
Íþróttir

Gæti hjálpað að falla úr Meistaradeildinni
Alex Ferguson segir að sú staðreynd að Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni eftir áramótin, gæti átt eftir að hjálpa liðinu í deild og bikar heimafyrir. Það komi þó ekki í endanlega í ljós fyrr en úr því verður skorið hvað hin ensku liðin komast langt í keppninni.

Hélt að eldingar kæmu ekki niður á sama stað tvisvar
Peter Kenyon sagðist allt eins hafa búist við því að lið hans Chelsea mundi dragast á móti stórliði í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag og hlakkar til að endurtaka leikinn frá í fyrra.

Sáttur við að mæta Benfica
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir á heimasíðu félagsins í dag að hann sé sáttur við að mæta Benfica í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar og segir að þó Benfica verði erfiðir mótherjar, hefði Liverpool geta verið óheppnara með andstæðinga á þessu stigi keppninnar.

Þrír leikir í kvöld
Síðustu umferð fyrir jól í DHL-deild karla í handbolta lýkur um helgina, en hún hefst í kvöld með þremur leikjum. HK tekur á móti Val í Digranesi, Þór Akureyri tekur á móti grönnum sínum í KA og Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Fjórir leikir verða svo á morgun, en þar ber hæst stórleikur Hauka og Fram á Ásvöllum.

Ákvörðun Michelin hefur engin áhrif
Forráðamenn heimsmeistara Renault segja að ákvörðun Michelin dekkjaframleiðandans að draga sig út úr Formúlu 1 eftir næsta tímabil hafi engin áhrif á áform liðsins um að verja titilinn á næsta ári.

Vill vera áfram hjá Liverpool
Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hefur nú gefið það út að hann vilji ekki fara frá Liverpool, þrátt fyrir að þurfa oft að sitja á tréverkinu. Cissé sagðist í haust vilja fara frá Liverpool því hann taldi landsliðsferil sinn í hættu af því hann fékk ekki að spila nógu mikið.

Verður ekki viðstaddur útför föður síns
Faðir knattspyrnustjórans Rafa Benitez hjá Liverpool lést í vikunni, en stjórinn spænski ætlar engu að síður að vera kyrr í Japan og ætlar að stýra liði Liverpool í úrslitaleiknum við Sao Paulo í heimsmeistarakeppni félagsliða um helgina.

Dregið í 32-liða úrslitin
Í dag var dregið í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Middlesbrough mætir þýska liðinu Stuttgart, Bolton mætir Marseille frá Frakklandi og Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar mæta Betis frá Spáni.

Fimmti sigur Houston í röð
Houston Rockets vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar liðið skellti Seattle á útivelli, en allt annar bragur hefur verið á liðinu síðan Tracy McGrady sneri aftur úr meiðslum. Þá vann Cleveland góðan sigur á Denver og meistarar San Antonio unnu nauman sigur á Minnesota.

Chelsea og Barcelona mætast aftur
Nú áðan varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári og félagar í Chelsea fá það erfiða verkefni að mæta Barcelona, en þessi lið háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni í fyrra. Arsenal mætir Real Madrid og Liverpool mætir portúgalska liðinu Benfica.

Drátturinn í Meistaradeildinni beint á NFS
Í dag klukkan 11:00 verður dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Áhugasömum er bent á að hægt er að sjá dráttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni NFS. Stöðinni er hægt að ná á rás 6 á Digital Ísland hjá 365 eða hér á Vísi VefTV.

AZ Alkmaar og Boro á toppnum
AZ Alkmaar, lið Grétars Rafns Steinssonar og Middlesbrough tryggðu sér tvö efstu sætin í D-riðlinum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og eru komin áfram í keppninni. Boro lagði Litex Lovech 2-0 með mörkum frá Massimo Maccarone á síðustu tíu mínútum leiksins. Grétar Rafn var í liði Alkmaar sem sigraði Grasshoppers frá Sviss.
Keflvíkingar úr leik
Keflvíkingar eru úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta eftir 105-90 tap fyrir Madeira frá Portúgal ytra í kvöld. Madeira vann því báða leikina nokkuð sannfærandi og er komið áfram í átta liða úrslit keppninnar.

Njarðvík lagði Fjölni
Njarðvíkingar lögðu Fjölni í Grafarvogi í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld í fjörugum og skemmtilegum leik 90-77. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 30 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik, Friðrik Stefánsson skoraði 26 stig og Brenton Birmingham var með 20. Nemanja Sovic skoraði mest hjá Fjölni, 27 stig og Fred Hooks bætti við 22 stigum.

Ekki tilbúinn að framlengja samning Cole
Stuart Pearce ætlar að bíða þar til í lok leiktíðar með að ákveða hvort samningur framherjans Andy Cole verður framlengdur eða ekki, en hinn 34 ára gamli Cole er sem stendur á eins árs samningi við City og hefur komið nokkuð á óvart í vetur. Cole hefur skorað sjö mörk í þeim þrettán leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu og hefur sýnt gamalkunna takta oft á tíðum.

