Íþróttir

Fréttamynd

Stjórnin styður Atla

Það er óhætt að segja að yfirlýsing Atla Eðvaldsonar í Fréttablaðinu í gær hafi vakið mikil viðbrögð. Formaður Þróttar, Kristinn Einarsson, staðfesti að stjórn félagsins hefði ekki lesið yfirlýsingu Atla áður en hann sendi hana frá sér enda væri það ekki í hennar verkahring að stýra því hvað fólk segði.

Sport
Fréttamynd

Kemur til greina að hætta

Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, íhugar það þessa dagana hvort hann ætli að halda áfram í fótbolta eða leggja skóna á hilluna.

Sport
Fréttamynd

Van Persie og Benitez bestir í nóvember

Framherjinn Robin Van Persie hjá Arsenal var nú í kvöld kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrr í dag samþykkti hann svo að framlengja samning sinn við Arsenal til ársins 2011. Persie skoraði þrisvar í úrvalsdeildinni í nóvember, en var einnig iðinn við kolann í bikarkeppninni og í Meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Eftirsóttur í janúar

Talið er líklegt að nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni muni fara í stríð um að fá framherjann Dean Ashton hjá Norwich til sín þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Ashton hefur alls ekki náð sér á strik hjá Norwich í 1. deildinni það sem af er vetri, en liðið hefur sömuleiðis tapað helmingi leikja sinna og valdið miklum vonbrigðum.

Sport
Fréttamynd

Verður ekki meira með á tímabilinu

Hollenski miðjumaðurinn Boundewijn Zenden mun að öllum líkindum ekki spila meira með Liverpool á leiktíðinni, eftir að í ljós kom að hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Zenden meiddist í leik gegn Betis í Meistaradeildinni og nú er ljóst að hinn 29 ára gamli leikmaður þarf að fara til Bandaríkjanna í aðgerð.

Sport
Fréttamynd

Fimm hlutu A-styrk

Í dag var íþróttamönnum úthlutað 60 milljónum úr afrekssjóði ÍSÍ, sem og úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna, en styrkirnir eru fyrir árið 2006. Ásdís Hjálmsdóttir hlaut A-styrk í fyrsta sinn, en auk hennar hlutu Rúnar Alexandersson, Þórey Edda Elísdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson A-styrkinn.

Sport
Fréttamynd

Ragnheiður hafnaði í 19. sæti

Ragnheiður Ragnarsdóttir hafnaði í 19. sæti í undanrásum í 100 metra fjórsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Trieste. Anja Ríkey Jakobsdóttir hafnaði í 26. sæti í sundinu. Ragnheiður synti á 1: 04, 71.

Sport
Fréttamynd

Fékk leyfi vegna dauða bróður síns

Bakvörðurinn Quentin Richardson hjá New York á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en hann hefur fengið tímabundið leyfi frá liðinu eftir að bróðir hans var myrtur í Chicago á dögunum. Bróðir hans, Lee Richardson, varð fyrir því óláni að verða á vegi miskunnarlausra ræningja sem hófu skothríð þegar þeir lögðu á flótta og lést Lee af skotsárum sínum. Árásarmennirnir náðust allir og hafa verið ákærðir.

Sport
Fréttamynd

20 ára afmæli aflrauna á Íslandi

Annað kvöld verður mikið um dýrðir á Kaffi Reykjavík, þar sem múgur og margmenni verður saman komið til að fagna 20 ára afmæli aflrauna á Íslandi. Ríkulegur matseðill verður á boðstólnum og þegar hefur fjöldi manns boðað komu sína á þennan skemmtilega viðburð, þar sem meðal annars verða sýndar svipmyndir úr heimildarmynd Hjalta Árnasonar um Jón Pál Sigmarsson heitinn.

Sport
Fréttamynd

Sýndi áhorfendum fingurinn

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gæti átt yfir höfði sér refsingu frá UEFA eftir að hann sýndi löndum sínum í fingurinn þegar hann gekk af velli í tapinu gegn Benfica í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Benfica bauluðu á hann í hvert skipti sem hann snerti boltann í leiknum, en Ronaldo lék áður með erkifjendum Benfica í Sporting Lissabon.

Sport
Fréttamynd

Everton og Bolton líklegust til að hreppa Keane

Nú líður senn að því að Roy Keane taki ákvörðun um hvar hann ætlar að ljúka ferli sínum sem knattspyrnumaður og samkvæmt fréttum frá Bretlandi, þykja Bolton og Everton líklegustu liðin til að fá hann í sínar raðir af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur gefið út að hann vilji ekki flytja of langt með fjölskyldu sína.

Sport
Fréttamynd

Indiana burstaði Washington

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Indiana Pacers burstaði Washington Wizards 111-87, en Indiana lék án Ron Artest sem er meiddur. Þá vann Houston Rockets góðan útisigur á Sacramento 106-95, en Sacramento hefur nú tapað 5 leikjum í röð.

Sport
Fréttamynd

Páll sveik öll loforð

Atli Eðvaldsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þróttar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greinir frá sinni hlið mála í samskiptum við Pál Einarsson, fyrrverandi fyrirliða Þróttar. Yfirlýsingin er birt í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Páll og Atli gátu ekki starfað saman og lauk ágreiningi þeirra með því að Páll yfirgaf félagið.

Innlent
Fréttamynd

Keflvíkingar töpuðu stórt

Keflvíkingar töpuðu 108-87 fyrir portúgalska liðinu Madeira í Evrópukeppninni í körfubolta á heimavelli sínu í kvöld, en þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Gunnar Stefánsson var atvkævðamestur hjá Keflvíkingum með 20 stig, en Jón Hafsteinsson kom næstur með 13 stig.

Sport
Fréttamynd

Kærður fyrir tæklinguna á Hamann

Miðjumaðurinn Michael Essien hefur verið kærður af aganefnd UEFA fyrir grófa tæklingu sína á Dietmar Hamann í viðureign Chelsea og Liverpool á þriðjudaginn, en Þjóðverjinn sagðist eftir leikinn hafa verið fullviss um að hann væri fótbrotinn eftir árás Ganamannsins.

Sport
Fréttamynd

McLeish fær að halda áfram

Alex McLeish fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá stjórnarformanni meistara Glasgow Rangers í Skotlandi, en sérstakur fundur var haldinn í dag til að ræða framtíð knattspyrnustjórans. Rangers-liðið er í sögulegri lægð í úrvalsdeildinni og hefur ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum, en liðið tryggði sér þó sæti í 16 liða úrsiltum Meistaradeildarinnar í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Del Piero jafnaði markamet Juve

Framherjinn Allesandro Del Piero jafnaði í gær markamet Giampiero Boniperti hjá Juventus í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í meistaradeildinni í 3-1 sigri á Rapid Vín. Þessi mikli markahrókur hefur því skorað 182 mörk fyrir félagið í öllum keppnum.

Sport
Fréttamynd

Leik FH og ÍBV frestað aftur

Leik FH og ÍBV í SS-bikar karla í handbolta hefur enn verið frestað þar sem illa viðrar til flugs og hefur leiknum því verið seinkað um sólarhring til viðbótar. Ekki er víst að það nægi, því samhvæmt veðurfregnum er ekki útlit fyrir að viðri vel fyrir flug á næstu dögum vegna hvassviðris.

Sport
Fréttamynd

Robert fær tækifæri

Harry Redknapp, nýráðinn stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, segir að vandræðagemlingurinn Laurent Robert muni byrja með hreint borð hjá sér og nefnir Robert sem einn af lykilmönnum í viðreisn liðsins sem er í mikilli fallbaráttu.

Sport
Fréttamynd

Ecclestone reddar málunum

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist vera nærri samkomulagi við aðstandendur Belgíukappakstursins á Spa brautinni um að tryggja tilverurétt keppninnar, en mótshaldararnir höfðu verið í fjárhagserfiðleikum undanfarið. Skuldir mótshaldara höfðu hrannast upp í kjölfar dræmrar miðasölu.

Sport
Fréttamynd

Jakob setti Íslandsmet

Jakob Jóhann Sveinsson setti tvö ný Íslandsmet á EM í sundi í 25 metra laug í Trieste á Ítalíu í morgun, þegar hann syndi 100 metra bringusund á tímanum 1 mín 51,1 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 1/100 úr sekúndu og bætti svo metið í 50 metrunum með því að synda á 28,33 sekúndum og bætti eldra metið um 0,04 sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Enn meiðist Dyer

Miðjumaðurinn Kieron Dyer hjá Newcastle er enn og aftur kominn á meiðslalistann hjá félaginu eftir að hafa tognað á læri á æfingu og getur því ekki snúið aftur gegn Arsenal eins og til stóð. Dyer hefur verið í stífri endurhæfingu hjá sérfræðingum til að reyna að vinna bug á meiðslum þessum, sem hafa raunar hrjáð hann í tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Tapið hefur ekki áhrif

Glazer-feðgar, sem eiga Manchester United, segja að áfallið þegar liðið féll úr keppni í Meistaradeildinni í gær hafi ekki áhrif á langtímamarkmið þeirra í rekstri liðsins, þrátt fyrir að þeir séu vissulega vonsviknir að hafa ekki komist áfram.

Sport
Fréttamynd

Bóna bíla alla helgina

Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan í undanúrslit

Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit SS-bikarkeppninnar í handbolta þegar liðið lagði Þór á Akureyri, 28-30. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi en Stjarnan leiddi með einu marki í leikhléi, 16-17.

Sport
Fréttamynd

Manchester United úr leik

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Benfica í Portúgal. Paul Scholes kom United yfir á 6. mínútu en Geovanni og Beto skoruðu mörk Benfica. United hefði nægt jafntefli í leiknum þar sem Villarreal sigraði Lille en United var aldrei líklegt til að jafna í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Chelsea og Liverpool

Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í tíðindalausum og hörðum leik á Stamford Bridge í kvöld og því hélt Liverpool toppsætinu í riðlinum. Rangers náðu að tryggja sér áframhaldandi þáttöku með jafntefli við Inter, en það nægði Skotunum eftir að Artmedia og Porto skyldu jöfn í leik sem hefði aldrei átt að fara fram, svo skelfilegar voru vallaraðstæður.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu HK

Haukar báru sigurorð af HK í Digranesi í kvöld 28-23 og eru komnir í undanúrslitin í SS bikarnum. Renuguhys Cepulis skoraði 7 mörk fyrir HK og Valdimar Þórsson 6, en hjá Haukum var Guðmundur Pedersen með 11 mörk, þar af 4 úr vítum og Samúel Ívar Árnason var með 6 mörk.

Sport