Eldur og brennisteinn

Axla ábyrgð, hætta með þáttinn og biðja íbúa í Eyjum afsökunar
Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason sem haldið hafa úti útvarpsþættinum Eldur og brennisteinn, fyrst á X-inu og síðar á Vísi, hafa ákveðið að láta staðar numið með þáttinn.

Eldur og brennisteinn skiptir um kúrs: Mætti heim til Snæbjörns og ætlaði að berja hann
Hlaðvarpsþátturinn Eldur og brennisteinn fjallar um málefni líðandi stundar og hefur notið töluverðra vinsælda hér á Vísi undanfarin misseri. Nú hafa gestgjafarnir Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason slegið nýjan tón og dembt sér út í söguhlaðvarpsleikinn.

Innan við helmingur heimila með fullnægjandi eldvarnir
Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag.

Atli Fanndal flúði Reykjavík eftir einelti skólafélaga
Atli Þór Fanndal vakti heldur betur athygli fyrir vasklega framgöngu í Silfrinu á RÚV um síðustu helgi, þegar hann saumaði að þingmanninum Jóni Gunnarssyni.