Íþróttir

Fréttamynd

Forsetinn sagði af sér

Fernando Martin sagði af sér sem forseti Real Madrid eftir stjórnarfund í gærkvöldi eftir að í ljós kom að hann naut ekki stuðnings stjórnarinnar. Martin tók við í lok febrúar þegar Florentino Perez sagði af sér og hefur aflað sér takmarkaðra vinsælda með störf sín síðan. Það verður hinn 83 ára gamli Luis Gomez-Montejano sem tekur við stöðunni í stað Martin fram í júní þegar kosið verður aftur.

Sport
Fréttamynd

Verður Scolari ráðinn í næstu viku?

Fréttavefur BBC greindi frá því seint í gærkvöldi að útsendarar enska knattspyrnusambandsins væru staddir í Portúgal þar sem verið væri að ganga frá lausum endum svo hægt sé að ráða brasilíska þjálfarann Luiz Felipe Scolari í starf landsliðsþjálfara þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar.

Sport
Fréttamynd

Liverpool lagði West Ham

Liverpool vann í kvöld góðan 2-1 útisigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að tefla ekki fram sínu sterkasta liði. Það var Djibril Cisse sem skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum, en Reo Coker minnkaði muninn fyrir Lundúnaliðið. Þeir Hayden Mullins hjá West Ham og Luis Garcia hjá Liverpool fengu báðir að líta rauða spjaldið á 82. mínútu fyrir slagsmál.

Sport
Fréttamynd

Barcelona og Arsenal leika til úrslita

Það verða Barcelona og Arsenal sem leika til úrslita í meistaradeild Evrópu í ár, en Barcelona tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn með því að gera markalaust jafntefli við AC Milan á heimavelli sínum Nou Camp í kvöld. Heimamenn fengu fleiri marktækifæri í leik kvöldsins en eru komnir áfram þrátt fyrir markalaust jafntefli eftir 1-0 sigur á útivelli í fyrri leiknum.

Sport
Fréttamynd

Annar leikur Dallas og Memphis í beinni

Annar leikur Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á miðnætti í kvöld. Dallas var í bílstjórasætinu í fyrsta leiknum og vann nokkuð sannfærandi sigur, en lið Memphis er enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í úrslitakeppni í stuttri sögu félagsins og hefur tapað öllum níu leikjum sínum hingað til.

Sport
Fréttamynd

Liverpool hefur forystu á Upton Park

Liverpool hefur 1-0 forystu í hálfleik gegn West Ham í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var franski sóknarmaðurinn Djibril Cisse sem skoraði mark gestanna á 19. mínútu, en Liverpool stillir upp hálfgerðu varaliði í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Nou Camp í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í síðari leik Barcelona og AC Milan í undanúrslitum meistaradeildarinnar og hefur hvorugu liðinu tekist að skora. Ítalska liðið þarf að skora mark til að knýja fram framlengingu en heimamönnum nægir jafntefli eftir sigur í fyrri leiknum.

Sport
Fréttamynd

Standið ykkur eða verðið sendir heim

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur gefið dómurunum sem verða á HM í sumar mjög ströng fyrirmæli áður en þeir halda í æfingabúðir fyrir mótið og segir menn sem ekki standa sig verða senda heim.

Sport
Fréttamynd

Deco í byrjunarliði Barcelona

Leikur Barcelona og AC Milan í undanúrslitum meistaradeildarinnar er nú að hefjast og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Deco kemur aftur inn í byrjunarlið Barcelona eftir leikbann, en gamla brýnið Costacurta tekur stöðu Nesta í byrjunarliði AC Milan, en Nesta er meiddur. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn eru í byrjunarliðum.

Sport
Fréttamynd

Brasilía gæti lent í vandræðum

Lothar Matthaus, sem var fyrirliði Þjóðverja þegar liðið varð heimsmeistari árið 1990, spáir að heimsmeistarar Brasilíu eigi eftir að lenda í vandræðum í Þýskalandi í sumar og tippar á að Argentínumenn og Englendingar fari langt í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Benitez ætlar að hvíla lykilmenn

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir líklegt að hann muni hvíla einhverja af lykilmönnum sínum í kvöld þegar Liverpool sækir West Ham heim í ensku úrvaldeildinni, en liðin eigast einmitt við í úrslitaleik bikarkeppninnar. Liverpool er sex stigum á eftir Manchester United í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sport
Fréttamynd

Diaw líklegur framfarakóngur

Hinn fjölhæfi franski leikmaður Boris Diaw hjá Phoenix Suns þykir líklegastur til að verða kjörinn framfarakóngur NBA deildarinnar í ár, en á hverju ári er einn leikmaður verðlaunaður sérstaklega fyrir að hafa náð mestum framförum frá árinu áður.

Sport
Fréttamynd

6,6 milljarðar fyrir tveggja ára samning?

Þýska blaðið Bild segist hafa heimildir fyrir því að formúlulið Ferrari sé búið að bjóða fyrrum heimsmeistaranum Michael Schumacher tæpa 6,6 milljarða íslenskra króna fyrir að framlengja samning sinn um tvö ár. Í samningi þessum á að vera klásúla sem heimilar honum að leggja stýrið á hilluna ef hann yrði meistari á samningstímanum, jafnvel þó það yrði strax á þessu tímabili.

Sport
Fréttamynd

Pires hugsar málið

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal segist enn vera að íhuga samningstilboð frá spænska liðinu Villarreal sem Arsenal sló einmitt út úr meistaradeildinni í gær. Pires viðurkennir að það verði sér erfitt að yfirgefa herbúðir Arsenal eftir mörg góð ár, en segist þó hafa fundið fyrir frábæru andrúmslofti á heimaleik liðsins.

Sport
Fréttamynd

Barcelona gæti orðið stórveldi

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að ef liðið nær að slá AC Milan út úr meistaradeildinni í kvöld, gæti sigurinn markað þáttaskil í sögu félagsins og orðið til þess að gera Barcelona að nýju stjórveldi í Evrópuboltanum - líkt og lið AC Milan á árunum í kring um 1990.

Sport
Fréttamynd

Lætur gagnrýnendur heyra það

Arsene Wenger segir að lið sitt hafi endanlega þaggað niður í hörðum gagnrýnendum þess á undanförnum árum með vasklegri framgöngu sinni í meistaradeildinni í vetur og segist hafa fulla trú á því að sínir menn geti klárað dæmið í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Scolari gerði heiðursmannasamkomulag

Gilberto Madail, formaður portúgalska knattspyrnusambandsins, segir að Luiz Scolari hafi gert heiðursmannasamkomulag við sambandið um að einbeita sér algjörlega að starfi sínu þangað til eftir HM í sumar og útilokar þar með að hann eigi í viðræðum við enska knattspyrnusambandið. Scolari er samningsbundinn Portúgal þangað til og segist ætla að virða samning sinn.

Sport
Fréttamynd

Kenyon Martin í bann

Framherjinn Kenyon Martin hefur verið settur í bann af liði sínu Denver Nuggets í óákveðinn tíma fyrir hegðun sem þótti hafa slæm áhrif á andann í liðinu. Martin hefur átt við hnémeiðsli að stríða í allan vetur og hefur ekki geta beitt sér að fullu í úrslitakeppninni, en hann á að hafa látið þjálfara sinn George Karl heyra það í hálfleik í tapinu gegn LA Clippers í fyrrakvöld.

Sport
Fréttamynd

Verður Nash valinn aftur?

Nokkur dagblöð í Bandaríkjunum greina frá því í dag að kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns verði kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð á næstu vikum. Nash lék betur í vetur en í fyrra og fór fyrir liði Phoenix sem náði mjög góðum árangri þrátt fyrir að vera án Amare Stoudemire.

Sport
Fréttamynd

Úrvalshryssur á sýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

Á sýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem haldin verður í Ölfushöllinni á laugardagin næstkomandi verður úrval bestu ræktunarhrossa suðurlands. Úrvalshryssur frá Dísarstöðum mæta til leika (m.a. Dáð frá Dísarstöðum).

Sport
Fréttamynd

LeBron James kippt niður á jörðina

LeBron James sýndi að hann á nokkuð eftir ólært í gær þegar lið hans Cleveland tapaði öðrum leiknum við Washington á heimavelli sínum 89-84. James skoraði 26 stig fyrir Cleveland, en tapaði 10 boltum og gerði mjög dýr klaufamistök á lokasprettinum sem kostuðu lið hans sigurinn. Lið Washington lék mikið betur en í fyrsta leiknum með Gilbert Arenas sem sinn besta mann, en hann skoraði 30 stig.

Sport
Fréttamynd

Myndir frá Hrafnsmessu

Komnar eru myndir frá Hrafnsmessu sem haldin var í Ölfushöll á Ingólfshvoli í myndasafn Hestafrétta. Það var Örn Karlsson sem tók myndirnar og fékk Hestafréttir góðfúslegt leifi til að birta þær hér á vefnum.

Sport
Fréttamynd

Úrslit Líflandsmóts

Líflandsmótið var haldið um síðastliðna helgi í Fák í Víðidal og var þátttaka mjög góð. Teitur Árnason á Prinsessu frá Stóra-Hofi vann fimmgang unglinga og einnig tölt unglinga á Stefni frá Breið. Sara Sigurbjörnsdóttir á Kára frá Búlandi vann fjórgang unglinga og það var síðan Ragnar Bragi Sveinsson á Fjalari frá Hvolsvelli sem vann fjórgang barna.

Sport
Fréttamynd

Upptökur frá Hrafnsmessu á Vef TV

Hin magnaða Hrafnssýning sem haldin var í Ölfushöll 19. apríl síðastliðin er nú komin inn á Vef TV Hestafrétta. Alls eru þetta um 50 mínútur að lengd og skiptist í tvo hluta, fyrir hlé og eftir hlé. Við vonum að lesendur okkar hafi gaman af því myndefni sem komið er inn á Vef TV Hestafrétta.

Sport
Fréttamynd

Við vorum heppnir

Arsene Wenger viðurkenndi að hans menn hefðu verið heppnir að sleppa með jafntefli gegn Villarreal í meistaradeildinni í kvöld, en var yfir sig ánægður með baráttuna í liði sínu - ekki síst í manni leiksins Jens Lehmann sem varði vítaspyrnu á síðustu mínútunni.

Sport
Fréttamynd

Sýningin heldur áfram í kvöld

Úrslitakeppni NBA heldur áfram á fullu í kvöld og alls eru þrír leikir á dagskránni. Sjónvarpsleikurinn á NBA TV er annar leikur Cleveland Cavaliers og Washington Wizards og er hann á besta tíma klukkan 23:00. LeBron James var maður fyrsta leiksins og náði þrefaldri tvennu í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Jimmy Jump í essinu sínu

Knattspyrnufyrirbærið Jimmy Jump lét sig ekki vanta á leik Villarreal og Arsenal í kvöld og í síðari hálfleik náði hann að brjótast inn á völlinn og kastaði Barcelona-treyju yfir öxlina á Thierry Henry, leikmanni Arsenal. Henry hefur lengi verið orðaður við Barcelona-liðið og telja margir að hann muni ganga til liðs við Katalóníuliðið í sumar. Atvik sem þetta eru nokkuð algeng og illa virðist ganga að koma í veg fyrir að ævintýramenn á borð við hinn geðþekka Jimmy setji svip sinn á leikinn.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Stjörnunni og Val

Fyrri leikirnir í undanúrslitum deildarbikars kvenna fóru fram í kvöld. Stjarnan lagði ÍBV í Eyjum 24-20 og Valsstúlkur lögðu Hauka 23-22 í æsispennandi leik í Laugardalshöllinni.

Sport
Fréttamynd

Man.City lagði Aston Villa

Manchester City lagði Aston Villa 1-0 á útivelli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var Darius Vassell, fyrrum leikmaður Aston Villa, sem tryggði gestunum sigur með óeftirminnilegu marki á 70. mínútu leiksins og því er ljóst að Aston Villa þarf enn að krækja sér í eitt stig í viðbót á lokasprettinum til að forða sér frá falli.

Sport
Fréttamynd

Arsenal í úrslit - Lehmann hetja dagsins

Arsenal er komið í úrslitaleikinn í meistaradeild Evrópu eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við spænska liðið Villarreal á útivelli í kvöld. Arsenal getur þakkað markverði sínum Jens Lehmann að hafa komist áfram, því hann varði vítaspyrnu frá Juan Riquelme á lokamínútu leiksins. Vítaspyrnudómurinn var mjög loðinn og því má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt að þessu sinni.

Sport