Fær ekki að fara frá West Brom
Framherjinn Robert Earnshaw hjá West Brom fór fram á það að vera settur á sölulista hjá félaginu fyrir skömmu, því honum þótti ferill sinn hjá landsliði Wales í hættu því hann fékk lítið að spila með félagsliði sínu. Nú hefur Bryan Robson hinsvegar gefið það út að Earnshaw fari hvergi, enda missir West Brom tvo af sóknarmönnum sínum í Afríkukeppnina innan skamms.

Fær tveggja leikja bann
Miðjumaðurinn harðskeytti hjá Chelsea, Michael Essien, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA fyrir ljóta tæklingu hans á Dietmar Hamann hjá Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum. Essien missir því af báðum leikjum Chelsea í 16-liða úrslitum keppninnar.

Fær markið gegn Wigan skráð á sig
Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool fær markið umdeilda sem Liverpool skoraði gegn Wigan á dögunum skráð á sig, en markið hafði fram að þessu verið skráð sem sjálfsmark. Sérstök nefnd sem sér um slík vafaatriði skilaði frá sér skýrslu í dag og greindi frá þessu. Crouch skoraði sem sagt tvö mörk í leiknum, rétt eins og í morgun gegn Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka.

Hér á ég heima
Roy Keane var fyrir stundu tilkynntur sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Celtic Park, heimavelli liðisins. Þar sagði hann að það hefði alltaf verið draumur sinn að spila með liðinu. Hann segist ekki búast við því að vaða inn í byrjunarlið Celtic, en lét þó í það skína að hann væri kominn til að láta finna fyrir sér.

Wenger er öruggur í starfi
Lee Dixon, fyrrum leikmaður Arsenal, fullyrðir að knattspyrnustjóri félagsins, Arsene Wenger, búi við gott starfsöryggi þó árangur liðsins hafi verið langt undir væntingum í vetur.

Ajax er stærri klúbbur en Tottenham
Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham, sem er í láni hjá Lundúnaliðinu frá Roma, segir að Ajax sé mun stærri klúbbur en Tottenham, en hann lék áður með hollenska liðinu.

Neita að hleypa Yakubu í æfingabúðir
Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough hafa neitað beiðni nígeríska knattspyrnusambandsins um að hleypa framherjanum sterka Yakubu í æfingabúðir mánuði fyrir Afríkukeppnina í knattspyrnu.

Montgomery hættur
Bandaríski spretthlauparinn Tim Montgomery hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa eftir að hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar á dögunum. Montgomery hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og kennir læknum sínum um að hafa verið dæmdur í bannið, þrátt fyrir að hafa ekki fallið á lyfjaprófi.

Verðum að leika vel á sunnudag
Hinn leggjalangi Peter Crouch, sem skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í sigrinum á Deportivo Saprissa í dag, segir að Liverpool verði að leika jafn vel eða betur ef þeir ætli sér að sigra Sao Paulo í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn.
Sjaldgæfur sigur hjá Leverkusen
Leverkusen, lið Jakobs Sigurðarsonar í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta vann sigur á Brauncschweig í gærkvöldi 80-75, en sigurinn var langþráður hjá Leverkusen sem hefur gengið afar illa á tímabilinu. Jakob skoraði 6 stig í leiknum, en lið hans er engu að enn í botnbaráttunni í deildinni.

Ciudad tapaði fyrir Barcelona
Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær 26-24, en Ólafur skoraði eitt mark í leiknum. Barcelona skaust í annað sæti deildarinnar með sigrinum og hefur tveggja stiga forystu á Ciudad sem er í því þriðja. Portland San Antonio er sem fyrr í efsta sætinu.

Keane Skrifar undir hjá Celtic
Miðjumaðurinn Roy Keane skrifaði nú í dag undir 18 mánaða samning við Glasgow Celtic í Skotlandi og gæti spilað sinn fyrstaleik fyrir félagið þann 1. janúar. Þar með er kapphlaupinu um Keane sem staðið hefur yfir æ síðan hann fór frá Manchester United á dögunum, en þar hafði hann verið lykilmaður í einu sigursælasta liði síðasta áratugar.

Viggó valdi 15 manna hóp í dag
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari valdi í dag 15 manna hóp sem fer á Evrópumótið í handbolta í Sviss í janúar. Eitt sæti er enn laust í hópnum, en Viggó mun fylla það sæti á milli jóla og nýárs.

Besta byrjun Detroit frá upphafi
Detroit Pistons sigraði Sacramento Kings í nótt og hefur aldrei byrjað betur í sögu félagsins, en liðið hefur unnið 16 af fyrstu 19 leikjum sínum. LA Lakers kláraði keppnisferðalag sitt með góðum útisigri á Memphis og Pat Riley krækti í annan sigur sinn á jafnmörgum dögum sem þjálfari Miami Heat.

Liverpool lagði Deportivo Saprissa
Liverpool vann auðveldan sigur á Deportivo Saprissa frá Costa Rica nú áðan 3-0 og er því komið í úrslitaleik mótsins þar sem það mætir Sao Paulo frá Brasilíu. Peter Crouch skoraði tvö marka Liverpool í dag og fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði eitt.