú skorað 49 mörk fyrir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni og er þar af leiðandi markahæsti leikmaður Hamranna í deild þeirra bestu á Englandi. Það er síðan hún var sett á laggirnar árið 1992. Áhugaverð staðreynd þegar horft er til þess að Antonio var á sínum tíma notaður sem hægri bakvörður. Frá því að David Gold og David Sullivan keyptu West Ham United í janúar 2010 hefur félagið sótt – keypt eða fengið á láni - 49 framherja. Fúlgum fjár hefur verið eytt í þennan gríðarlega fjölda framherja, allt með það að markmiði að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa sótt leikmenn á borð við Mido, Benni McCarthy, Jordan Hugill, Wellington Paulista, Marouane Chamakh, Marco Borriello, Nene, Nikica Jelavic, John Carew, Albian Ajeti, Modibo Maiga, Simone Zaza, Emmanuel Emenike, Robbie Keane, Ashley Fletcher, Lucas Perez, Carlton Cole, Andre Ayew, Enner Valencia, Javier Hernandez, Mauro Zarate, Andy Carroll, Diafra Sakho, Demba Ba og Sebastian Haller þá er það Michael Antonio, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, sem hefur nýtt tækifærið. I LOVE FOOTBALL, I LOVE SCORING GOALS, I LOVE MAKING HISTORY, I LOVE THIS TEAM AND I LOVE EVERYONE WHO HELPED ME GET TO WHERE I AM TODAY #49NotOut pic.twitter.com/OJLndy26MV— Michail Antonio (@Michailantonio) August 24, 2021 Sá fór í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að David Moyes tók við liðinu á nýjan leik en Slaven Bilić, fyrrum þjálfari liðsins, hafði ætlað að gera Antonio að hægri bakverði. Fyrir leikinn í gær var Antonio jafn goðsögninni Paolo di Canio með 47 úrvalsdeildarmörk. Það var því við hæfi að Antonio, sem er loksins kominn í treyju númer 9 hjá félaginu, hafi fagnað 48. marki sínu fyrir West Ham með … sjálfum sér. Þar kom bersýnilega í ljós að hinn 31 árs gamli Antionio tekur lífinu ekki of alvarlega. „Við vorum að ræða þetta fyrr í vikunni og ég sagði að besta fagnið væri eins og í Save The Last Dance. Kannski gæti einhver lyft mér upp eins og Baby? En ég fékk pappa útgáfu frekar og lyfti henni upp.“ When you've just made history, how would you celebrate?If you're Michail Antonio you lift up, dance with and kiss a cardboard cut-out of yourself! #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2021 Ljóst er að Antonio hefur aðeins ruglast á kvikmyndum en Baby er úr Dirty Dancing frá áttunda áratugnum en ekki Save The Last Dance sem kom út um aldamótin. „Ég er mjög ánægður. Ég varð fyrir vonbrigðum með frammistöðu Antonio í fyrri hálfleik en hann gerði nóg til að þagga niðri í mér í síðari hálfleik,“ sagði gleðigjafinn Moyes að leik loknum. West Ham er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tvo sigra úr tveimur leikjum til þessa. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. 23. ágúst 2021 20:55 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Áhugaverð staðreynd þegar horft er til þess að Antonio var á sínum tíma notaður sem hægri bakvörður. Frá því að David Gold og David Sullivan keyptu West Ham United í janúar 2010 hefur félagið sótt – keypt eða fengið á láni - 49 framherja. Fúlgum fjár hefur verið eytt í þennan gríðarlega fjölda framherja, allt með það að markmiði að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa sótt leikmenn á borð við Mido, Benni McCarthy, Jordan Hugill, Wellington Paulista, Marouane Chamakh, Marco Borriello, Nene, Nikica Jelavic, John Carew, Albian Ajeti, Modibo Maiga, Simone Zaza, Emmanuel Emenike, Robbie Keane, Ashley Fletcher, Lucas Perez, Carlton Cole, Andre Ayew, Enner Valencia, Javier Hernandez, Mauro Zarate, Andy Carroll, Diafra Sakho, Demba Ba og Sebastian Haller þá er það Michael Antonio, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, sem hefur nýtt tækifærið. I LOVE FOOTBALL, I LOVE SCORING GOALS, I LOVE MAKING HISTORY, I LOVE THIS TEAM AND I LOVE EVERYONE WHO HELPED ME GET TO WHERE I AM TODAY #49NotOut pic.twitter.com/OJLndy26MV— Michail Antonio (@Michailantonio) August 24, 2021 Sá fór í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að David Moyes tók við liðinu á nýjan leik en Slaven Bilić, fyrrum þjálfari liðsins, hafði ætlað að gera Antonio að hægri bakverði. Fyrir leikinn í gær var Antonio jafn goðsögninni Paolo di Canio með 47 úrvalsdeildarmörk. Það var því við hæfi að Antonio, sem er loksins kominn í treyju númer 9 hjá félaginu, hafi fagnað 48. marki sínu fyrir West Ham með … sjálfum sér. Þar kom bersýnilega í ljós að hinn 31 árs gamli Antionio tekur lífinu ekki of alvarlega. „Við vorum að ræða þetta fyrr í vikunni og ég sagði að besta fagnið væri eins og í Save The Last Dance. Kannski gæti einhver lyft mér upp eins og Baby? En ég fékk pappa útgáfu frekar og lyfti henni upp.“ When you've just made history, how would you celebrate?If you're Michail Antonio you lift up, dance with and kiss a cardboard cut-out of yourself! #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2021 Ljóst er að Antonio hefur aðeins ruglast á kvikmyndum en Baby er úr Dirty Dancing frá áttunda áratugnum en ekki Save The Last Dance sem kom út um aldamótin. „Ég er mjög ánægður. Ég varð fyrir vonbrigðum með frammistöðu Antonio í fyrri hálfleik en hann gerði nóg til að þagga niðri í mér í síðari hálfleik,“ sagði gleðigjafinn Moyes að leik loknum. West Ham er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tvo sigra úr tveimur leikjum til þessa.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. 23. ágúst 2021 20:55 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. 23. ágúst 2021 20:55