Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í Valmundi Valmundssyni formanni Sjómannasambands Íslands en í dag felldu félagar í öllum sextán aðildarfélögum sambandsins nýgerðan kjarasamning með miklum meirihluta atkvæða. Samningnum var hafnað með 67 prósentum atkvæða en 32 prósent samþykktu samninginn. Hann þótti marka tímamót þótt ekki væri fyrir annað en gildistímann sem var tíu ár. Skipstjórnarmenn í Sjómannafélagi Íslands hafa hins vegar samþykkt samninginn. Innlent 10.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra telur að árangur af umfangsmiklum breytingum í löggæslumálum, sem kynntar voru í dag, komi fram strax á þessu ári. Breytingarnar hafa verið heilt ár í vinnslu; áttatíu nýir lögreglumenn verða ráðnir og stórefla á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 9.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt með miklum meirihluta í dag. Formaður Eflingar segir SA hafa neitað að eiga eðlilegar samningaviðræður við félagið og því hafi það ekki getað gert ákjósanlegan samning fyrir sitt fólk. Framkvæmdastjóri SA segir aðgerðir Eflingar hafa kostað mikið en skilað litlu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 8.3.2023 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. Innlent 7.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Við fjöllum um málið. Innlent 6.3.2023 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 5.3.2023 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast megi við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur þó ekki þörf á því; ef auka eigi fjármuni til varnarmála væri þeim betur varið annars staðar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 4.3.2023 18:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing til okkar í myndver í beinni útsendingu. Innlent 3.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna- og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Við fjöllum um málið, sem kennt hefur verið við Euromarket, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við einn sakborninga. Innlent 2.3.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir stöðuna sem nú er komin upp eftir að forysta Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fallist á að setja nýja miðlunartillögu í dóm félagsmanna. Formaður Eflingar segir þernur og bílstjóra olíufélaganna og Samskipa fá töluverðar bætur, en framkvæmdastjóri SA segir tillöguna fela í sér sömu launatöflu og í samningum Starfsgreinasambandsins. Innlent 1.3.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tími setts ríkissáttasemjara til að leggja fram nýja miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins fer að renna út vegna yfirvofandi verkbanns á mánudag. Hann er líka í þrengri stöðu en embættið var til að leggja fram slíka tillögu þar sem hann þarf að vera þess fullviss að báðir deiluaðilar muni samþykkja að tillaga hans fari í atkvæðagreiðslu. Innlent 28.2.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkissáttasemjari mun ráðfæra sig við samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í kvöld um nýja miðlunartillögu. Atvinnurekendur hafa því frestað fyrirhuguðu verkbanni fram yfir helgi. Innlent 27.2.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir veitingamenn ekki þurfa að hlýða boðuðu verkbanni Samtaka atvinnulífsins sem hefst að óbreyttu á fimmtudag. Þeim beri ekki lagaleg skylda til þess þar sem samtökin telja sig ekki hluta af kjaradeilunni. Innlent 26.2.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnvöld eiga ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups. Innlent 25.2.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru tilbúin að fresta verkbanni og verkfalli kalli settur ríkissáttasemjari þau til viðræðna. Formaður Eflingar segir stjórnvöld einnig geta liðkað fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Um átta þúsund krónum munar á meðaltalshækkun launa í samningi Starfsgreinasambandsins og þess sem Efling fer fram á. Innlent 24.2.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. Innlent 23.2.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem verður stöðugt flóknari. Í dag féll Efling frá boðun nýrra verkfallsaðgerða vegna áhrifa af yfirvofandi verkbanni Samtaka atvinnulífsins. Hratt gengur á eldsneytisbirgðir og nú þegar er búið að loka fimm hótelum í Reykjavík. Innlent 22.2.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í flókinni stöðu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en í dag var enn eitt dómsmálið í deilunni tekið fyrir í Landsrétti. Stjórnvöld lýsa yfir áhyggjum en segja það á ábyrgð deiluaðila að ná samningum. Innlent 21.2.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verði tillaga um verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann Eflingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur forseti ASÍ til okkar í settið og fer yfir þessa fordæmalausu stöðu. Innlent 20.2.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slitnað hefur upp úr kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Verkföll hefjast því aftur á miðnætti í kvöld. Við ræðum við settan ríkissáttasemjara, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og forstjóra Skeljungs í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 19.2.2023 18:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Við ræðum við systurina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.2.2023 18:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nágrannar áfangaheimilis í Vatnagörðum, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, höfðu lengi haft áhyggjur af brunavörnum og tilkynnt þær til Slökkviliðsins. Það sæti furðu að reka megi áfangaheimili í skrifstofuhúsnæði. Við sjáum myndir frá eldsvoðanum og ræðum við slökkvilið og íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2 Innlent 17.2.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Enn er setið á fundi í Karphúsinu þar sem samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa rætt málin síðan í morgun. Við verðum í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir nýjustu vendingar. Innlent 16.2.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir atburðarrásina í verkfalli Eflingar og viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins sem hófust með nýjum sáttasemjara í dag. Innlent 15.2.2023 17:45 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast. Innlent 14.2.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forstjóri Skeljungs segir að bensínstöðvar gætu tæmst strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. Við tökum stöðuna á bensíninu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 12.2.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hús féllu saman, flutningabílar liðuðust í sundur og lausamunir tókust á loft í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. Flugsamgöngur lömuðust og fara ekki aftur í gang fyrr en í nótt. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna ofsaveðursins, sem enn á eftir að skella á hluta landsins af fullum þunga. Við förum yfir óveðursdaginn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við fulltrúa Landsbjargar í beinni útsendingu. Innlent 11.2.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forysta Eflingar fékk óvænt áheyrn forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Eflingarfólk gerði hróp og köll að ráðherrum við ráðherrabústaðinn í morgun og krafðist tafarlausrar aðkomu forsætisráðherra að kjaradeilu félagsins. ASÍ harmar ofstækiskennda orðræðu kjaraviðræðnanna og fordæmir "viðurstyggileg ummæli" sem komið hafi fram Innlent 10.2.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslenskt björgunarteymi og aðrir viðbragðsaðilar á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi og Sýrlandi etja nú kappi við tímann - von um að finna fólk á lífi á hamfarasvæðum dvínar stöðugt. Um tuttugu þúsund hafa nú verið staðfestir látnir og óttast er að sú tala hækki ört vegna ömurlegra aðstæðna sem eftirlifendur búa nú við. Við heyrum frá leiðtoga íslenska teymisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 9.2.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir vaxtahækkun Seðlabankans og hörð viðbrögð aðila vinnumarkaðarins vegna röksemda bankans fyrir hækkuninni. Innlent 8.2.2023 18:01 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 64 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í Valmundi Valmundssyni formanni Sjómannasambands Íslands en í dag felldu félagar í öllum sextán aðildarfélögum sambandsins nýgerðan kjarasamning með miklum meirihluta atkvæða. Samningnum var hafnað með 67 prósentum atkvæða en 32 prósent samþykktu samninginn. Hann þótti marka tímamót þótt ekki væri fyrir annað en gildistímann sem var tíu ár. Skipstjórnarmenn í Sjómannafélagi Íslands hafa hins vegar samþykkt samninginn. Innlent 10.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra telur að árangur af umfangsmiklum breytingum í löggæslumálum, sem kynntar voru í dag, komi fram strax á þessu ári. Breytingarnar hafa verið heilt ár í vinnslu; áttatíu nýir lögreglumenn verða ráðnir og stórefla á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 9.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt með miklum meirihluta í dag. Formaður Eflingar segir SA hafa neitað að eiga eðlilegar samningaviðræður við félagið og því hafi það ekki getað gert ákjósanlegan samning fyrir sitt fólk. Framkvæmdastjóri SA segir aðgerðir Eflingar hafa kostað mikið en skilað litlu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 8.3.2023 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. Innlent 7.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Við fjöllum um málið. Innlent 6.3.2023 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 5.3.2023 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast megi við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur þó ekki þörf á því; ef auka eigi fjármuni til varnarmála væri þeim betur varið annars staðar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 4.3.2023 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing til okkar í myndver í beinni útsendingu. Innlent 3.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna- og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Við fjöllum um málið, sem kennt hefur verið við Euromarket, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við einn sakborninga. Innlent 2.3.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir stöðuna sem nú er komin upp eftir að forysta Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fallist á að setja nýja miðlunartillögu í dóm félagsmanna. Formaður Eflingar segir þernur og bílstjóra olíufélaganna og Samskipa fá töluverðar bætur, en framkvæmdastjóri SA segir tillöguna fela í sér sömu launatöflu og í samningum Starfsgreinasambandsins. Innlent 1.3.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tími setts ríkissáttasemjara til að leggja fram nýja miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins fer að renna út vegna yfirvofandi verkbanns á mánudag. Hann er líka í þrengri stöðu en embættið var til að leggja fram slíka tillögu þar sem hann þarf að vera þess fullviss að báðir deiluaðilar muni samþykkja að tillaga hans fari í atkvæðagreiðslu. Innlent 28.2.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkissáttasemjari mun ráðfæra sig við samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í kvöld um nýja miðlunartillögu. Atvinnurekendur hafa því frestað fyrirhuguðu verkbanni fram yfir helgi. Innlent 27.2.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir veitingamenn ekki þurfa að hlýða boðuðu verkbanni Samtaka atvinnulífsins sem hefst að óbreyttu á fimmtudag. Þeim beri ekki lagaleg skylda til þess þar sem samtökin telja sig ekki hluta af kjaradeilunni. Innlent 26.2.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnvöld eiga ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups. Innlent 25.2.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru tilbúin að fresta verkbanni og verkfalli kalli settur ríkissáttasemjari þau til viðræðna. Formaður Eflingar segir stjórnvöld einnig geta liðkað fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Um átta þúsund krónum munar á meðaltalshækkun launa í samningi Starfsgreinasambandsins og þess sem Efling fer fram á. Innlent 24.2.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. Innlent 23.2.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem verður stöðugt flóknari. Í dag féll Efling frá boðun nýrra verkfallsaðgerða vegna áhrifa af yfirvofandi verkbanni Samtaka atvinnulífsins. Hratt gengur á eldsneytisbirgðir og nú þegar er búið að loka fimm hótelum í Reykjavík. Innlent 22.2.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í flókinni stöðu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en í dag var enn eitt dómsmálið í deilunni tekið fyrir í Landsrétti. Stjórnvöld lýsa yfir áhyggjum en segja það á ábyrgð deiluaðila að ná samningum. Innlent 21.2.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verði tillaga um verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann Eflingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur forseti ASÍ til okkar í settið og fer yfir þessa fordæmalausu stöðu. Innlent 20.2.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slitnað hefur upp úr kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Verkföll hefjast því aftur á miðnætti í kvöld. Við ræðum við settan ríkissáttasemjara, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og forstjóra Skeljungs í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 19.2.2023 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Við ræðum við systurina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.2.2023 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nágrannar áfangaheimilis í Vatnagörðum, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, höfðu lengi haft áhyggjur af brunavörnum og tilkynnt þær til Slökkviliðsins. Það sæti furðu að reka megi áfangaheimili í skrifstofuhúsnæði. Við sjáum myndir frá eldsvoðanum og ræðum við slökkvilið og íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2 Innlent 17.2.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Enn er setið á fundi í Karphúsinu þar sem samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa rætt málin síðan í morgun. Við verðum í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir nýjustu vendingar. Innlent 16.2.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir atburðarrásina í verkfalli Eflingar og viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins sem hófust með nýjum sáttasemjara í dag. Innlent 15.2.2023 17:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast. Innlent 14.2.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forstjóri Skeljungs segir að bensínstöðvar gætu tæmst strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. Við tökum stöðuna á bensíninu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 12.2.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hús féllu saman, flutningabílar liðuðust í sundur og lausamunir tókust á loft í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. Flugsamgöngur lömuðust og fara ekki aftur í gang fyrr en í nótt. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna ofsaveðursins, sem enn á eftir að skella á hluta landsins af fullum þunga. Við förum yfir óveðursdaginn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við fulltrúa Landsbjargar í beinni útsendingu. Innlent 11.2.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forysta Eflingar fékk óvænt áheyrn forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Eflingarfólk gerði hróp og köll að ráðherrum við ráðherrabústaðinn í morgun og krafðist tafarlausrar aðkomu forsætisráðherra að kjaradeilu félagsins. ASÍ harmar ofstækiskennda orðræðu kjaraviðræðnanna og fordæmir "viðurstyggileg ummæli" sem komið hafi fram Innlent 10.2.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslenskt björgunarteymi og aðrir viðbragðsaðilar á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi og Sýrlandi etja nú kappi við tímann - von um að finna fólk á lífi á hamfarasvæðum dvínar stöðugt. Um tuttugu þúsund hafa nú verið staðfestir látnir og óttast er að sú tala hækki ört vegna ömurlegra aðstæðna sem eftirlifendur búa nú við. Við heyrum frá leiðtoga íslenska teymisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 9.2.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir vaxtahækkun Seðlabankans og hörð viðbrögð aðila vinnumarkaðarins vegna röksemda bankans fyrir hækkuninni. Innlent 8.2.2023 18:01