Búa sig undir aðra sprengju 18. október 2006 06:00 Hwang Jang Yop Var einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu þegar hann flúði land árið 1997. MYND/AP Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu telur engar líkur á því að kjarnorkuvopnaáætlun landsins verði stöðvuð fyrr en leiðtoginn Kim Young Il missir völdin. Hann sagðist þó telja litlar líkur á því í bráðina. Í gær bárust fréttir af því að Norður-Kóreumenn væru hugsanlega að undirbúa aðra tilraunasprengingu kjarnorkuvopns, en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að litið verði á aðra sprengingu sem alvarlega ögrun. Hún hélt í gær til Japans og ætlar einnig að fara til Kína og Suður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn ítrekuðu hins vegar í gær að þeir líti á allan þrýsting sem stríðsyfirlýsingu og muni bregðast við með harkalegum hætti. Hwang Jang Yop, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 1997, sagðist í viðtali við AP fréttastofuna efast um að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna veiki stöðu leiðtogans, sem hefur alla þræði í hendi sér. „Ég efast um að völd hans veikist að ráði,“ sagði Hwang, og bætti því við að Suður-Kórea haldi áfram að veita Norður-Kóreu margvíslega aðstoð, auk þess sem Kína, Rússland og fleiri lönd séu andvíg því að beita Norður-Kóreu miklum þrýstingi. Hann sagðist ekki heldur telja það skila nokkrum árangri að semja við Norður-Kóreu. Þess í stað ættu Bandaríkin, Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea að standa saman að því að einangra landið, sem hann kallar „alþjóðleg glæpasamtök og óvin lýðræðis“. Hwang lagði áherslu á að einungis Kínverjar geti komið því til leiðar að Kim Young Il missi völdin. „Engir kínverskir embættismenn eru hrifnir af leiðtoga Norður-Kóreu, en þeir halda honum við völd,“ segir Hwang. Hwang, sem sjaldan gefur viðtöl, kom heiminum heldur betur á óvart árið 1997 þegar hann bað, ásamt aðstoðarmanni sínum, um hæli í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing þegar þeir voru þar í heimsókn. Hann var þá einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu, aðalritari Verkamannaflokksins sem réði þar lögum og lofum. Hwang hafði verið nákominn Kim Il Sung, stofnanda Norður-Kóreu, og var nánast uppeldisfaðir sonar hans og núverandi leiðtoga landsins, Kim Young Il. Hann er einnig almennt talinn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Juche-stefnuna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu fylgja, og gengur út á það að landið sé sjálfu sér nægt um allar þarfir. Hwang nýtur lögregluverndar allan sólahringinn af ótta við að Norður-Kóreumenn reyni að ráða hann af dögum. Erlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu telur engar líkur á því að kjarnorkuvopnaáætlun landsins verði stöðvuð fyrr en leiðtoginn Kim Young Il missir völdin. Hann sagðist þó telja litlar líkur á því í bráðina. Í gær bárust fréttir af því að Norður-Kóreumenn væru hugsanlega að undirbúa aðra tilraunasprengingu kjarnorkuvopns, en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að litið verði á aðra sprengingu sem alvarlega ögrun. Hún hélt í gær til Japans og ætlar einnig að fara til Kína og Suður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn ítrekuðu hins vegar í gær að þeir líti á allan þrýsting sem stríðsyfirlýsingu og muni bregðast við með harkalegum hætti. Hwang Jang Yop, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 1997, sagðist í viðtali við AP fréttastofuna efast um að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna veiki stöðu leiðtogans, sem hefur alla þræði í hendi sér. „Ég efast um að völd hans veikist að ráði,“ sagði Hwang, og bætti því við að Suður-Kórea haldi áfram að veita Norður-Kóreu margvíslega aðstoð, auk þess sem Kína, Rússland og fleiri lönd séu andvíg því að beita Norður-Kóreu miklum þrýstingi. Hann sagðist ekki heldur telja það skila nokkrum árangri að semja við Norður-Kóreu. Þess í stað ættu Bandaríkin, Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea að standa saman að því að einangra landið, sem hann kallar „alþjóðleg glæpasamtök og óvin lýðræðis“. Hwang lagði áherslu á að einungis Kínverjar geti komið því til leiðar að Kim Young Il missi völdin. „Engir kínverskir embættismenn eru hrifnir af leiðtoga Norður-Kóreu, en þeir halda honum við völd,“ segir Hwang. Hwang, sem sjaldan gefur viðtöl, kom heiminum heldur betur á óvart árið 1997 þegar hann bað, ásamt aðstoðarmanni sínum, um hæli í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing þegar þeir voru þar í heimsókn. Hann var þá einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu, aðalritari Verkamannaflokksins sem réði þar lögum og lofum. Hwang hafði verið nákominn Kim Il Sung, stofnanda Norður-Kóreu, og var nánast uppeldisfaðir sonar hans og núverandi leiðtoga landsins, Kim Young Il. Hann er einnig almennt talinn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Juche-stefnuna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu fylgja, og gengur út á það að landið sé sjálfu sér nægt um allar þarfir. Hwang nýtur lögregluverndar allan sólahringinn af ótta við að Norður-Kóreumenn reyni að ráða hann af dögum.
Erlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira