Erlent

Útilokar að herinn verði kvaddur heim frá Írak á næstunni
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði það yrðu stórkostleg mistök að kalla breska hermenn heim frá Írak á næstunni og slíkt kæmi ekki til greina. Þetta kom í fyrirspurnartíma á breska þinginu í morgun.

Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða
Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða.

Líkur á vaxtahækkun í Bretlandi
Miklar líkur eru sagðar á hækkun stýrivaxta í Bretlandi í nóvember. Þegar Englandsbanki ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum fyrr í mánuðinum í 4,75 prósentum voru sjö meðlimir peningamálanefndar fylgjandi óbreyttum vöxtum en tveir á móti. Þeir studdu 25 punkta hækkun.

Svisslendingar panta bóluefni gegn fuglaflensu
Sviss varð í dag fyrsta landið til að panta birgðir af tilraunabólefni gegn fuglaflensu sem lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur þróað. Fram kemur á fréttavef Reuters að svissnesk heilbrigðisyfirvöld hafi pantað átta milljónir skammta af bóluefninu, fyrir alla þjóðina, til að reyna að koma í veg fyrir að fuglaflensa geti orðið að faraldri í landinu.
Drápu son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku
Dómstóll í Hong Kong dæmdi í dag karl og konu í annars vegar eins og hálfs árs og hins vegar tveggja ára fangelsi fyrir að hafa drepið tíu ára gamlan son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku í tvo tíma.

Hagnaður Yahoo minnkar
Hagnaður bandaríska netfyrirtækisins Yahoo á þriðja fjórðungi ársins nam 159 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 10,9 milljarða íslenskra króna. Þetta er 38 prósenta samdráttur á milli ára og segja forsvarsmenn fyrirtækisins afkomuna óásættanlega.

West Ham ræðir við tvo hópa um kaup
Terry Brown, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, hyggst á næstu dögum ræða við tvo hópa um hugsanleg kaup á félaginu, en annar þeirra er íslenskur hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir.

Of hátt of lengi skaðar
Að hlusta á háa tónlist með heyrnartólum úr starfrænum tónlistarspilara í meira en 90 mínútur á dag getur verið skaðlegt heyrninni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum.

Átta létust í sprengingu í Mexíkó
Að minnsta kosti átta létust og níu slösuðust þegar olíutankur sprakk í Mexíkó í gær. Tankurinn var á svæði olíufyrirtækis í eigu ríkisins og varð sprengingin nærri borginni Coatzacoalcos í Veracruzfylki.

Auðjöfur kaupir í Aer Lingus
Írski auðjöfurinn Denis O'Brien hefur keypt 2,1 prósents hlut í írska flugfélaginu Aer Lingus. O'Brien segir kaupin gerð til að koma í veg fyrir óvinveitta yfirtöku Ryanair á flugfélaginu.

Segir súdönsku ríkisstjórnina styðja vígahóp
Fyrrverandi meðlimur vígahópsins Janjaweed sem herjar á íbúa Darfur-héraðs í Súdan, segir súdönsku ríkisstjórnina ekki einungis styrkja vígahópinn um vopn og skotfæri heldur einnig gefa þeim skipanir um hvar og hvenær eigi að ráðast á óbreytta borgara.

Reynir að þrýsta á að refsiaðgerðum sé fylgt eftir
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar í dag með japönskum stjórnvöldum vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. Rice hefur ferð sína um Asíu í dag en með henni vill hún fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum.

Leita að smyglgöngum
Tveir palestínskir hermenn létust þegar ísraelski herinn hélt áfram sókn sinni á suðurhluta Gaza í morgun. Öryggisfulltrúar Palestínu segja að ísraelski herinn hafi í dögun tekið yfir landamærasvæðið sem skilur að Gaza og Egyptaland.
Frumefni 118 birtist andartak
Vísindamönnum frá Kaliforníu og Rússlandi tókst að búa til nýtt frumefni sem fær þá sinn stað í lotukerfinu sem frumefni númer 118. Þetta er þyngsta frumefnið sem til er, en það er afar óstöðugt og frumeindirnar þrjár, sem vísindamönnunum tókst að kalla fram í tilraunastofum sínum, voru aðeins til í eitt augnablik og varla það – eða nánar tiltekið í níu tíuþúsundustu hluta úr sekúndu.

Búa sig undir aðra sprengju
Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu segir engar líkur á því að samningaviðræður við Norður-Kóreu skili árangri. Eina sem dugi sé að einangra landið.

Drottningu fagnað í Litháen
Elísabet II Englandsdrottning fékk höfðinglegar móttökur er hún kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Litháens í gær. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í höfuðborginni Vilníus til að fagna breska þjóðhöfðingjanum.

