
Mæðgin týndust á Langjökli

Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli
Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár.

Forsvarsmenn Snowmobile kallaðir til skýrslutöku
Forsvarsmenn Snowmobile verða kallaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni á Selfossi á næstu dögum vegna skosku mæðginana sem týndust á Langjökli fyrir viku. Óhappið er rannsakað sem hvert annað slys.

Voru úrkula vonar
Mæðginin Beata og Jeremy Scott voru búin að gefa upp alla von um að finnast á lífi þegar björgunarsveitarmenn römbuðu fram á þau á Langjökli. Þau áfellast ferðaþjónustufyrirtækið en geta vart orðað þakklætið í garð björgunarmanna.

Skoska konan sá björgunarþyrluna sveima yfir sér
Skoska konan sem týndist á Langjökli ásamt ellefu ára syni sínum hátt í átta tíma segist margsinnis hafa séð þyrlu Landhelgisgæslunnar sveima yfir þeim mæðginum en sökum blindbyls sást ekki til þeirra.

Dvelur enn á Landsspítalanum
Skoska konan, sem bjargað var kaldri og hrakinni af Langjökli í fyrrinótt, dvelur enn á Landsspítalanum, en hún hlaut minniháttar kal á höndum. Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelur hún þar til öryggis, á meðan hún er að jafna sig á miklu andlegu losti, sem hún varð fyrir.

Fræðsla betri vörn gegn slysum en reglur
Aukin fræðsla og opin umræða getur fækkað slysum á hálendinu en reglur hafa lítið að segja, er mat Kristins Ólafssonar framkvæmdastjóra slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir nauðsynlegt að þeir sem bjóði upp á skipulagðar ferðir upp á jökla og björgunarsveitir þurfi nú að rýna í slysið uppi á Langjökli í sameiningu og reyna að læra af því.

Héldu kyrru fyrir og lifðu af
Björgun skoskra mæðgina í vonskuveðri á Langjökli í fyrrinótt var kraftaverki líkust, segir björgunarsveitarmaður sem fann þau. Rétt viðbrögð urðu þeim til lífs. Fararstjóri segir óveður hafa komið fyrr en spáð var.

Mæðgin fundin á Langjökli
Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum.

Slæmar aðstæður til leitar
Hátt í þriðja hundruð manns leituðu að konu og unglingi á Langjökli í gær.

Tæplega 300 manns taka þátt í leitinni
Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes.

150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann.

Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli
Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag.