Innlent

Í baráttu gegn vímuefnavánni
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, kallaði eftir því í Fréttablaðinu á dögunum að stjórnvöld reyndu að taka á vímuefnavandanum með trúverðugum hætti. Forvarnarstarf hefur verið eflt nokkuð á síðustu árum en vímuefnaneysla, og þá sérstaklega neysla áfengis, hefur aukist mikið síðastliðinn áratug.

Hvetur konur til framboðs
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, lætur af þingmennsku í vor. Hún tilkynnti um ákvörðun sína á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær.

Hundaheppni að ekki fór verr
Átján ára piltur hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að ráðast að föður sínum með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóminn í gær og eru níu mánuðir dómsins skilorðsbundnir til fimm ára.

Grænfáninn til Ármúlaskóla
Fjölbrautaskólinn við Ármúla er fyrsti framhaldsskólinn sem hlýtur Grænfánann. Skólinn er sá stærsti hér á landi sem hefur tekið þátt í verkefninu.
Grunsemdir um barnaklám
Húsleit var gerð á fimm heimilum víðsvegar um landið í gærmorgun vegna ábendinga frá Interpol um niðurhal og vörslu á barnaklámi. Lögreglan í Reykjavík, Kópavogi, á Selfossi og Ísafirði lögðu hald á töluvert af tölvum, tölvudiskum og öðrum tengdum búnaði sem gæti hjálpað til við rannsókn málsins.
Tvívegis tekinn með fíkniefni
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann til að greiða 70.000 króna sekt til ríkissjóðs vegna tveggja fíkniefnabrota. Maðurinn hefur tvívegis áður hlotið dóma vegna brota á fíkniefnalögum. Hann játaði sök fyrir dómi en rauf skilorð.
Tólf teknir fyrir hraðakstur
Lögreglumenn í Keflavík stöðvuðu sex ökumenn fyrir of hraðan akstur um liðna helgi. Að sögn lögreglunnar var einn ökumannanna mældur á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Það er langt yfir mörkum, enda leyfilegur hámarkshraði á brautinni 90 kílómetrar á klukkustund.

Tekin á stolnum bíl fullum af þýfi
Tveir piltar um tvítugt og sextán ára stúlka voru handtekin í gær vegna gruns um innbrot í félagsheimilið Árnes en þaðan var stolið fartölvum, flatskjá, skjávarpa og töluverðu af áfengi. Lögreglan á Selfossi handtók ungmennin og við leit í bifreið þeirra fannst þýfi úr innbrotinu í Árnesi.

Stela kúnnum frá Sterling
Jet-Time, nýju dönsku leiguflugfélagi, hefur tekist að ná viðskiptum frá dansk-íslenska lággjaldaflugfélaginu Sterling og náð um tíu prósenta markaðshlutdeild samkvæmt frétt fríblaðsins 24 timer.

Velta umfram væntingar
Velta í hagkerfinu jókst um 22,4 % að nafnvirði í maí- og júní miðað við sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir neyslu- og fjárfestingatengdar atvinnugreinar hafa drifið hagkerfið áfram á tímabilinu og komi það ekki á óvart.

LSR í 170. sæti í Evrópu
Sautján íslenskir lífeyrissjóðir í hópi þúsund stærstu. ABP í Hollandi er stærsti sjóður Evrópu, 56 sinnum stærri en LSR.
Dæmdur fyrir að stinga föður sinn
Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa stungið föður sinn með hnífi þannig að hann hlaut lífshættulega áverka. Níu mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir.

Unnið að fjölskyldustefnu hjá Reykjavíkurborg
Samþykkt var á fundi borgarastjórnar Reykjavíkur í dag að hefja vinnu við fjölskyldustefnu í Reykjavík. Markmiðið með henni er að tryggja að gætt sé að hagsmunum barna, unglinga og fjölskylnda við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum Reykjavíkurborgar.
Stjórnsýslukæra á hendur Skattstjóranum í Reykjavík
Stjórnsýslukæru hefur verið lögð fram á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis. Skattstjóri segir að umboð hafi verið til staðar fyrir afhendingu framtalanna.

Ekki ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir fari fram
Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram.
Mikil umferðarteppa vegna slyss í Ártúnsbrekku
Mikil umferðarteppa myndaðist í Reykjavík í dag í kjölfar umferðarslyss sem varð skömmu fyrir hádegi í Ártúnsbrekkunni. Vörubíll með tengivagn sem var að flytja rúðu gler valt með þeim afleiðingum að glerið dreifðist um götuna og því var ákveðið að loka Miklubraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku.

Önundur S. Björnsson sækist eftir 2.-3. sæti í Suðurkjördæmi
Önunundur S. Björnsson hyggst sækjast eftir öðru til þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið verður 4. nóvember næstkomandi vegna komandi þingkosninga.
Nýr fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu
Stefán Lárus Stefánsson hefur afhent Terry Davis, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins í Strassborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu með aðsetur í Strassborg.

Penninn kaupir þriðjung í Te og kaffi
Penninn hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu Te og kaffi og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu til fyrirtækja á vörum frá Te og kaffi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.
Mætti með loftbyssu í skólann
Lögreglan í Reykjavík hafði nýverið afskipti af grunnskólanema sem kom með loftbyssu í skólann. Fram kemur á vef lögreglunnar að sá hafði skotið á tvo skólafélaga sína og marðist annar þeirra.

Allri gjaldtöku verði hætt í grunnskólum
Borgarfulltrúar Vinstri - grænan hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi sem nú er hafinn um að allri gjaldtöku af nemendum í grunnskólum borgarinnar verði hætt haustið 2007, þar með talið gjaldtöku fyrir hádegismat og frístundaheimili.

Húsleit á nokkrum stöðum vegna barnakláms
Lögreglan á Selfossi, á Ísafirði, í Reykjavík og í Kópavogi gerðu í morgun húsleit á nokkrum heimilum vegna ábendingar frá Interpol um að í gegnum tölvubúnað þessara heimila hefði verið hlaðið niður efni sem innihélt barnaklám.

Ein mest sótta íslenska heimildarmynd frá upphafi
Allt stefnir í að myndin um Jón Pál Sigmarsson verði ein best sótta íslenska heimildamyndin frá upphafi. Myndin var frumsýnd á Íslensku kvikmyndahátíðinni og er nú komin í almennar sýningar.
Ártúnsbrekka opnuð aftur eftir slys
Miklabraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku verður opnuð innan stundar eftir umferðarslys sem varð þar fyrir hádegi.

Penninn kaupir hlut í Te og Kaffi
Penninn hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu Te og kaffi og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu til fyrirtækja á vörum frá Te og kaffi. Fyrirhugað er að opna nýtt kaffihús í Austurstræti á næstunni.

Eins árs fangelsi fyrir að stinga föður sinn
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi morgun átján ára pilt í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa stungið föður sinn á veitingastað í Reykjavík þann 17. júní í sumar.
Röng myndbirting
Myndir af vörum Himneskrar hollustu, sem birtust í frétt NFS í gærkvöldi, um að vörur hafi verið innkallaðar vegna hugsanlegrar bakteríumengunar, eru ekki á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar. Beðist er velvirðingar á þeim misskilningi sem myndirnar kunna að hafa valdið.

Segist ekki bjóða sig fram gegn Birni
Guðlaugur Þór Þórðarson, sem sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir, segist ekki vera að bjóða sig fram gegn Birni.

Vinna að því að flytja starfsemi frá Noregi til Íslands
Forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins vinna nú að því fá til sín stóran hluta starfsemi verksmiðju móðurfélagsins Elkem í Ålvik í Noregi. Ekki er þó þörf á meiri orku því framleiðslunni yrði breytt og hún gerð flóknari og fjölbreytilegri að sögn Ingimundar Birnis, forstjóra Járnblendifélagsins.