Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet önnur Bretlandsdrottning er látin, 96 ára að aldri. Heilsu drottninarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún var stödd í kastala sínum í Skotlandi þegar hún lést. Enginn hefur setið lengur á konungsstóli í Bretlandi en hún.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordæmalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölskylda á Ásbrú í Reykjanesbæ missti allt sitt í bruna í morgun þegar eldur kom upp í íbúð þeirra. Við sjáum myndir frá íbúðinni sem er gjörónýt og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 segjum við frá málum sem komu upp um helgina þar sem grunur er um byrlun.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. Fjallað er um þetta og annað í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hjúkrunarfræðingar í hópi þeirra fjórtán sem hættu á Landspítalanum í gær segir fólk ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða sé komin upp á bráðamóttökunni. Þær segja að uppsögn hafi verið síðasta úrræði sem þær hafi haft. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dýraverndarsamtök telja eftirlitskerfið hafa brugðist dýrum í neyð og gagnrýna Matvælastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Borgarfirði þar sem hross og fleiri dýr eru sögð hafa sætt illri meðferð á bóndabæ. Við ræðum við fyrrverandi eiganda hrossa úr stóðinu sem segir áfall að sjá myndir af þeim og leitar nú leiða til þess að fá þau aftur.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Við fjöllum um málið og ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsdeildar lögreglu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef slíkt eigi ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum. Við ræðum við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þróun verðbólgunnar veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gengum það sem þau upplifa núna. Dómsmálaráðherra telur að herða þurfi skotvopnalöggjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áverkar mannsins sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi í gærmorgun eru alvarlegir og liggur hann þungt haldinn á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var skotáhugamaður með geðrænan vanda.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samfélagið á Blönduósi er slegið eftir banvæna skotárás sem átti sér stað snemma í morgun þegar tveir létust og einn særðist. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við lögreglustjórann á svæðinu og forseta sveitastjórnar í Húnabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Líklegt er að komið sé að goslokum í Meradölum að mati eldfjallafræðings. Hegðunin bendir til þess að gosvirknin sé hægt og rólega að fjara alveg út og ekki hefur komið kvika upp úr sprungunni í nokkurn tíma. En þótt gosinu kunni að vera lokið, er eldgosatímabilið á svæðinu mögulega rétt að byrja.

Fréttir
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö nú síðdegis. Íslendingar sem földu sig fyrir árásarmanninum segja mikla skelfingu hafa gripið um sig. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikill hiti er í leikskólamálum í borginni og vonast meirihlutinn til þess að nokkur hundruð börnum verði tryggð leikskólapláss í haust með bráðaaðgerðum sem voru kynntar í dag. Forsvarsmaður foreldra segir fyrirætlanirnar hins vegar óskýrar og sakar borgarstjórn um óheiðarleika. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bið eftir tímum hjá heimilislæknum hefur sjaldan verið lengri á höfuðborgarsvæðinu og eru sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Óbókuðum komum fólks hefur fjölgað gríðarlega milli ára. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Móðir ungrar íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi sínu um heiminn segir íslensk stjórnvöld hafa brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö segjum við frá því að ferðamenn stofnuðu sér í voða þegar þeir stóðu á nýju hrauni við eldgíg í gær. Við ræðum við fulltrúa lögreglunnar en að sögn hans fara viðbragðsaðilar ekki á slíkt svæði ef eitthvað kemur upp.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Talsverður hiti var í fólki þegar það ræddi málin við borgarstjóra og borgarfulltrúa. Við sýnum frá mótmælunum í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins sagði af sér í morgun með vísan til átaka innan hreyfingarinnar. Ný valdablokk hefur fagnað afsögn Drífu og allt stefnir í að formenn VR, Eflingar og SGS reyni að koma róttækum breytingum til leiðar í haust. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skiptar skoðanir eru á þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum að banna börnum undir tólf ára aldri að fara á gossvæðið í Meradölum. Landsbjörg segir ákvörðunina auðvelda starf björgunarsveita til muna, en aðrir telja að treysta eigi foreldrum til að meta aðstæður hverju sinni. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent