Viðskipti Minna tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. Tap félagsins á fjórða ársfjórðungi í fyrra minnkaði talsvert á milli ára. Viðskipti innlent 5.3.2007 15:57 Lítil breyting á markaði í Bandaríkjunum Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu fyrir skömmu. Lækkanir á vísitölum á mörkuðum í Asíu og í Evrópu virðast ekki hafa skilað sér vestur um haf enda hækkuðu helstu vísitölur á bandaríska markaðnum lítillega við opnun markaða. Greinendur eru ekki vissir um hvað dagurinn feli í skauti sér en vísa til orða Henry Paulsons, fjármálaráðherra, sem segist hafa tröllatrú á bandaríska hagkerfinu. Viðskipti erlent 5.3.2007 15:21 Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Gengi bréfa í Kauphöll Íslands hefur lítið breyst eftir því sem liðið hefur á daginn. Viðskipti erlent 5.3.2007 13:18 Lækkanir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við opnun Kauphallar Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,07 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við gengi á mörkuðum í Evrópu og í Asíu. Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,5 prósent en gengi japönsku Nikkei-hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,4 prósent í dag. Hún hefur ekki lækkað jafn mikið í níu mánuði. Viðskipti innlent 5.3.2007 10:35 HSBC skilaði methagnaði Alþjóðlegi bankinn HSBC, einn stærsti banki í Evrópu, skilaði 11,5 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 1.500 milljörðum íslenskra króna sem er fimm prósenta hækkun á milli ára. Þetta er langt yfir væntingum greinenda enda metafkoma í sögu bankans. Á sama tíma varð bankinn að afskrifa um 5,4 milljarða punda á bandaríska fasteignalánamarkaðnum. Viðskipti erlent 5.3.2007 09:59 Langt undir spám Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. tapaði 6,9 milljörðum króna á síðasta ári. Sé einungis horft á áframhaldandi starfsemi nemur tapið 1,2 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.552 milljónum króna. „Ljóst er að rekstrarniðurstaða félagsins er óásættanleg,“ segir forstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 3.3.2007 10:13 Straumur-Burðarás tekur 35,3 milljarða sambankalán Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur skrifað undir 400 milljóna evra sambankaláni. Þetta svarar til 35,3 milljarða íslenskra króna. Lánið er í tveimur hlutum með breytilegum vöxtum og til þriggja ára. Tuttugu og níu bankar í 13 löndum tóku þátt í láninu. Viðskipti innlent 2.3.2007 13:02 Gengi bréfa í EADS á niðurleið Gengi hlutabréfa í EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur farið niður um 3,9 prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að það hyggðist fresta þróun og framleiðslu á fraktflugvél af gerðinni A380. Fyrirtækið mun eftirleiðis einbeita sér að framleiðslu á farþegaþotu af sömu gerð sem stefnt er að komi á markað í haust. Viðskipti erlent 2.3.2007 12:58 FME varar við erlendum hlutabréfaviðskiptum Fjármálaeftirlitið (FME) varar við tilboðum erlendra aðila, sem hafi milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Eftirlitið segir að erlendir aðilar hafi haft samband við einstaklinga hér á landi og boðist til að hafa milligöngu um viðskiptin. Beri að vara fólk við tilboðum óþekktra aðila, að sögn Fjármálaeftirlitisins. Viðskipti innlent 2.3.2007 12:45 Landsbankinn selur Landsafl Landsbanki Íslands hefur samið við Fasteignafélagið Stoðir hf. um sölu á öllum hlutum bankans í fasteignafélaginu Landsafli hf. Bankinn á 80 prósent hlutafjár í Landsafli á móti Burðarási hf. Viðskipti innlent 2.3.2007 11:50 Forstjóraskipti hjá Plastprenti Stjórn Plastprents hf hefur ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins frá og með gærdeginum, 1. mars. Á sama tíma lét Sigurður Bragi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri, af störfum hjá fyrirtækiinu. Viðskipti innlent 2.3.2007 10:48 Lenovo innkallar rafhlöður Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra. Viðskipti erlent 2.3.2007 10:00 Minna tap hjá Icelandic Group Icelandic Group tapaði 1.078 milljónum króna, 11,4 milljónum evra, á síðasta ári. Árið á undan tapaði félagið hins vegar rétt rúmlega 1,3 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group, segir mikið hafa verið gert til að bæta reksturinn en margt hafi verið dýrara og tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 2.3.2007 09:13 Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins. Viðskipti innlent 1.3.2007 16:36 Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. Viðskipti erlent 1.3.2007 16:12 Gengi Mosaic Fashions hækkar eftir verðmat Mosaic Fashions, móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, hefur hækkað um tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Helsta ástæðan er nýtt verðmat Landsbankans, sem birt var fyrr í dag. Viðskipti innlent 1.3.2007 12:28 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. Viðskipti erlent 1.3.2007 10:58 Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga næstum fjórfaldast Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 800,6 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 212,6 milljóna króna hagnað árið áður. Það jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á árinu. Viðskipti innlent 1.3.2007 10:14 Væntingarvísitala niður í Bretlandi Væntingarvísitala í Bretlandi fór niður í febrúarmánuði þegar neytendur voru varkárari vegna efnahagsástandsins í landinu. Þrátt fyrir það virðast neytendur almennt vera jákvæðari gagnvart eigin fjármálum. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun sem birt var í dag af fyrirtækinu GfK NOP. Viðskipti erlent 28.2.2007 12:34 Fons kaupir Securitas Óstofnað félag í eigu Fons eignarhaldsfélags hf. hefur keypt öryggisfyrirtækið Securitas hf. af Teymi hf. á 3.8 milljarða króna. Áætlaður söluhagnaður Teymis er um 500 milljónir króna. Landsbankinn yfirtekur 2,7 milljarða lán fyrri eigenda til Hands Holding, en það kom í hlut Teymis við skiptingu Dagsbrúnar þegar Teymi var stofnað í nóvember 2006. Viðskipti innlent 26.2.2007 09:49 Moody´s: Lánshæfismat stóru íslensku bankanna hækkað Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat stóru íslensku bankanna þriggja og gefur þeim nú öllum bestu einkunn. Þetta er gert í samræmi við breytta aðferðafræði fyrirtækisins. Hástökkvarinn er Landsbankinn. Innlent 24.2.2007 18:24 Ríkasti Skotinn kaupir í Glitni Sir Tom Hunter, sem sagður er auðugasti maður Skotlands, eignaðist í gær í það minnsta tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um átta milljarða króna. FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, keypti á sama tíma hlutabréf í bankanum fyrir 10,5 milljarða króna og ræður nú yfir tæpum þriðjungi hlutafjár. Viðskipti innlent 23.2.2007 23:33 FL Group með fullnýtta heimild í Glitni FL Group bætti við sig um 2,59 prósent hlutafjár í Glitni banka fyrir um 10,5 milljarða króna í dag. Viðskiptin fóru fram á genginu 28,46 krónur á hlut en samtals var um að ræða um 369,9 milljónir króna að nafnverði. FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar þess á nú rétt tæplega 33 prósent hluta í bankanum. Viðskipti innlent 23.2.2007 16:40 Byggðastofnun skilaði 10 milljónum í hagnað Byggðastofnun skilaði 10,1 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 272,2 milljóna króna hallarekstur árið 2005. Í ársuppgjöri stofnunarinnar segir að í vetur hafi á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun en það hafi hins vegar ekki verið afgreitt. Viðskipti erlent 23.2.2007 14:45 Merkel og Chirac ræða við EADS Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ætla að funda bráðlega með stjórnendum EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, vegna fyrirhugaðra hagræðingaaðgerða félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið segi upp tugþúsundum starfsmanna auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað. Viðskipti erlent 23.2.2007 12:26 Gengi bréfa í Sanyo hrundi vegna rannsóknar Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að gögn í bókhaldi fyrirtækisins hafi verið fölsuð árið 2003. Viðskipti erlent 23.2.2007 09:11 FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Viðskipti innlent 22.2.2007 17:15 Apple og Cisco ná sáttum Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000. Viðskipti erlent 22.2.2007 16:20 Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var. Viðskipti erlent 22.2.2007 16:01 Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 22.2.2007 12:01 « ‹ 84 85 86 87 88 89 90 91 92 … 223 ›
Minna tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. Tap félagsins á fjórða ársfjórðungi í fyrra minnkaði talsvert á milli ára. Viðskipti innlent 5.3.2007 15:57
Lítil breyting á markaði í Bandaríkjunum Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu fyrir skömmu. Lækkanir á vísitölum á mörkuðum í Asíu og í Evrópu virðast ekki hafa skilað sér vestur um haf enda hækkuðu helstu vísitölur á bandaríska markaðnum lítillega við opnun markaða. Greinendur eru ekki vissir um hvað dagurinn feli í skauti sér en vísa til orða Henry Paulsons, fjármálaráðherra, sem segist hafa tröllatrú á bandaríska hagkerfinu. Viðskipti erlent 5.3.2007 15:21
Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Gengi bréfa í Kauphöll Íslands hefur lítið breyst eftir því sem liðið hefur á daginn. Viðskipti erlent 5.3.2007 13:18
Lækkanir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við opnun Kauphallar Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,07 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við gengi á mörkuðum í Evrópu og í Asíu. Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,5 prósent en gengi japönsku Nikkei-hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,4 prósent í dag. Hún hefur ekki lækkað jafn mikið í níu mánuði. Viðskipti innlent 5.3.2007 10:35
HSBC skilaði methagnaði Alþjóðlegi bankinn HSBC, einn stærsti banki í Evrópu, skilaði 11,5 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 1.500 milljörðum íslenskra króna sem er fimm prósenta hækkun á milli ára. Þetta er langt yfir væntingum greinenda enda metafkoma í sögu bankans. Á sama tíma varð bankinn að afskrifa um 5,4 milljarða punda á bandaríska fasteignalánamarkaðnum. Viðskipti erlent 5.3.2007 09:59
Langt undir spám Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. tapaði 6,9 milljörðum króna á síðasta ári. Sé einungis horft á áframhaldandi starfsemi nemur tapið 1,2 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.552 milljónum króna. „Ljóst er að rekstrarniðurstaða félagsins er óásættanleg,“ segir forstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 3.3.2007 10:13
Straumur-Burðarás tekur 35,3 milljarða sambankalán Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur skrifað undir 400 milljóna evra sambankaláni. Þetta svarar til 35,3 milljarða íslenskra króna. Lánið er í tveimur hlutum með breytilegum vöxtum og til þriggja ára. Tuttugu og níu bankar í 13 löndum tóku þátt í láninu. Viðskipti innlent 2.3.2007 13:02
Gengi bréfa í EADS á niðurleið Gengi hlutabréfa í EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur farið niður um 3,9 prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að það hyggðist fresta þróun og framleiðslu á fraktflugvél af gerðinni A380. Fyrirtækið mun eftirleiðis einbeita sér að framleiðslu á farþegaþotu af sömu gerð sem stefnt er að komi á markað í haust. Viðskipti erlent 2.3.2007 12:58
FME varar við erlendum hlutabréfaviðskiptum Fjármálaeftirlitið (FME) varar við tilboðum erlendra aðila, sem hafi milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Eftirlitið segir að erlendir aðilar hafi haft samband við einstaklinga hér á landi og boðist til að hafa milligöngu um viðskiptin. Beri að vara fólk við tilboðum óþekktra aðila, að sögn Fjármálaeftirlitisins. Viðskipti innlent 2.3.2007 12:45
Landsbankinn selur Landsafl Landsbanki Íslands hefur samið við Fasteignafélagið Stoðir hf. um sölu á öllum hlutum bankans í fasteignafélaginu Landsafli hf. Bankinn á 80 prósent hlutafjár í Landsafli á móti Burðarási hf. Viðskipti innlent 2.3.2007 11:50
Forstjóraskipti hjá Plastprenti Stjórn Plastprents hf hefur ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins frá og með gærdeginum, 1. mars. Á sama tíma lét Sigurður Bragi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri, af störfum hjá fyrirtækiinu. Viðskipti innlent 2.3.2007 10:48
Lenovo innkallar rafhlöður Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra. Viðskipti erlent 2.3.2007 10:00
Minna tap hjá Icelandic Group Icelandic Group tapaði 1.078 milljónum króna, 11,4 milljónum evra, á síðasta ári. Árið á undan tapaði félagið hins vegar rétt rúmlega 1,3 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group, segir mikið hafa verið gert til að bæta reksturinn en margt hafi verið dýrara og tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 2.3.2007 09:13
Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins. Viðskipti innlent 1.3.2007 16:36
Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. Viðskipti erlent 1.3.2007 16:12
Gengi Mosaic Fashions hækkar eftir verðmat Mosaic Fashions, móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, hefur hækkað um tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Helsta ástæðan er nýtt verðmat Landsbankans, sem birt var fyrr í dag. Viðskipti innlent 1.3.2007 12:28
Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. Viðskipti erlent 1.3.2007 10:58
Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga næstum fjórfaldast Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 800,6 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 212,6 milljóna króna hagnað árið áður. Það jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á árinu. Viðskipti innlent 1.3.2007 10:14
Væntingarvísitala niður í Bretlandi Væntingarvísitala í Bretlandi fór niður í febrúarmánuði þegar neytendur voru varkárari vegna efnahagsástandsins í landinu. Þrátt fyrir það virðast neytendur almennt vera jákvæðari gagnvart eigin fjármálum. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun sem birt var í dag af fyrirtækinu GfK NOP. Viðskipti erlent 28.2.2007 12:34
Fons kaupir Securitas Óstofnað félag í eigu Fons eignarhaldsfélags hf. hefur keypt öryggisfyrirtækið Securitas hf. af Teymi hf. á 3.8 milljarða króna. Áætlaður söluhagnaður Teymis er um 500 milljónir króna. Landsbankinn yfirtekur 2,7 milljarða lán fyrri eigenda til Hands Holding, en það kom í hlut Teymis við skiptingu Dagsbrúnar þegar Teymi var stofnað í nóvember 2006. Viðskipti innlent 26.2.2007 09:49
Moody´s: Lánshæfismat stóru íslensku bankanna hækkað Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat stóru íslensku bankanna þriggja og gefur þeim nú öllum bestu einkunn. Þetta er gert í samræmi við breytta aðferðafræði fyrirtækisins. Hástökkvarinn er Landsbankinn. Innlent 24.2.2007 18:24
Ríkasti Skotinn kaupir í Glitni Sir Tom Hunter, sem sagður er auðugasti maður Skotlands, eignaðist í gær í það minnsta tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um átta milljarða króna. FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, keypti á sama tíma hlutabréf í bankanum fyrir 10,5 milljarða króna og ræður nú yfir tæpum þriðjungi hlutafjár. Viðskipti innlent 23.2.2007 23:33
FL Group með fullnýtta heimild í Glitni FL Group bætti við sig um 2,59 prósent hlutafjár í Glitni banka fyrir um 10,5 milljarða króna í dag. Viðskiptin fóru fram á genginu 28,46 krónur á hlut en samtals var um að ræða um 369,9 milljónir króna að nafnverði. FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar þess á nú rétt tæplega 33 prósent hluta í bankanum. Viðskipti innlent 23.2.2007 16:40
Byggðastofnun skilaði 10 milljónum í hagnað Byggðastofnun skilaði 10,1 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 272,2 milljóna króna hallarekstur árið 2005. Í ársuppgjöri stofnunarinnar segir að í vetur hafi á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun en það hafi hins vegar ekki verið afgreitt. Viðskipti erlent 23.2.2007 14:45
Merkel og Chirac ræða við EADS Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ætla að funda bráðlega með stjórnendum EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, vegna fyrirhugaðra hagræðingaaðgerða félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið segi upp tugþúsundum starfsmanna auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað. Viðskipti erlent 23.2.2007 12:26
Gengi bréfa í Sanyo hrundi vegna rannsóknar Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að gögn í bókhaldi fyrirtækisins hafi verið fölsuð árið 2003. Viðskipti erlent 23.2.2007 09:11
FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Viðskipti innlent 22.2.2007 17:15
Apple og Cisco ná sáttum Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000. Viðskipti erlent 22.2.2007 16:20
Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var. Viðskipti erlent 22.2.2007 16:01
Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 22.2.2007 12:01