Yfir hundrað manns slasaðir
Kona á þrítugsaldri fórst þegar jarðlest á fullri ferð ók aftan á kyrrstæða lest á lestarstöð í miðborg Rómar í gær. Meira en hundrað manns að auki slösuðust, þar af tíu alvarlega.

Leyfi til að beita harkalegum aðferðum við yfirheyrslur
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær lög um herdómstóla, sem eiga að fjalla um mál grunaðra hryðjuverkamanna sem hafðir eru í haldi í Guantanamo á Kúbu. Jafnframt er í lögunum heimild til þess að harkalegum yfirheyrsluaðferðum, sem jaðra við pyntingar, sé beitt á þessa fanga.

Töluverðar skemmdir í jarðskjálfta
Kostnaður vegna skemmdir sem urðu þegar jarðskjálfti skók Hawaii á sunnudaginn nemur jafnvirði tæpra þriggja milljarða íslenskra króna. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter og er sá öflugasti sem riðið hefur yfir eyjaklasann á Kyrrahafi í tvo áratugi. Óttast er að talan eigi eftir að hækka en starfsmenn Rauða krossins, björgunarsveita á Hawaii og hópur verkfræðinga skoðar nú eyjarnar til að meta skemmdir á vegum, brúm, skólum og öðrum byggingum. Enginn dó í skjálftanum og enginn slasaðist alvarlega.

Enn óvíst hverjir taka sæti Argentínu í Öryggisráði SÞ
Atkvæðagreiðslum um arfta Argentínumanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið frestað um sólahring svo hægt verði að ræða næstu skref. Gvatemala og Venesúela berjast um sætið en hvorugu ríki hefur tekist að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþinginu sem þarf til að hreppa hnossið. Í dag og í gær er búið að greiða atkvæði 21 sinni og hefur Gvatemala haft vinningin, en betur má ef duga skal.
8 týndu lífi í sprengingu í Mexíkó
Að minnsta kosti 8 týndu lífi þegar sprenging var um borð í olíuflutningaskipi í eigu olíufélags frá Mexíkó. Verið var að dæla af skipinu við höfn í Veracruz þegar sprengingin varð.

Bush styður aðild Króatíu að ESB og NATO
Bush Bandaríkjaforseti ætlar að hvetja til þess á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði að Króatía verði tekin inn í bandalagið. Auk þess ætlar hann að ítreka stuðning bandarískra stjórnvalda við aðild landsins að Evrópusambandinu.
Dómi yfir Kenneth Lay hrundið
Dómstóll í Bandaríkjunum hratt í dag fjársvikadómi yfir Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóra olíurisans Enron, á þeim forsendum að hann gæti ekki áfrýjað honum. Lay lést í júlí síðastliðnum, tveimur mánuðum eftir að hann var sakfelldur fyrir fjársvik og samsæri í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 2001.
Aðstoð Írana og Sýrlendinga æskileg
Ofbeldisátökum í Írak myndi linna innan fárra mánaða ef Íranar og Sýrlendingar tækju þátt í því að reyna að tryggja stöðugleika í landinu. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali við Breska ríkisútvarpið, BBC, í dag. Hann sagði að slíkt yrði upphafið á endalokum hryðjuverka í heiminum.

Þjóðaratkvæði um vafamál
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að svo geti farið að hann boði til þjóðaratkvæðagreiðslna um ákvarðanir sem hann taki í tengslum við framtíð heimastjórnar Palestínumanna sem skipuð er Hamas-liðum. Ef stjórnarskrá taki ekki á tilteknum máli ætli hann að leita álits almennings.

Þjóðarflokkurinn kærir Nyhedsavisen
Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur kært dagblaðið Nyhedsavisen til fjölmiðlasiðanefndar vegna myndbirtingar þess af lokaðri samkomu hreyfingarinnar.

Óttast frekari tilraunasprengingar
Norður-Kóreumenn líta á refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna, vegna kjarnorkutilrauna þeirra, sem stríðsyfirlýsingu. Óttast er að þeir hyggi á frekari tilraunasprengingar.

Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela
Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela í atkvæðagreiðslu um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd milli ríkjanna 10 sinnum á Allsherjarþingi SÞ í gær en þá var atkvæðagreiðslu frestað til morguns. Aftur var tekið til óspilltra málanna í dag og heldur Gvatemala áfram forskoti sínu en nær þó ekki 2/3 atkvæða sem þarf til að hreppa hnossið.

Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir
George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt.

Verðbólguótti í Bandaríkjunum
Verðbólguóttinn hefur gert vart við sig í Bandaríkjunum eftir að vísitala framleiðsluverð reyndist hærri en væntingar stóðu til. Vísitalan hækkaði um 0,6 prósentustig í síðasta mánuði, sem er 0,4 prósentustigum meira en reiknað var með.